Trump stendur við tollana Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2018 20:37 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld tolla á innflutning stáls og áls til Bandaríkjanna. Kanada og Mexíkó fái tímabundna undanþágu á meðan fríverslunarsamningur Norður-Ameríku, NAFTA, sé endurskoðaður. Þá gaf forsetinn í skyn að Ástralía og „önnur ríki“ gætu einnig fengið undanþágu.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar munu tollarnir taka gildi eftir um fimmtán daga. Um er að ræða 25 prósenta toll á innflutt stál og tíu prósenta toll á ál. Þá áskilur Trump sér réttar til þess að hækka eða lækka tollinn frá einstökum ríkjum. Hann sagðist vilja sanngirni í alþjóðaviðskiptum Bandaríkjanna og sagði sömuleiðis að bæði vinir þeirra og óvinir væru mjög ósanngjarnir.„Við verðum mjög sanngjarnir, við verðum mjög sveigjanlegir en við ætlum að vernda hagsmuni vinnandi fólks í Bandaríkjunum eins og ég sagðist ætla að gera í kosningabaráttunni,“ sagði Trump.Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa ekki tekið vel í hugmyndir Trump um tolla. 107 þingmenn fulltrúadeildarinnar sendu Trump bréf á dögunum og báðu hann um að hætta við. Þá hefur þingmaðurinn Jeff Flake, sem er Repúblikani, tilkynnt að hann ætli að leggja fram lagafrumvarp sem ætlað er að fella niður tolla Trump. Paul Ryan leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir andstöðu við tollana. Helsti efnahagsráðgjafi Trump, Gary Cohn, hefur sagt af sér vegna andstöðu sinni við tollana. Þá hafa nokkur stór ríki og Evrópusambandið sem eiga í viðskiptum við Bandaríkin hótað því að svara fyrir sig með tollum á útflutning Bandaríkjanna. Sérfræðingar hafa varað við mögulegu viðskiptastríði.Tilkynning Trump í heild sinni LIVE: President Trump to sign orders on steel and aluminum tariffs. https://t.co/8oSBc05WUd— NBC News (@NBCNews) March 8, 2018 Trump skrifar undir JUST IN: President Trump signs orders for 25% tariffs on steel and 10% tariffs on aluminum. pic.twitter.com/zEp77yqMdF— NBC News (@NBCNews) March 8, 2018 Ástralía Bandaríkin Donald Trump Kanada Mexíkó Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld tolla á innflutning stáls og áls til Bandaríkjanna. Kanada og Mexíkó fái tímabundna undanþágu á meðan fríverslunarsamningur Norður-Ameríku, NAFTA, sé endurskoðaður. Þá gaf forsetinn í skyn að Ástralía og „önnur ríki“ gætu einnig fengið undanþágu.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar munu tollarnir taka gildi eftir um fimmtán daga. Um er að ræða 25 prósenta toll á innflutt stál og tíu prósenta toll á ál. Þá áskilur Trump sér réttar til þess að hækka eða lækka tollinn frá einstökum ríkjum. Hann sagðist vilja sanngirni í alþjóðaviðskiptum Bandaríkjanna og sagði sömuleiðis að bæði vinir þeirra og óvinir væru mjög ósanngjarnir.„Við verðum mjög sanngjarnir, við verðum mjög sveigjanlegir en við ætlum að vernda hagsmuni vinnandi fólks í Bandaríkjunum eins og ég sagðist ætla að gera í kosningabaráttunni,“ sagði Trump.Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa ekki tekið vel í hugmyndir Trump um tolla. 107 þingmenn fulltrúadeildarinnar sendu Trump bréf á dögunum og báðu hann um að hætta við. Þá hefur þingmaðurinn Jeff Flake, sem er Repúblikani, tilkynnt að hann ætli að leggja fram lagafrumvarp sem ætlað er að fella niður tolla Trump. Paul Ryan leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir andstöðu við tollana. Helsti efnahagsráðgjafi Trump, Gary Cohn, hefur sagt af sér vegna andstöðu sinni við tollana. Þá hafa nokkur stór ríki og Evrópusambandið sem eiga í viðskiptum við Bandaríkin hótað því að svara fyrir sig með tollum á útflutning Bandaríkjanna. Sérfræðingar hafa varað við mögulegu viðskiptastríði.Tilkynning Trump í heild sinni LIVE: President Trump to sign orders on steel and aluminum tariffs. https://t.co/8oSBc05WUd— NBC News (@NBCNews) March 8, 2018 Trump skrifar undir JUST IN: President Trump signs orders for 25% tariffs on steel and 10% tariffs on aluminum. pic.twitter.com/zEp77yqMdF— NBC News (@NBCNews) March 8, 2018
Ástralía Bandaríkin Donald Trump Kanada Mexíkó Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira