Þegar ríkið gefur með annarri og tekur með hinni Ásta Hlín Magnúsdóttir og Elísabet D. Sveinsdóttir og Óttar Már Kárason skrifa 20. febrúar 2018 11:39 Um daginn var Borgarfjörður eystri tekinn inn í verkefnið Brothættar byggðir sem Byggðastofnun hefur yfirumsjón með. Verkefnið hefur verið í gangi hjá Byggðastofnun síðan 2012 þegar það fór af stað á Raufarhöfn en hugmyndafræðin snýst um að virkja íbúa brothættra byggða til þátttöku og vinna með þeim tillögur til úrbóta til að stöðva viðvarandi fólksfækkun. Við erum alveg viss um að verkefnið muni bera árangur og einhver snilld gerist á Borgarfirði á næstu árum. Enda er dásamlegt að vera hér og Borgfirðingar bjartsýnir eftir frábært íbúaþing þar sem myndaðist ótrúlegur kraftur og samstaða. Flestir gera sér líka grein fyrir að það gerist ekkert nema með samvinnu. Íbúar verða að taka sig saman og vinna að þessu verkefni sem heild. En er það nóg? Í gær tóku Borgfirðingar sig saman í Njarðvíkurskriðunum til þess að mótmæla óboðlegum vegsamgöngum og hreinlega að byrja sjálfir á vegaframkvæmdum til þess að eitthvað verði gert. Byggðastofnun er ríkisstofnun. Sem sagt; ríkið vill fjárfesta í að gera Borgarfjörð að betri búsetukosti. Sem er flott. Ríkið er hins vegar stórt og hefur marga arma sem aðhafast misjafnt. Á meðan Byggðastofnun ráðstafar sínum fjármunum í að byggja upp á Borgarfirði hverfa aðrir armar ríkisins. Við ítrekum að við erum mjög ánægð og bjartsýn með verkefnið en það mikilvægasta sem samfélag þarf til að halda lífi er samt grunnþjónusta og innviðir. Vegsamgöngur sem standast nútíma kröfur eru nauðsynlegir innviðir, grunnþjónusta sem ríkið á að tryggja. Vegurinn til Borgarfjarðar stenst ekki nútímakröfur. Árum saman hefur það verið á langtíma plani að leggja bundið slitlag á Borgarfjarðarveg. Árum saman hefur því verið frestað. Íbúum hefur fækkað smám saman á meðan samkeppnishæfni atvinnulífsins minnkar vegna bágra samgangna. Úrbótum er frestað, fólki fækkar. Á endanum sér ríkið að eitthvað þarf að gera til að fólki haldi ekki áfram að fækka og hrindir af stað átaksverkefni með Byggðastofnun. Heldur samt áfram að fresta samgöngubótum. Það er ekki erfitt að færa rök fyrir mikilvægi þess að leggja bundið slitlag um borgarfjarðarveg sem fyrst. Borgfirðingar þurfa að sækja nánast alla þjónustu um þennan veg allan ársins hring þar sem hvorki er verslun né heilbrigðisþjónusta í heimabyggð. Borgarfjörður eystra er eini þéttbýlisstaður landsins sem ekki hefur tengingu við annan þéttbýlisstað með bundnu slitlagi. Um borgarfjarðarveg fara 300-400 bílar að meðaltali á dag að sumarlagi þegar fjöldi ferðamanna sækir fjörðinn heim en ferðaþjónusta er meðal aðal atvinnugreina á staðnum. Vegurinn er nú í hræðilegu ásigkomulagi og dæmi um að bílaleigur hreinlega banni viðskiptavinum sínum að fara til Borgarfjarðar vegna þess. Ferðamenn á eigin vegum hefur líka snúið við á þegar þeir sjá frammá að eyðileggja bíla eða aftaní vagna. Nú stendur til að leggja ljósleiðara og þriggja fasa rafmagn um svæðið og eðlilegast væri að gera það samhliða vegaframkvæmdum. Ef beðið verður með vegaframkvæmdir er líklegt að strengur í jörðu trufli þær auk þess sem og mikil samlegðaráhrif hljóta að vera með því að gera bæði samtímis. Í gær átti eftir að leggja 28 kílómetra af bundnu slitlagi, í dag erum við byrjuð að steypa og bara 27,999 km eftir. Við vonum að ríkið taki við sem fyrst og tryggi okkur þá innviði sem byggðin okkar þarf til að lifa af. Innviðalaus byggð er dæmd til að vera brothætt. Það er mjög gott að við skulum ætla að hjálpa Borgarfirði að verða betri og hætta að vera brothættur. En á meðan ríkið gefur með annarri mætti það gjarnan hætta að taka með hinni. Ásta Hlín Magnúsdóttir Elísabet D. Sveinsdóttir Óttar Már Kárason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Um daginn var Borgarfjörður eystri tekinn inn í verkefnið Brothættar byggðir sem Byggðastofnun hefur yfirumsjón með. Verkefnið hefur verið í gangi hjá Byggðastofnun síðan 2012 þegar það fór af stað á Raufarhöfn en hugmyndafræðin snýst um að virkja íbúa brothættra byggða til þátttöku og vinna með þeim tillögur til úrbóta til að stöðva viðvarandi fólksfækkun. Við erum alveg viss um að verkefnið muni bera árangur og einhver snilld gerist á Borgarfirði á næstu árum. Enda er dásamlegt að vera hér og Borgfirðingar bjartsýnir eftir frábært íbúaþing þar sem myndaðist ótrúlegur kraftur og samstaða. Flestir gera sér líka grein fyrir að það gerist ekkert nema með samvinnu. Íbúar verða að taka sig saman og vinna að þessu verkefni sem heild. En er það nóg? Í gær tóku Borgfirðingar sig saman í Njarðvíkurskriðunum til þess að mótmæla óboðlegum vegsamgöngum og hreinlega að byrja sjálfir á vegaframkvæmdum til þess að eitthvað verði gert. Byggðastofnun er ríkisstofnun. Sem sagt; ríkið vill fjárfesta í að gera Borgarfjörð að betri búsetukosti. Sem er flott. Ríkið er hins vegar stórt og hefur marga arma sem aðhafast misjafnt. Á meðan Byggðastofnun ráðstafar sínum fjármunum í að byggja upp á Borgarfirði hverfa aðrir armar ríkisins. Við ítrekum að við erum mjög ánægð og bjartsýn með verkefnið en það mikilvægasta sem samfélag þarf til að halda lífi er samt grunnþjónusta og innviðir. Vegsamgöngur sem standast nútíma kröfur eru nauðsynlegir innviðir, grunnþjónusta sem ríkið á að tryggja. Vegurinn til Borgarfjarðar stenst ekki nútímakröfur. Árum saman hefur það verið á langtíma plani að leggja bundið slitlag á Borgarfjarðarveg. Árum saman hefur því verið frestað. Íbúum hefur fækkað smám saman á meðan samkeppnishæfni atvinnulífsins minnkar vegna bágra samgangna. Úrbótum er frestað, fólki fækkar. Á endanum sér ríkið að eitthvað þarf að gera til að fólki haldi ekki áfram að fækka og hrindir af stað átaksverkefni með Byggðastofnun. Heldur samt áfram að fresta samgöngubótum. Það er ekki erfitt að færa rök fyrir mikilvægi þess að leggja bundið slitlag um borgarfjarðarveg sem fyrst. Borgfirðingar þurfa að sækja nánast alla þjónustu um þennan veg allan ársins hring þar sem hvorki er verslun né heilbrigðisþjónusta í heimabyggð. Borgarfjörður eystra er eini þéttbýlisstaður landsins sem ekki hefur tengingu við annan þéttbýlisstað með bundnu slitlagi. Um borgarfjarðarveg fara 300-400 bílar að meðaltali á dag að sumarlagi þegar fjöldi ferðamanna sækir fjörðinn heim en ferðaþjónusta er meðal aðal atvinnugreina á staðnum. Vegurinn er nú í hræðilegu ásigkomulagi og dæmi um að bílaleigur hreinlega banni viðskiptavinum sínum að fara til Borgarfjarðar vegna þess. Ferðamenn á eigin vegum hefur líka snúið við á þegar þeir sjá frammá að eyðileggja bíla eða aftaní vagna. Nú stendur til að leggja ljósleiðara og þriggja fasa rafmagn um svæðið og eðlilegast væri að gera það samhliða vegaframkvæmdum. Ef beðið verður með vegaframkvæmdir er líklegt að strengur í jörðu trufli þær auk þess sem og mikil samlegðaráhrif hljóta að vera með því að gera bæði samtímis. Í gær átti eftir að leggja 28 kílómetra af bundnu slitlagi, í dag erum við byrjuð að steypa og bara 27,999 km eftir. Við vonum að ríkið taki við sem fyrst og tryggi okkur þá innviði sem byggðin okkar þarf til að lifa af. Innviðalaus byggð er dæmd til að vera brothætt. Það er mjög gott að við skulum ætla að hjálpa Borgarfirði að verða betri og hætta að vera brothættur. En á meðan ríkið gefur með annarri mætti það gjarnan hætta að taka með hinni. Ásta Hlín Magnúsdóttir Elísabet D. Sveinsdóttir Óttar Már Kárason
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun