ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2018 11:58 Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna skilaði þeirri niðurstöðu að innflutningur á stáli og áli ógnaði þjóðaröryggi. Trump tilkynnti í kjölfarið að hann hygðist leggja háa tolla á innflutning. Vísir/AFP Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að mótaðgerðir verði kynntar á næstu dögum til að bregðast við verndartollum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst leggja á innflutt stál og ál. Á Twitter segir Trump að viðskiptastríð séu af hinu góða. Ringulreið ríkti um ákvörðun Trump um að tilkynna um 25% verndartolla á innflutt stál og 10% á ál í gær. Hugmyndin er sögð hafa valdið miklum deilum innan Hvíta hússins og forsetinn hafi tilkynnt um fyrirætlanir sínar þrátt fyrir að enn sé ekki búið að leggja lagalegan grunn að tollunum. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segist harma ákvörðun Bandaríkjastjórnar sem hann kallar inngrip til að vernda bandarískan iðnað fyrir samkeppni. Ákvörðunin hafi ekkert með þjóðaröryggi Bandaríkjanna að gera en það var grundvöllur álits viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna um innflutning málmanna. „Við ætlum ekki að sitja með hendur í skauti á meðan iðnaðurinn okkar verður fyrir ósanngjörnum aðgerðum sem setur þúsundir evrópskra starfa í hættu. ESB mun bregðast við af festu og á samsvarandi hátt til að verja hagsmuni okkar,“ segir Juncker, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá.Washington Post segir að búist sé við því að Kínverjar og Brasilíumenn muni einnig kvarta til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar vegna tollanna.Gefur í skyn að Bandaríkin tapi á viðskiptum við nær öll viðskiptaríki sín Trump tísti í morgun um gagnrýni á verndartollana. Þeim hefur verið lýst sem upphafinu að viðskiptastríði. Sagði hann að þegar ríki töpuðu mörgum milljörðum dollara í viðskiptum við „næstum því öll lönd sem það á í viðskiptum við“ þá séu viðskiptastríð góð og auðvelt sé að hafa sigur í þeim. „Dæmi, þegar það hallar á okkur um 100 milljarða dollara við ákveðið land og þeir reyna að vera sniðugir, hættum viðskiptum – við vinnum stórt. Þetta er auðvelt!“ tísti forseti Bandaríkjanna. Gary Cohn, efnahagsráðgjafi Trump, er hins vegar ekki á sama máli. Hann er sagður hafa barist hatrammlega gegn verndartollunum og hótað að hætta ef af þeim yrði. Þá eru Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, varnarmálaráðherra, og H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagðir hafa varað eindregið við tollunum vegna skaðlegra áhrif þeirra á samband Bandaríkjanna við nánar bandalagsþjóðir.Twitter Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að mótaðgerðir verði kynntar á næstu dögum til að bregðast við verndartollum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst leggja á innflutt stál og ál. Á Twitter segir Trump að viðskiptastríð séu af hinu góða. Ringulreið ríkti um ákvörðun Trump um að tilkynna um 25% verndartolla á innflutt stál og 10% á ál í gær. Hugmyndin er sögð hafa valdið miklum deilum innan Hvíta hússins og forsetinn hafi tilkynnt um fyrirætlanir sínar þrátt fyrir að enn sé ekki búið að leggja lagalegan grunn að tollunum. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segist harma ákvörðun Bandaríkjastjórnar sem hann kallar inngrip til að vernda bandarískan iðnað fyrir samkeppni. Ákvörðunin hafi ekkert með þjóðaröryggi Bandaríkjanna að gera en það var grundvöllur álits viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna um innflutning málmanna. „Við ætlum ekki að sitja með hendur í skauti á meðan iðnaðurinn okkar verður fyrir ósanngjörnum aðgerðum sem setur þúsundir evrópskra starfa í hættu. ESB mun bregðast við af festu og á samsvarandi hátt til að verja hagsmuni okkar,“ segir Juncker, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá.Washington Post segir að búist sé við því að Kínverjar og Brasilíumenn muni einnig kvarta til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar vegna tollanna.Gefur í skyn að Bandaríkin tapi á viðskiptum við nær öll viðskiptaríki sín Trump tísti í morgun um gagnrýni á verndartollana. Þeim hefur verið lýst sem upphafinu að viðskiptastríði. Sagði hann að þegar ríki töpuðu mörgum milljörðum dollara í viðskiptum við „næstum því öll lönd sem það á í viðskiptum við“ þá séu viðskiptastríð góð og auðvelt sé að hafa sigur í þeim. „Dæmi, þegar það hallar á okkur um 100 milljarða dollara við ákveðið land og þeir reyna að vera sniðugir, hættum viðskiptum – við vinnum stórt. Þetta er auðvelt!“ tísti forseti Bandaríkjanna. Gary Cohn, efnahagsráðgjafi Trump, er hins vegar ekki á sama máli. Hann er sagður hafa barist hatrammlega gegn verndartollunum og hótað að hætta ef af þeim yrði. Þá eru Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, varnarmálaráðherra, og H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagðir hafa varað eindregið við tollunum vegna skaðlegra áhrif þeirra á samband Bandaríkjanna við nánar bandalagsþjóðir.Twitter
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12
Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20