Starfshópur um mætingu í Pepsi deildinni aðeins hist einu sinni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 17:45 Haraldur Haraldsson, formaður Íslensks toppfótbolta og framkvæmdastjóri Víkings R., var í viðtali í Akraborginni í dag þar sem hann ræddi meðal annars um starfshóp vegna dræmrar mætingar á leiki í Pepsi deildinni síðasta sumar. „Við reyndum að stofna markaðsnefnd um það síðasta sumar, hún hittist einu sinni og svo búið,“ sagði Haraldur í Akraborginni á X-inu. „Nú eru bara tveir og hálfur mánuður í Íslandsmót, það er mjög stuttur tími.“Nefndin, eða svokallaður starfshópur, var stofnaður síðasta sumar og átti að finna lausnir við dræmri mætingu. Mætingin hefur verið á niðurleið í þó nokkurn tíma. Eftir tímabilið 2016 var ljost að mæting var á niðurleið og var tóninn gefinn strax eftir fyrstu umferð síðasta tímabils þegar 3000 áhorfendum munaði frá fyrstu umferð 2016. „Menn benda á margar skýringar; mikið af sjónvarpsútsendingum og verðið var umdeilt. Við erum búnir að vera með þetta í vinnslu hjá okkur. Til dæmis hugmyndir um passa sem gilda á alla leiki en til þess að það gangi upp þarf að útbúa á öllum völlum skanna sem geta lesið kortin svo þau hleypi bara einum manni inn en þú getir ekki rétt svo næsta manni kortið.“ KSÍ skipaði nefndina með Rúnar Vífil Arnarsson í forsvari og segir Haraldur að frumkvæðið verði að koma frá KSÍ, þeir séu með réttindin á öllum markaðsmálum. „Við höfðum miklar væntingar en við ætlum að koma þessu af stað aftur núna og þurfum að vinna mjög hratt.“ „Þetta er gott dæmi um það að grasrótin sé að gleymast og þetta er allt landsliðsmiðað, sem er einn af þeim hlutum sem við erum ósáttir með.“ Hann segir þó að ÍTF eigi líka sök að máli og taki ábyrgð á því. Ekki liggji fyrir ein einasta tillaga að úrbótum á mætingunni fyrir næsta tímabil en ÍTF vill fá nefndina saman eins fljótt og hægt er. Aðspurður hvort það kæmi til greina að lækka miðaverð þá sagði Haraldur það vera í höndum félaganna. Það var í handbók leikja hjá KSÍ að viðmiðið væri 2000 krónur á síðasta tímabili en Samkeppniseftirlitið taldi það vera brot á samkeppnislögum og því mun engin slík viðmiðun verða á nýju tímabili. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ruglað miðaverð KSÍ og íslenskur toppfótbolti eru ekki að lesa leikinn rétt. Á síðasta tímabili varð hrun í áhorfendafjölda þegar innan við þúsund manns mættu að meðaltali. 2. maí 2017 07:00 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Haraldur Haraldsson, formaður Íslensks toppfótbolta og framkvæmdastjóri Víkings R., var í viðtali í Akraborginni í dag þar sem hann ræddi meðal annars um starfshóp vegna dræmrar mætingar á leiki í Pepsi deildinni síðasta sumar. „Við reyndum að stofna markaðsnefnd um það síðasta sumar, hún hittist einu sinni og svo búið,“ sagði Haraldur í Akraborginni á X-inu. „Nú eru bara tveir og hálfur mánuður í Íslandsmót, það er mjög stuttur tími.“Nefndin, eða svokallaður starfshópur, var stofnaður síðasta sumar og átti að finna lausnir við dræmri mætingu. Mætingin hefur verið á niðurleið í þó nokkurn tíma. Eftir tímabilið 2016 var ljost að mæting var á niðurleið og var tóninn gefinn strax eftir fyrstu umferð síðasta tímabils þegar 3000 áhorfendum munaði frá fyrstu umferð 2016. „Menn benda á margar skýringar; mikið af sjónvarpsútsendingum og verðið var umdeilt. Við erum búnir að vera með þetta í vinnslu hjá okkur. Til dæmis hugmyndir um passa sem gilda á alla leiki en til þess að það gangi upp þarf að útbúa á öllum völlum skanna sem geta lesið kortin svo þau hleypi bara einum manni inn en þú getir ekki rétt svo næsta manni kortið.“ KSÍ skipaði nefndina með Rúnar Vífil Arnarsson í forsvari og segir Haraldur að frumkvæðið verði að koma frá KSÍ, þeir séu með réttindin á öllum markaðsmálum. „Við höfðum miklar væntingar en við ætlum að koma þessu af stað aftur núna og þurfum að vinna mjög hratt.“ „Þetta er gott dæmi um það að grasrótin sé að gleymast og þetta er allt landsliðsmiðað, sem er einn af þeim hlutum sem við erum ósáttir með.“ Hann segir þó að ÍTF eigi líka sök að máli og taki ábyrgð á því. Ekki liggji fyrir ein einasta tillaga að úrbótum á mætingunni fyrir næsta tímabil en ÍTF vill fá nefndina saman eins fljótt og hægt er. Aðspurður hvort það kæmi til greina að lækka miðaverð þá sagði Haraldur það vera í höndum félaganna. Það var í handbók leikja hjá KSÍ að viðmiðið væri 2000 krónur á síðasta tímabili en Samkeppniseftirlitið taldi það vera brot á samkeppnislögum og því mun engin slík viðmiðun verða á nýju tímabili.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ruglað miðaverð KSÍ og íslenskur toppfótbolti eru ekki að lesa leikinn rétt. Á síðasta tímabili varð hrun í áhorfendafjölda þegar innan við þúsund manns mættu að meðaltali. 2. maí 2017 07:00 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Ruglað miðaverð KSÍ og íslenskur toppfótbolti eru ekki að lesa leikinn rétt. Á síðasta tímabili varð hrun í áhorfendafjölda þegar innan við þúsund manns mættu að meðaltali. 2. maí 2017 07:00
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki