Innlent

Húsráðendur komu að þjófi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þjófurinn var búinn að taka saman þýfi þegar húsráðendur komu að honum.
Þjófurinn var búinn að taka saman þýfi þegar húsráðendur komu að honum. Vísir/Getty
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um innbrot í íbúð á Grettisgötu skömmu fyrir klukkan 22 í gærkvöldi. Húsráðendur höfðu þar komið að manni í íbúðinni sem hljóp á brott þegar hann varð þeirra var. Ekki er talið að maðurinn hafi náð að stela verðmætum en að sögn lögreglunnar var hann búinn að taka til ýmsa muni þegar komið var að honum. Málið er sagt vera í rannsókn, rétt eins og tugir annarra innbrota sem framin hafa verið á höfuðborgarsvæðinu frá því í byrjun árs.

Lögreglan hafði einnig afskipti af fjölda einstaklinga í nótt sem sagðir eru hafa verið í annarlegu ástandi sökum vímuefnaneyslu. Að sama skapi voru þó nokkrir ökumenn stöðvaðir er þeir óku undir áhrifum vímuefna. Einn þeirra hafði ekið á móti einstefnu í Breiðholti og þverneitaði að gefa upp nafn eða kennitölu þegar lögreglan hafði hendur í hári hans. Ökumaðurinn var því fluttur í fangageymslu þar sem hann hefur mátt sofa úr sér vímuna í nótt.


Tengdar fréttir

Þjófahópar ganga enn lausir

Brotist var inn í íbúðarhús í Garðabæ í fyrradag, eftir að búið var að úrskurða samtals fjóra innbrotsþjófa í gæsluvarðhald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×