Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Atli Ísleifsson skrifar 15. febrúar 2018 12:57 Íshellirinn sem um ræðir er 150 metra djúpur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Veðurstofan hefur varað fólk við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli, suðvestur úr Hofsjökli, án gasmælitækis. Brennisteinsvetni hafi þar mælst hátt sem geti valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum. Í tilkynningu Veðurstofu segir að framan við jökulinn séu nýleg merki umbrota sem þarna urðu haustið 2017. Lítið jökulhlaup hafi brotist undan jöklinum og skilið eftir jakadreif, sem nái nokkur hundruð metra fram fyrir jökuljaðarinn. Ekki sjáist merki hlaupsins á vatnshæðarmælum eða skjálftamælum.150 metra djúpur „Hópur jeppamanna fór á staðinn 3. febrúar og gengu leiðangursmenn inn í botn íshellisins, sem er um 150 m langur. Þeir höfðu meðferðis gasmælitæki sem skráði styrk súrefnis, kolmónoxíðs, brennisteinsvetnis (H2S) og brennisteinsdíoxíðs (SO2). Brennisteinsfýla fannst í hellinum og innst í honum mældist styrkur H2S um 60 ppm. Slíkur styrkur getur valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum ef dvalið er eina klukkustund eða lengur í svo menguðu lofti. Þess ber einnig að geta að fyrir 15 árum sást ketill myndaður af jarðhita á svipuðum stað í jöklinum og var þá mjög sterk brennisteinslykt á svæðinu. Ekki er því hægt að útiloka að virknin í hellinum færist í aukana. Rétt er að benda á að ofan við 20 ppm styrk brennisteinsvetnis (H2S) hætta margir að finna lyktina af því og ef styrkurinn fer yfir 100 ppm er lífshætta á ferðum. Því er óráðlegt að fara inn í þennan helli nema hafa með sér gasmælitæki sem gefur til kynna hvort styrkur hættulegra gastegunda sé yfir viðmiðunarmörkum. Auk hættu af eitruðum lofttegundum skal bent á að ísflekar virðast sums staðar hanga lausir í lofti hellisins og getur því verið hættulegt að fara þar um,“ segir í tilkynningu. Sérstaklega er bent á skýrslu á vef Vatnajökulsþjóðgarðs um sumar helstu hættur sem varast ber í íshellum. Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Veðurstofan hefur varað fólk við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli, suðvestur úr Hofsjökli, án gasmælitækis. Brennisteinsvetni hafi þar mælst hátt sem geti valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum. Í tilkynningu Veðurstofu segir að framan við jökulinn séu nýleg merki umbrota sem þarna urðu haustið 2017. Lítið jökulhlaup hafi brotist undan jöklinum og skilið eftir jakadreif, sem nái nokkur hundruð metra fram fyrir jökuljaðarinn. Ekki sjáist merki hlaupsins á vatnshæðarmælum eða skjálftamælum.150 metra djúpur „Hópur jeppamanna fór á staðinn 3. febrúar og gengu leiðangursmenn inn í botn íshellisins, sem er um 150 m langur. Þeir höfðu meðferðis gasmælitæki sem skráði styrk súrefnis, kolmónoxíðs, brennisteinsvetnis (H2S) og brennisteinsdíoxíðs (SO2). Brennisteinsfýla fannst í hellinum og innst í honum mældist styrkur H2S um 60 ppm. Slíkur styrkur getur valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum ef dvalið er eina klukkustund eða lengur í svo menguðu lofti. Þess ber einnig að geta að fyrir 15 árum sást ketill myndaður af jarðhita á svipuðum stað í jöklinum og var þá mjög sterk brennisteinslykt á svæðinu. Ekki er því hægt að útiloka að virknin í hellinum færist í aukana. Rétt er að benda á að ofan við 20 ppm styrk brennisteinsvetnis (H2S) hætta margir að finna lyktina af því og ef styrkurinn fer yfir 100 ppm er lífshætta á ferðum. Því er óráðlegt að fara inn í þennan helli nema hafa með sér gasmælitæki sem gefur til kynna hvort styrkur hættulegra gastegunda sé yfir viðmiðunarmörkum. Auk hættu af eitruðum lofttegundum skal bent á að ísflekar virðast sums staðar hanga lausir í lofti hellisins og getur því verið hættulegt að fara þar um,“ segir í tilkynningu. Sérstaklega er bent á skýrslu á vef Vatnajökulsþjóðgarðs um sumar helstu hættur sem varast ber í íshellum.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira