Versti árangur Bandaríkjanna á ÓL í 20 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 17:30 Lindsey Vonn var ein af þeim sem ætlaði sér meira. Vísir/EPA Bandaríkjamenn urðu aðeins í fjórða sæti á verðlaunalista vetrarólympíuleikanna í Pyeongchang og horfa nú til Norðmanna til að bæta sig fyrir næstu leika í Peking 2022. Bandaríkjamenn náðu ekki nema 62 prósent af verðlaunapeninga markmiðum sínum á Ólympíuleikunum í Pyeongchang sem lauk í gær. Árangurinn er því mikil vonbrigði fyrir bandaríska Ólympíusambandið.#TeamUSA! pic.twitter.com/RX25F1eG99 — U.S. Olympic Team (@TeamUSA) February 26, 2018 Bandaríska íþróttafólkið vann alls 23 verðlaun á leikunum en stefnan hafði verið sett á 37 verðlaun. Þetta er versti árangur Bandaríkjanamma í tuttugu ár eða síðan að þeir unnu „bara“ þrettán verðlaun á leikunum í Nagano 1998. Bandaríkjamenn urðu í fjórða sæti á verðlaunalistanum á eftir Noregi, Þýskalandi og Kanada. Bandaríkjamenn unnu alls níu gullverðlaun í Pyeongchang en Norðmenn og Þjóðverjar unnu fjórtán hvor þjóð.Here are the final medal table standings at the #PyeongChang2018 Winter Olympics. Both Germany and Norway finished with 14 golds each, but Norway's total haul of 39 medals -- a record for a single Winter Games -- sees them overhaul the Germans at the top. https://t.co/ozjMES9eqFpic.twitter.com/BiCIlvG4bs — CNN (@CNN) February 25, 2018 Árangur Norðmanna hefur vakið mikla athygli en norsku Ólympíufararnir stóðu sig stórkostlega á leikunum. Það fór ekki framhjá bandarísku Ólympíunefndinni. „Við munum horfa til annarra landa og komast að því hvað þau eru að gera. Eitt af því sem ég er mest forvitinn um er að fá að vita meira um er þessi framistaða Norðmanna. Þeir stóðu sig frábærlega og hafa alltaf staðið sig vel í því að undirbúa sitt íþróttafólk. Ég dáist af þeim fyrir það,“ sagði Alan Ashley, yfirmaður Ólympíuliðs Bandaríkjanna í Pyeongchang. „Ég dáist líka að íþróttafólki Norðmanna. Ég vil komast því hvað þau hafa verið að gera,“ sagði Alan Ashley. „Ég hef samt mikla trú á okkar fólki. Fólk getur vissulega talað um að við höfum ekki getað náð verðlaunafjöldanum sem við stefndum að en sjáið bara breiddina í okkar liði. Sjáið allt íþróttafólkið okkar sem var í fjórða til sjötta sæti í sínum greinum. Við vorum með 35 sem voru í þessum sæti og grátlega nálægt því að komast á verðlaunapallinn,“ sagði Ashley. Norðmenn kláruðu hinsvegar dæmið, komust 39 sinnum á pall og settu nýtt met á vetrarólympíuleikum..Congratulations to Team Norway for winning the most number of medals by a single team in the history of the Games at the PyeongChang 2018 Winter Olympics. #MondayMotivation#PyeongChang2018#Norway#breakingrecordspic.twitter.com/MSGIV7q1zv — Sahara Group (@iamsaharagroup) February 26, 2018 To put the winter #olympics#medalcount into perspective, #TeamUSA had the most medals in 1932. Whereas, #Norway had the most medals in 1924, 1928, 1936, 1948, 1952, 1968, 2002, and 2018. pic.twitter.com/0KE4urIu1R — David Wargin (@dnwargin) February 25, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Sjá meira
Bandaríkjamenn urðu aðeins í fjórða sæti á verðlaunalista vetrarólympíuleikanna í Pyeongchang og horfa nú til Norðmanna til að bæta sig fyrir næstu leika í Peking 2022. Bandaríkjamenn náðu ekki nema 62 prósent af verðlaunapeninga markmiðum sínum á Ólympíuleikunum í Pyeongchang sem lauk í gær. Árangurinn er því mikil vonbrigði fyrir bandaríska Ólympíusambandið.#TeamUSA! pic.twitter.com/RX25F1eG99 — U.S. Olympic Team (@TeamUSA) February 26, 2018 Bandaríska íþróttafólkið vann alls 23 verðlaun á leikunum en stefnan hafði verið sett á 37 verðlaun. Þetta er versti árangur Bandaríkjanamma í tuttugu ár eða síðan að þeir unnu „bara“ þrettán verðlaun á leikunum í Nagano 1998. Bandaríkjamenn urðu í fjórða sæti á verðlaunalistanum á eftir Noregi, Þýskalandi og Kanada. Bandaríkjamenn unnu alls níu gullverðlaun í Pyeongchang en Norðmenn og Þjóðverjar unnu fjórtán hvor þjóð.Here are the final medal table standings at the #PyeongChang2018 Winter Olympics. Both Germany and Norway finished with 14 golds each, but Norway's total haul of 39 medals -- a record for a single Winter Games -- sees them overhaul the Germans at the top. https://t.co/ozjMES9eqFpic.twitter.com/BiCIlvG4bs — CNN (@CNN) February 25, 2018 Árangur Norðmanna hefur vakið mikla athygli en norsku Ólympíufararnir stóðu sig stórkostlega á leikunum. Það fór ekki framhjá bandarísku Ólympíunefndinni. „Við munum horfa til annarra landa og komast að því hvað þau eru að gera. Eitt af því sem ég er mest forvitinn um er að fá að vita meira um er þessi framistaða Norðmanna. Þeir stóðu sig frábærlega og hafa alltaf staðið sig vel í því að undirbúa sitt íþróttafólk. Ég dáist af þeim fyrir það,“ sagði Alan Ashley, yfirmaður Ólympíuliðs Bandaríkjanna í Pyeongchang. „Ég dáist líka að íþróttafólki Norðmanna. Ég vil komast því hvað þau hafa verið að gera,“ sagði Alan Ashley. „Ég hef samt mikla trú á okkar fólki. Fólk getur vissulega talað um að við höfum ekki getað náð verðlaunafjöldanum sem við stefndum að en sjáið bara breiddina í okkar liði. Sjáið allt íþróttafólkið okkar sem var í fjórða til sjötta sæti í sínum greinum. Við vorum með 35 sem voru í þessum sæti og grátlega nálægt því að komast á verðlaunapallinn,“ sagði Ashley. Norðmenn kláruðu hinsvegar dæmið, komust 39 sinnum á pall og settu nýtt met á vetrarólympíuleikum..Congratulations to Team Norway for winning the most number of medals by a single team in the history of the Games at the PyeongChang 2018 Winter Olympics. #MondayMotivation#PyeongChang2018#Norway#breakingrecordspic.twitter.com/MSGIV7q1zv — Sahara Group (@iamsaharagroup) February 26, 2018 To put the winter #olympics#medalcount into perspective, #TeamUSA had the most medals in 1932. Whereas, #Norway had the most medals in 1924, 1928, 1936, 1948, 1952, 1968, 2002, and 2018. pic.twitter.com/0KE4urIu1R — David Wargin (@dnwargin) February 25, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Sjá meira