Ekki benda á mig Þórlindur Kjartansson skrifar 9. mars 2018 07:00 Spennustig þjóðarinnar var hátt á laugardagskvöldið þegar úrslit í undankeppni Eurovision fóru fram í Laugardalshöll. Sýningin var öll hin glæsilegasta, fagmennska í hverju handtaki hjá flytjendum, kynnum og auðvitað öllu tækniliðinu á bak við tjöldin sem gerði hina snurðulausu útsendingu mögulega. Það er ekki sjálfgefið að svona sýning gangi upp. Tæknimenn Sjónvarpsins hafa því örugglega verið fegnir þegar útsendingu lauk. Á bak við svona sýningu er margra vikna skipulag, undirbúningur og vinna. Það þarf að hugsa fyrir hverju einasta smáatriði og jafnvel minnsta yfirsjón getur sett allt í uppnám. Það má nefnilega bóka að á bak við hverja einustu vandræðalegu afsökun hjá prúðbúnum kynnum í beinni útsendingu um að „tæknin sé nú eitthvað að stríða okkur“ sé tæknimaður að svitna gegnum stuttermabolinn. Þótt mannslíf séu ekki í húfi þá felst nefnilega umtalsverð ábyrgð í því að tryggja að allt gangi upp bak við tjöldin á stórum viðburðum. Ef hlutirnir fara úr skorðum er ekki bara verið að bregðast samstarfsfólki heldur öllum þeim sem hafa ákveðið að verja sínum dýrmæta tíma til þess að fylgjast með skemmtuninni. En sem betur fer voru engir sýnilegir hnökrar á útsendingunni á laugardagskvöldið. Tæknifólkið hefur því getað losað um frumsýningarspennuna að lokinni útsendingu með því að óska hvert öðru til hamingju og skála svo í dósabjór. Þannig týpur ætlast ekki til þess að vera hampað þótt allt gangi að óskum.Ekkert klúður Sjokkið kom daginn eftir. Fréttir fóru að berast um að hugsanlega hafi verið misbrestur á rafrænni talningu atkvæða í símakosningunni. Hjartað hefur þá farið að hamast í þeim sem báru ábyrgð á rafrænu kjörkössunum. Gat verið að svipað klúður hafi átt sér stað eins og á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra? Þá var La La Land tilkynnt sem besta myndin en aðstandendurnir þurftu svo að skila styttunni eftir hjartnæmar þakkarræður því fulltrúi PWC hafði ekki sett rétt umslag í hendurnar á kynnunum, það var kvikmyndin Moonlight sem raunverulega vann. Og þessi mistök eru það eina sem nokkur man af þessari hátíð. Það hefði verið fremur hallærislegt ef öll tilfinningaríku fagnaðarópin og einlægu viðtölin eftir að tilkynnt var um sigur Ara hefðu bara verið byggð á einhverjum misskilningi. Og það sem verra er—öll hin frábæra vinna við undirbúning og framkvæmd kvöldsins hefði fallið algjörlega í skuggann af mistökunum. Þjóðin beið því spennt á meðan málið var rannsakað. Eftir rúman sólarhring tilkynnti Vodafone með stolti að ekkert óeðlilegt hefði átt sér stað í atkvæðagreiðslunni og að öll atkvæði hefðu skilað sér. Öll þjóðin gat varpað öndinni léttar, og sérstaklega aðstandendur keppninnar og þeir sem báru ábyrgð á atkvæðagreiðslunni.Ekki smámál En það er auðvitað víðar en í Eurovision sem fólk leggur hart að sér til þess að skipuleggja viðburði þar sem ekkert má út af bregða. Þeir sem leggja stund á spretthlaup eyða mörgum árum í að æfa sig fyrir keppni sem tekur tíu sekúndur, leikarar æfa sig í margar vikur fyrir frumsýningar og nemendur í skólum landsins undirbúa sig nótt sem nýtan dag fyrir mikilvæg próf. Í öllum þessum tilvikum þurfa alls konar aðilar „á bak við tjöldin“ að taka hlutverk sitt mjög alvarlega til þess að allt gangi upp. Það er þess vegna ekkert smámál að stærstur hluti 9. bekkinga hafi orðið fyrir því í vikunni, eftir margra vikna undirbúning og stress, að tölvukerfið í kringum samræmt próf í íslensku klikkaði þegar á hólminn var komið.Aðili brást Menntamálastofnun, sem ber ábyrgð á framkvæmd prófsins, var fljót að benda á sökudólginn. Það var hinn sívinsæli blóraböggull „þjónustuaðili“ sem klikkaði. Svo virðist sem „þjónustuaðila“ hafi láðst að stilla netkerfið þannig að það þyldi fullkomlega fyrirsjáanlegt álag þennan daginn. Þegar hlutir fara úrskeiðis þá virðist það merkilega oft vera þessum „þjónustuaðila“ að kenna því oftast ríkir ágæt sátt milli stofnunar sem ber ábyrgð og „þjónustuaðila“ um að „þjónustuaðili“ taki á sig skammirnar svo lengi sem aldrei er sagt frá því hver hann er—því þá gæti komið í ljós að mistökin eigi sér flóknari rætur. Það er ekki nema þegar hlutirnir ganga sérstaklega vel að grímunni er svipt af „þjónustuaðila“ og honum hampað. Annars er hann dálítið eins og grímuklædd ofurhetja með öfugum formerkjum—mætir ekki á svæðið til að bjarga málum en birtist alltaf til þess að taka á sig skammirnar þegar hlutir klúðrast og enginn vill taka ábyrgðina.Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Sjá meira
Spennustig þjóðarinnar var hátt á laugardagskvöldið þegar úrslit í undankeppni Eurovision fóru fram í Laugardalshöll. Sýningin var öll hin glæsilegasta, fagmennska í hverju handtaki hjá flytjendum, kynnum og auðvitað öllu tækniliðinu á bak við tjöldin sem gerði hina snurðulausu útsendingu mögulega. Það er ekki sjálfgefið að svona sýning gangi upp. Tæknimenn Sjónvarpsins hafa því örugglega verið fegnir þegar útsendingu lauk. Á bak við svona sýningu er margra vikna skipulag, undirbúningur og vinna. Það þarf að hugsa fyrir hverju einasta smáatriði og jafnvel minnsta yfirsjón getur sett allt í uppnám. Það má nefnilega bóka að á bak við hverja einustu vandræðalegu afsökun hjá prúðbúnum kynnum í beinni útsendingu um að „tæknin sé nú eitthvað að stríða okkur“ sé tæknimaður að svitna gegnum stuttermabolinn. Þótt mannslíf séu ekki í húfi þá felst nefnilega umtalsverð ábyrgð í því að tryggja að allt gangi upp bak við tjöldin á stórum viðburðum. Ef hlutirnir fara úr skorðum er ekki bara verið að bregðast samstarfsfólki heldur öllum þeim sem hafa ákveðið að verja sínum dýrmæta tíma til þess að fylgjast með skemmtuninni. En sem betur fer voru engir sýnilegir hnökrar á útsendingunni á laugardagskvöldið. Tæknifólkið hefur því getað losað um frumsýningarspennuna að lokinni útsendingu með því að óska hvert öðru til hamingju og skála svo í dósabjór. Þannig týpur ætlast ekki til þess að vera hampað þótt allt gangi að óskum.Ekkert klúður Sjokkið kom daginn eftir. Fréttir fóru að berast um að hugsanlega hafi verið misbrestur á rafrænni talningu atkvæða í símakosningunni. Hjartað hefur þá farið að hamast í þeim sem báru ábyrgð á rafrænu kjörkössunum. Gat verið að svipað klúður hafi átt sér stað eins og á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra? Þá var La La Land tilkynnt sem besta myndin en aðstandendurnir þurftu svo að skila styttunni eftir hjartnæmar þakkarræður því fulltrúi PWC hafði ekki sett rétt umslag í hendurnar á kynnunum, það var kvikmyndin Moonlight sem raunverulega vann. Og þessi mistök eru það eina sem nokkur man af þessari hátíð. Það hefði verið fremur hallærislegt ef öll tilfinningaríku fagnaðarópin og einlægu viðtölin eftir að tilkynnt var um sigur Ara hefðu bara verið byggð á einhverjum misskilningi. Og það sem verra er—öll hin frábæra vinna við undirbúning og framkvæmd kvöldsins hefði fallið algjörlega í skuggann af mistökunum. Þjóðin beið því spennt á meðan málið var rannsakað. Eftir rúman sólarhring tilkynnti Vodafone með stolti að ekkert óeðlilegt hefði átt sér stað í atkvæðagreiðslunni og að öll atkvæði hefðu skilað sér. Öll þjóðin gat varpað öndinni léttar, og sérstaklega aðstandendur keppninnar og þeir sem báru ábyrgð á atkvæðagreiðslunni.Ekki smámál En það er auðvitað víðar en í Eurovision sem fólk leggur hart að sér til þess að skipuleggja viðburði þar sem ekkert má út af bregða. Þeir sem leggja stund á spretthlaup eyða mörgum árum í að æfa sig fyrir keppni sem tekur tíu sekúndur, leikarar æfa sig í margar vikur fyrir frumsýningar og nemendur í skólum landsins undirbúa sig nótt sem nýtan dag fyrir mikilvæg próf. Í öllum þessum tilvikum þurfa alls konar aðilar „á bak við tjöldin“ að taka hlutverk sitt mjög alvarlega til þess að allt gangi upp. Það er þess vegna ekkert smámál að stærstur hluti 9. bekkinga hafi orðið fyrir því í vikunni, eftir margra vikna undirbúning og stress, að tölvukerfið í kringum samræmt próf í íslensku klikkaði þegar á hólminn var komið.Aðili brást Menntamálastofnun, sem ber ábyrgð á framkvæmd prófsins, var fljót að benda á sökudólginn. Það var hinn sívinsæli blóraböggull „þjónustuaðili“ sem klikkaði. Svo virðist sem „þjónustuaðila“ hafi láðst að stilla netkerfið þannig að það þyldi fullkomlega fyrirsjáanlegt álag þennan daginn. Þegar hlutir fara úrskeiðis þá virðist það merkilega oft vera þessum „þjónustuaðila“ að kenna því oftast ríkir ágæt sátt milli stofnunar sem ber ábyrgð og „þjónustuaðila“ um að „þjónustuaðili“ taki á sig skammirnar svo lengi sem aldrei er sagt frá því hver hann er—því þá gæti komið í ljós að mistökin eigi sér flóknari rætur. Það er ekki nema þegar hlutirnir ganga sérstaklega vel að grímunni er svipt af „þjónustuaðila“ og honum hampað. Annars er hann dálítið eins og grímuklædd ofurhetja með öfugum formerkjum—mætir ekki á svæðið til að bjarga málum en birtist alltaf til þess að taka á sig skammirnar þegar hlutir klúðrast og enginn vill taka ábyrgðina.Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun