Hún var stödd í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þegar hún lést þar sem hún var viðstödd brúðkaup frænda síns.
Sridevi hóf leiklistarferil sinn einungis fjögurra ára gömul og á ferli sínum lék hún í fleiri en 150 Bollywood-myndum, á fimm indverskum tungumálum. Hún var sögð vera ein af örfáum kvenkyns bollywood-stjörnum sem gátu tryggt velgengni Bollywood-mynda án þess að karlkyns söguhetja kæmi við sögu.
Hér fyrir neðan má sjá líflegt atriði úr myndinni Banjaran frá árinu 1991 þar sem Sridevi fer með aðalhlutverk.
Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, tjáði sig um andlát Sridevi á Twitter-síðu sinni og sagði að hann „harmaði ótímabæran dauða hinnar annáluðu Sridevi“. Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, hefur einnig tjáð sig um andlát Sridevi á Twitter, en hann hitti ofurstjörnuna á Indlandi nýverið. „Það er sorglegt að heyra af andláti þessarar ofboðslega hæfileikaríku leikkonu, skemmtikrafts og framleiðanda,“ sagði Khan á Twitter-síðu sinni.
Saddened by the untimely demise of noted actor Sridevi. She was a veteran of the film industry, whose long career included diverse roles and memorable performances. My thoughts are with her family and admirers in this hour of grief. May her soul rest in peace: PM @narendramodi
— PMO India (@PMOIndia) February 25, 2018