Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. febrúar 2018 06:00 Enn eitt barnið fær meðferð á bráðabirgðasjúkrahúsi í Austur-Ghouta eftir loftárásir Assad-liða. Vísir/AFP Loftárásir á Austur-Ghouta í Sýrlandi héldu áfram í gær og rigndi sprengjum úr flugvélum hermanna á bandi Bashars al-Assad Sýrlandsforseta yfir uppreisnarmenn og almenna borgara. Meðal annars var ráðist á bæinn Douma þar sem að minnsta kosti 46 fórust. Að minnsta kosti 403 hafa farist í þessari hrinu árásanna sem hófst á sunnudag og var tæplega helmingur á barnsaldri að því er bresku samtökin Syrian Observatory for Human Rights greina frá. Aukinn þungi færðist í árásir stjórnarhersins og annarra bandamanna Assads á Austur-Ghouta á sunnudag en svæðið er síðasta stóra vígi uppreisnarmanna nærri höfuðborginni Damaskus og umkringt landsvæðum undir yfirráðum ríkisstjórnarinnar. Eru því um 400.000 almennir borgarar innlyksa í Austur-Ghouta og líða þeir mikinn skort. Í árásum undanfarinna daga hafa sprengjur til að mynda hæft á annan tug sjúkrahúsa. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í gær og ræddi drög að ályktun um þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. Vassily Alekseevich Nebenzia, fulltrúi Rússa í ráðinu, sagði á fundinum að ekki væri hægt að samþykkja drögin óbreytt.Sjá einnig: Unicef orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Drögin gera ráð fyrir vopnahléi þremur sólarhringum eftir samþykkt og að það myndi ekki ná til ISIS, al-Kaída og al-Nusra. Rússar, helstu bandamenn Assad, vilja hins vegar að það nái ekki heldur til Tahrir al-Sham, hreyfingar með tengsl við al-Kaída sem fyrirfinnst í Austur-Ghouta. Austur-Ghouta telst nú þegar átakalaust svæði með þessari sömu undantekningu og Rússar krefjast. Þrátt fyrir það hafa Assad-liðar almennra borgara í Austur-Ghouta og segja uppreisnarmenn að Assad-liðar noti undantekninguna sem afsökun fyrir frekari árásum. Stríðið er þó víðar en í Austur-Ghouta þótt árásahrinan á íbúa héraðsins sé á meðal þeirra verstu í sjö ára sögu styrjaldarinnar. BBC birti í gær greiningu á stríðandi fylkingum á svæðinu og kemur þar fram að ríki sem liggja að Sýrlandi óttist sum mjög að dragast inn í stríðið. Í viðtali við miðilinn sagði Abbas Aragchi, aðstoðarutanríkisráðherra Írans, að óttinn við að enn stærra stríð brjótist út sé allsráðandi í þessum heimshluta.Bandaríkin enn örlítið á hliðarlínunni Íranar og Rússar eru þau tvö utanaðkomandi ríki sem hafa einna mest bein afskipti af gangi mála í Sýrlandi. Bæði ríkin styðja ríkisstjórn Assads og hafa sent hermenn til að berjast í átökunum. Íranar og Rússar hafa með þátttöku sinni aukið umsvif sín á sviði heimsstjórnmálanna allverulega. Til samanburðar hafa Bandaríkjamenn enn sem komið er ekki skorist í leikinn að fullu og sagði blaðamaður BBC að því hefðu þeir ekki náð að hafa teljandi áhrif á gang mála. Líkt og venjulega þegar Íranar taka þátt í átökum með beinum eða óbeinum hætti eru Sádi-Arabar á hinum endanum. Þeir styðja uppreisnarhreyfinguna og er um að ræða enn eitt leppstríðið í köldu stríði ríkjanna. Þau eiga eða hafa einnig átt í leppstríðum í Jemen, Barein, Írak, Afganistan, Pakistan, Katar og Líbanon. Með innrás sinni í Afrin-hérað Sýrlands fyrr á árinu hefur þátttaka Tyrkja aukist til muna. Þar leitast þeir við að hrekja sveitir sýrlenskra Kúrda á brott úr héraðinu. Bandaríkjamenn standa þó með Kúrdum og eru deilurnar flóknar því allir aðilar eru samherjar í baráttunni gegn ISIS og Bandaríkjamenn og Tyrkir eru í þokkabót samherjar í Atlantshafsbandalaginu. Til þess að bæta stöðu sína hafa Kúrdar svo beðið stjórnarherinn um aðstoð en Kúrdar hafa hingað til verið mótherjar Assad-liða. Birtist í Fréttablaðinu Katar Sýrland Tengdar fréttir Talið að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers á tveimur dögum Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að allt að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers sem gerðar hafa verið á Austur-Ghouta í Sýrlandi síðustu tvo daga. 20. febrúar 2018 23:27 UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna. 21. febrúar 2018 08:00 Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm. 22. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Loftárásir á Austur-Ghouta í Sýrlandi héldu áfram í gær og rigndi sprengjum úr flugvélum hermanna á bandi Bashars al-Assad Sýrlandsforseta yfir uppreisnarmenn og almenna borgara. Meðal annars var ráðist á bæinn Douma þar sem að minnsta kosti 46 fórust. Að minnsta kosti 403 hafa farist í þessari hrinu árásanna sem hófst á sunnudag og var tæplega helmingur á barnsaldri að því er bresku samtökin Syrian Observatory for Human Rights greina frá. Aukinn þungi færðist í árásir stjórnarhersins og annarra bandamanna Assads á Austur-Ghouta á sunnudag en svæðið er síðasta stóra vígi uppreisnarmanna nærri höfuðborginni Damaskus og umkringt landsvæðum undir yfirráðum ríkisstjórnarinnar. Eru því um 400.000 almennir borgarar innlyksa í Austur-Ghouta og líða þeir mikinn skort. Í árásum undanfarinna daga hafa sprengjur til að mynda hæft á annan tug sjúkrahúsa. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í gær og ræddi drög að ályktun um þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. Vassily Alekseevich Nebenzia, fulltrúi Rússa í ráðinu, sagði á fundinum að ekki væri hægt að samþykkja drögin óbreytt.Sjá einnig: Unicef orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Drögin gera ráð fyrir vopnahléi þremur sólarhringum eftir samþykkt og að það myndi ekki ná til ISIS, al-Kaída og al-Nusra. Rússar, helstu bandamenn Assad, vilja hins vegar að það nái ekki heldur til Tahrir al-Sham, hreyfingar með tengsl við al-Kaída sem fyrirfinnst í Austur-Ghouta. Austur-Ghouta telst nú þegar átakalaust svæði með þessari sömu undantekningu og Rússar krefjast. Þrátt fyrir það hafa Assad-liðar almennra borgara í Austur-Ghouta og segja uppreisnarmenn að Assad-liðar noti undantekninguna sem afsökun fyrir frekari árásum. Stríðið er þó víðar en í Austur-Ghouta þótt árásahrinan á íbúa héraðsins sé á meðal þeirra verstu í sjö ára sögu styrjaldarinnar. BBC birti í gær greiningu á stríðandi fylkingum á svæðinu og kemur þar fram að ríki sem liggja að Sýrlandi óttist sum mjög að dragast inn í stríðið. Í viðtali við miðilinn sagði Abbas Aragchi, aðstoðarutanríkisráðherra Írans, að óttinn við að enn stærra stríð brjótist út sé allsráðandi í þessum heimshluta.Bandaríkin enn örlítið á hliðarlínunni Íranar og Rússar eru þau tvö utanaðkomandi ríki sem hafa einna mest bein afskipti af gangi mála í Sýrlandi. Bæði ríkin styðja ríkisstjórn Assads og hafa sent hermenn til að berjast í átökunum. Íranar og Rússar hafa með þátttöku sinni aukið umsvif sín á sviði heimsstjórnmálanna allverulega. Til samanburðar hafa Bandaríkjamenn enn sem komið er ekki skorist í leikinn að fullu og sagði blaðamaður BBC að því hefðu þeir ekki náð að hafa teljandi áhrif á gang mála. Líkt og venjulega þegar Íranar taka þátt í átökum með beinum eða óbeinum hætti eru Sádi-Arabar á hinum endanum. Þeir styðja uppreisnarhreyfinguna og er um að ræða enn eitt leppstríðið í köldu stríði ríkjanna. Þau eiga eða hafa einnig átt í leppstríðum í Jemen, Barein, Írak, Afganistan, Pakistan, Katar og Líbanon. Með innrás sinni í Afrin-hérað Sýrlands fyrr á árinu hefur þátttaka Tyrkja aukist til muna. Þar leitast þeir við að hrekja sveitir sýrlenskra Kúrda á brott úr héraðinu. Bandaríkjamenn standa þó með Kúrdum og eru deilurnar flóknar því allir aðilar eru samherjar í baráttunni gegn ISIS og Bandaríkjamenn og Tyrkir eru í þokkabót samherjar í Atlantshafsbandalaginu. Til þess að bæta stöðu sína hafa Kúrdar svo beðið stjórnarherinn um aðstoð en Kúrdar hafa hingað til verið mótherjar Assad-liða.
Birtist í Fréttablaðinu Katar Sýrland Tengdar fréttir Talið að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers á tveimur dögum Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að allt að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers sem gerðar hafa verið á Austur-Ghouta í Sýrlandi síðustu tvo daga. 20. febrúar 2018 23:27 UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna. 21. febrúar 2018 08:00 Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm. 22. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Talið að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers á tveimur dögum Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að allt að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers sem gerðar hafa verið á Austur-Ghouta í Sýrlandi síðustu tvo daga. 20. febrúar 2018 23:27
UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna. 21. febrúar 2018 08:00
Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm. 22. febrúar 2018 08:00