Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 19:09 Veðurstofan varaði fólk fyrr í mánuðinum við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli, suðvestur úr Hofsjökli, án gasmælitækis. Brennisteinsvetni hafi þar mælst hátt sem geti valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum. Mynd/Alta.is Björgunarsveitir á Suður- og Norðurlandi hafa verið kallaðar út til leitar að manni í Hofsjökli. Samkvæmt heimildum fréttastofu týndist maðurinn í nýfundum íshelli á jöklinum og er þyrla Landhelgisgæslunnar á leið á staðinn. Veðurstofa hefur varað við ferðum í þennan helli. Þyrlan var úti fyrir Vestfjörðum þegar útkallið kom og fer þaðan á vettvang. Hún kom við á Ísafirði og sótti kafara sem fara beint á vettvang og er búist við því að þyrlan lendi um klukkan 19:30. Það er ekki vitað hvort maðurinn hafi fallið í hellinum eða hvort hann hafi lent í brennisteinsvetni og misst meðvitund. Þetta staðfestir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi í samtali við fréttastofu. Veðurstofan varaði fólk fyrr í mánuðinum við að fara inn í þennan nýfundna íshelli í Blágnípujökli, suðvestur úr Hofsjökli, án gasmælitækis. Brennisteinsvetni hafi þar mælst hátt sem geti valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum. „Auk hættu af eitruðum lofttegundum skal bent á að ísflekar virðast sums staðar hanga lausir í lofti hellisins og getur því verið hættulegt að fara þar um,“ sagði meðal annars í tilkynningu Veðurstofu. Sjá einnig: Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfesti í samtali við Vísi að leitin væri á svæðinu við þennan ákveðna íshelli sem varað var við og að Björgunarsveitir hafi verið beðnar að koma sér á svæðið með miklum hraði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að athuga með að senda aðra þyrlu á vettvang og með henni reykkafara frá Reykjavík. Samkvæmt heimildum Vísis eru aðstæður á vettvangi eru mjög erfiðar. Mjög þungfært er á svæðinu og snjóað hefur inn í hellinn. Maðurinn var í skipulagðri ferð í hellinum þegar hann týndist. Uppfært kl: 19:35 Lögreglan á Suðurlandi var að senda frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna leitarinnar. „Björgunarsveitir af Norður- og Suðurlandi ásamt þyrlu LHG með reykkafara frá Ísafirði eru nú á leið í íshelli í suðvestanverðum Hofsjökli. Þar er nú leitað að einum manni sem mun hafa farið inn í hellinn en ekki skilað sér þaðan aftur. Aðgerðin er umfangsmikil en öll vinna í hellinum mun þurfa að fara fram með aðfluttu lofti til björgunarmanna vegna hárra gilda SO2 Útkallið kom til lögreglunnar á Suðurlandi um kl. 18:00 í dag frá samferðafólki mannsins. Gert er ráð fyrir að fyrstu björgunarmenn verði komnir á staðinn með þyrlunni kl. 19:30 en gripið var til þess ráðs að manna hana með reykköfurum frá Ísafirði vegna þess að hún var stödd þar þegar útkallið kom. Ekki er vitað hvað veldur því að maðurinn skilar sér ekki til baka úr hellinum. Frekari upplýsingar verða settar hér inn eftir því sem mögulegt er.“ Banaslys í íshelli á Hofsjökli Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Veðurstofan hefur varað fólk við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli vegna eitraðra lofttegunda í hellinum. 15. febrúar 2018 12:57 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Björgunarsveitir á Suður- og Norðurlandi hafa verið kallaðar út til leitar að manni í Hofsjökli. Samkvæmt heimildum fréttastofu týndist maðurinn í nýfundum íshelli á jöklinum og er þyrla Landhelgisgæslunnar á leið á staðinn. Veðurstofa hefur varað við ferðum í þennan helli. Þyrlan var úti fyrir Vestfjörðum þegar útkallið kom og fer þaðan á vettvang. Hún kom við á Ísafirði og sótti kafara sem fara beint á vettvang og er búist við því að þyrlan lendi um klukkan 19:30. Það er ekki vitað hvort maðurinn hafi fallið í hellinum eða hvort hann hafi lent í brennisteinsvetni og misst meðvitund. Þetta staðfestir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi í samtali við fréttastofu. Veðurstofan varaði fólk fyrr í mánuðinum við að fara inn í þennan nýfundna íshelli í Blágnípujökli, suðvestur úr Hofsjökli, án gasmælitækis. Brennisteinsvetni hafi þar mælst hátt sem geti valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum. „Auk hættu af eitruðum lofttegundum skal bent á að ísflekar virðast sums staðar hanga lausir í lofti hellisins og getur því verið hættulegt að fara þar um,“ sagði meðal annars í tilkynningu Veðurstofu. Sjá einnig: Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfesti í samtali við Vísi að leitin væri á svæðinu við þennan ákveðna íshelli sem varað var við og að Björgunarsveitir hafi verið beðnar að koma sér á svæðið með miklum hraði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að athuga með að senda aðra þyrlu á vettvang og með henni reykkafara frá Reykjavík. Samkvæmt heimildum Vísis eru aðstæður á vettvangi eru mjög erfiðar. Mjög þungfært er á svæðinu og snjóað hefur inn í hellinn. Maðurinn var í skipulagðri ferð í hellinum þegar hann týndist. Uppfært kl: 19:35 Lögreglan á Suðurlandi var að senda frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna leitarinnar. „Björgunarsveitir af Norður- og Suðurlandi ásamt þyrlu LHG með reykkafara frá Ísafirði eru nú á leið í íshelli í suðvestanverðum Hofsjökli. Þar er nú leitað að einum manni sem mun hafa farið inn í hellinn en ekki skilað sér þaðan aftur. Aðgerðin er umfangsmikil en öll vinna í hellinum mun þurfa að fara fram með aðfluttu lofti til björgunarmanna vegna hárra gilda SO2 Útkallið kom til lögreglunnar á Suðurlandi um kl. 18:00 í dag frá samferðafólki mannsins. Gert er ráð fyrir að fyrstu björgunarmenn verði komnir á staðinn með þyrlunni kl. 19:30 en gripið var til þess ráðs að manna hana með reykköfurum frá Ísafirði vegna þess að hún var stödd þar þegar útkallið kom. Ekki er vitað hvað veldur því að maðurinn skilar sér ekki til baka úr hellinum. Frekari upplýsingar verða settar hér inn eftir því sem mögulegt er.“
Banaslys í íshelli á Hofsjökli Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Veðurstofan hefur varað fólk við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli vegna eitraðra lofttegunda í hellinum. 15. febrúar 2018 12:57 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Veðurstofan hefur varað fólk við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli vegna eitraðra lofttegunda í hellinum. 15. febrúar 2018 12:57