Starfshópur um lélega mætingu í efstu deild Benedikt Bóas skrifar 10. ágúst 2017 06:00 Fulltrúar KSÍ, Íslensks toppfótbolta, 365 og Ölgerðarinnar eiga að komast að því hvað þurfi að taka til bragðs til að fá fólk á völlinn. vísir/eyþór Knattspyrnusamband Íslands hefur sett af stað starfshóp sem á að skoða hvernig eigi að fjölga áhorfendum á leikjum í Pepsi-deild karla. Þrátt fyrir að Pepsi-deild karla hafi sjaldan verið jafn spennandi og skemmtileg hefur mætingin á vellina tólf verið undir væntingum. Rúnar V. Arnarson mun stýra verkefninu og hefur hann þegar kallað starfshópinn á einn fund. „Það er mál manna hjá úrvalsdeildarfélögunum að betur mætti fara og félögin hefðu viljað sjá fleira fólk í stúkunni. Við erum búin að sitja einn fund og setja eitthvað af stað. Við fórum yfir stöðuna, hvað er til ráða og hvað er hægt að gera,“ segir Rúnar. Hann býst við að þráðurinn verði tekinn aftur upp núna þegar verslunarmannahelgin er liðin. Þeir sem komu að fundinum voru Íslenskur toppfótbolti, hagsmunasamtök félaga í efstu deild, Ölgerðin og 365, rétthafi deildarinnar. „Það voru allir jákvæðir og allir af vilja gerðir að bæta í,“ bætir hann við. Íslenskur toppfótbolti ákvað fyrir tímabilið að lágmarksverð á leiki í Pepsi-deild karla verði 2.000 krónur og hækkaði miðaverð um 500 krónur. Frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Var hækkunin töluvert gagnrýnd. Rúnar segir að það séu fleiri breytur í dæminu en það að miðaverð hafi hækkað. „Þeir sem ákváðu það, Íslenskur toppfótbolti, verða að svara fyrir það, ég ætla ekki að blanda mér í það. KSÍ vill hjálpa félögunum og deildinni að verða betri og auka aðsóknina og gera hana söluvænni fyrir alla.“ Þrátt fyrir mikla spennu á toppi sem botni, mikið af mörkum og mikla skemmtun hefur aðsókn verið dræm. Aðsóknartölur voru ekki gefnar upp fyrir stórleik FH og Vals en nýja stúkan var heldur tómleg að sjá. Innan við 500 mættu í Víkina að sjá slag Víkinga og ÍBV og 671 kom á viðureign ÍA og KR. Í 13. umferð var aðeins einn leikur með yfir þúsund áhorfendur. „Ég held að fólk geti ekki kvartað að fá ekki skemmtilega leiki. Við vonum að þegar fólk fer að skila sér úr fríum og öðru að aðsóknin aukist. Það er ekkert sjálfgefið í þessu og menn verða að vinna í þessu áfram,“ segir Rúnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur sett af stað starfshóp sem á að skoða hvernig eigi að fjölga áhorfendum á leikjum í Pepsi-deild karla. Þrátt fyrir að Pepsi-deild karla hafi sjaldan verið jafn spennandi og skemmtileg hefur mætingin á vellina tólf verið undir væntingum. Rúnar V. Arnarson mun stýra verkefninu og hefur hann þegar kallað starfshópinn á einn fund. „Það er mál manna hjá úrvalsdeildarfélögunum að betur mætti fara og félögin hefðu viljað sjá fleira fólk í stúkunni. Við erum búin að sitja einn fund og setja eitthvað af stað. Við fórum yfir stöðuna, hvað er til ráða og hvað er hægt að gera,“ segir Rúnar. Hann býst við að þráðurinn verði tekinn aftur upp núna þegar verslunarmannahelgin er liðin. Þeir sem komu að fundinum voru Íslenskur toppfótbolti, hagsmunasamtök félaga í efstu deild, Ölgerðin og 365, rétthafi deildarinnar. „Það voru allir jákvæðir og allir af vilja gerðir að bæta í,“ bætir hann við. Íslenskur toppfótbolti ákvað fyrir tímabilið að lágmarksverð á leiki í Pepsi-deild karla verði 2.000 krónur og hækkaði miðaverð um 500 krónur. Frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Var hækkunin töluvert gagnrýnd. Rúnar segir að það séu fleiri breytur í dæminu en það að miðaverð hafi hækkað. „Þeir sem ákváðu það, Íslenskur toppfótbolti, verða að svara fyrir það, ég ætla ekki að blanda mér í það. KSÍ vill hjálpa félögunum og deildinni að verða betri og auka aðsóknina og gera hana söluvænni fyrir alla.“ Þrátt fyrir mikla spennu á toppi sem botni, mikið af mörkum og mikla skemmtun hefur aðsókn verið dræm. Aðsóknartölur voru ekki gefnar upp fyrir stórleik FH og Vals en nýja stúkan var heldur tómleg að sjá. Innan við 500 mættu í Víkina að sjá slag Víkinga og ÍBV og 671 kom á viðureign ÍA og KR. Í 13. umferð var aðeins einn leikur með yfir þúsund áhorfendur. „Ég held að fólk geti ekki kvartað að fá ekki skemmtilega leiki. Við vonum að þegar fólk fer að skila sér úr fríum og öðru að aðsóknin aukist. Það er ekkert sjálfgefið í þessu og menn verða að vinna í þessu áfram,“ segir Rúnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira