Lýðræðisveisla Bryndís Haraldsdóttir skrifar 17. mars 2018 11:42 Risastórum íþróttasal er umturnað í fundarsal, 1000 – 1500 manns eru komin saman til að ræða samfélagsmál á víðum grunni. Fundarmenn eru af báðum kynjum og á öllum aldri. Búsettir bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, menntun, atvinna og bakgrunnur = allskonar. Að einhverju leyti þverskurður af íslensku samfélagi. Hópurinn deilir ákveðnum lífsskoðunum og getur sameinast um hvaða leiðir eru bestar fyrir íslenskt samfélag. Það þýðir alls ekki að allir séu sammála um allt. Þess vegna þarf að ræða hlutina, það eitt og sér leiðir stundum til niðurstöðu. Stundum þarf að miðla málum eða það þarf að kjósa á milli hugmynda og þá ræður meirihlutinn, eins og í öðrum lýðræðissamfélögum. En allir geta tjáð sig, spurt spurninga og fært rök fyrir sínum sjónarmiðum. Sumir hafa kannski áttað sig á því að hér er ég að fjalla um landsfund Sjálfstæðisflokksins. Ég veit líka að þeir sem leggja sig í líma við að vera andstæðingar flokksins munu fussa og sveia yfir því að mér detti til hugar að tala um þennan fund sem lýðræðisveislu. En það er hann einfaldlega. Ég veit ekki hvað ég hef setið þá marga en líklega flesta frá því ég gekk til liðs við flokkinn fyrir um 15 árum síðan. Ég var ekki alveg viss um þetta fyrst, hafði (eins og örugglega margir) ímyndað mér þetta sem svona smá furðulega samkundu. En á hverjum og einum landsfundi hef ég lært eitthvað nýtt, kynnst nýjum sjónarmiðum og sjónarhornum sem hafa þroskað mig. Kynnst fólki á öllum aldri alls staðar af landinu. Ég hef skemmt mér, mér hefur leiðs og ég hef reiðst – allt til góðs. Þegar ég mætti á mína fyrstu landfundi heyrði ég frá fólki í kringum mig sem ekki aðhylltist flokkinn að þetta væru svona tindáta samkunda þar sem allir gætu klappað og gengið í takt við þáverandi formann flokksins Davíð Oddsson. Þessi hugsanaháttur sýnir glöggt þekkingarleysi á starfi stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokkar eru mikilvægur hluti af lýðræðinu. Innan þeirra takast á sjónarmið og stefnur þar sem aðkoma flokksmanna er algjör, allir sitja við sama borð þegar kemur að þátttöku á slíkum fundi. Þá skiptir engu máli hvort þú sért kjörinn fulltrúi eða ekki og raunar er það svo að í flestum tilfellum halda kjörnir fulltrúar sig nokkuð til hlés og nota tækifærið til að hlusta eftir sjónarmiðum grasrótarinnar. Hættum að tala niður stjórnmálaflokka sem andlýðræðisleg fyrirbæri, því það er einmitt innan stjórnmálaflokkanna sem sjónarmið og mismunandi skoðanir koma fram. Þar þroskast hugmyndir og einstaklingar, lýðræðinu til góða. Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Risastórum íþróttasal er umturnað í fundarsal, 1000 – 1500 manns eru komin saman til að ræða samfélagsmál á víðum grunni. Fundarmenn eru af báðum kynjum og á öllum aldri. Búsettir bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, menntun, atvinna og bakgrunnur = allskonar. Að einhverju leyti þverskurður af íslensku samfélagi. Hópurinn deilir ákveðnum lífsskoðunum og getur sameinast um hvaða leiðir eru bestar fyrir íslenskt samfélag. Það þýðir alls ekki að allir séu sammála um allt. Þess vegna þarf að ræða hlutina, það eitt og sér leiðir stundum til niðurstöðu. Stundum þarf að miðla málum eða það þarf að kjósa á milli hugmynda og þá ræður meirihlutinn, eins og í öðrum lýðræðissamfélögum. En allir geta tjáð sig, spurt spurninga og fært rök fyrir sínum sjónarmiðum. Sumir hafa kannski áttað sig á því að hér er ég að fjalla um landsfund Sjálfstæðisflokksins. Ég veit líka að þeir sem leggja sig í líma við að vera andstæðingar flokksins munu fussa og sveia yfir því að mér detti til hugar að tala um þennan fund sem lýðræðisveislu. En það er hann einfaldlega. Ég veit ekki hvað ég hef setið þá marga en líklega flesta frá því ég gekk til liðs við flokkinn fyrir um 15 árum síðan. Ég var ekki alveg viss um þetta fyrst, hafði (eins og örugglega margir) ímyndað mér þetta sem svona smá furðulega samkundu. En á hverjum og einum landsfundi hef ég lært eitthvað nýtt, kynnst nýjum sjónarmiðum og sjónarhornum sem hafa þroskað mig. Kynnst fólki á öllum aldri alls staðar af landinu. Ég hef skemmt mér, mér hefur leiðs og ég hef reiðst – allt til góðs. Þegar ég mætti á mína fyrstu landfundi heyrði ég frá fólki í kringum mig sem ekki aðhylltist flokkinn að þetta væru svona tindáta samkunda þar sem allir gætu klappað og gengið í takt við þáverandi formann flokksins Davíð Oddsson. Þessi hugsanaháttur sýnir glöggt þekkingarleysi á starfi stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokkar eru mikilvægur hluti af lýðræðinu. Innan þeirra takast á sjónarmið og stefnur þar sem aðkoma flokksmanna er algjör, allir sitja við sama borð þegar kemur að þátttöku á slíkum fundi. Þá skiptir engu máli hvort þú sért kjörinn fulltrúi eða ekki og raunar er það svo að í flestum tilfellum halda kjörnir fulltrúar sig nokkuð til hlés og nota tækifærið til að hlusta eftir sjónarmiðum grasrótarinnar. Hættum að tala niður stjórnmálaflokka sem andlýðræðisleg fyrirbæri, því það er einmitt innan stjórnmálaflokkanna sem sjónarmið og mismunandi skoðanir koma fram. Þar þroskast hugmyndir og einstaklingar, lýðræðinu til góða. Höfundur er alþingismaður
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun