Umferðaröryggi er forgangsmál Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 13. febrúar 2018 07:00 Umferðaröryggi á að vera forgangsmál. Banaslys og alvarleg slys í umferðinni eru alltof mörg. Við þurfum að spyrna við fæti. Þar á ég bæði við stjórnvöld og okkur vegfarendur. Á síðasta ári urðu hvorki banaslys í flugi né siglingum og ekki heldur árið áður. Við þurfum að stefna að sama árangri í umferðinni. Undanfarin ár hafa 9 til 18 manns látist í umferðinni á ári hverju með undantekningu árið 2014 þegar fjórir létust. Á þessu ári hafa þegar þrír látist af völdum umferðarslysa. Milli 130 og 210 manns hafa slasast alvarlega á ári hverju síðustu árin. Margt gott hefur verið gert á liðnum árum til að bæta öryggi vegfarenda en betur má ef duga skal. Í stjórnarviðræðum og sáttmála ríkisstjórnarinnar var samkomulag um að við forgangsröðun í vegamálum yrði sérstaklega litið til ólíkrar stöðu landsvæða, ferðaþjónustu og öryggissjónarmiða. Í samgönguáætlun sem nú er unnið að verður sérstakur kafli um umferðaröryggi með það markmið að fækka slysum.Endurbætur og uppbygging vega Eins og fram kemur í stjórnarsáttmálanum er brýnt að hraða uppbyggingu í vegamálum og öðrum samgönguinnviðum, bæði nýframkvæmdum og viðhaldi. Síaukinn umferðarþungi kallar á nýbyggingu og endurnýjun vega, meira viðhald og auknar öryggisaðgerðir víða á vegum landsins. Vegakerfið annar varla umferðarálaginu í dag enda er það að miklu leyti byggt upp þegar bílar voru færri, vöruflutningar minni og hraðinn minni. Uppbygging samgöngumannvirkja er stór þáttur í því að bæta umferðaröryggi en sú uppbygging þarf að vera mun hraðari en verið hefur. Undanfarin ár hafa framkvæmdir verið litlar, umferð aukist mikið og því bíða mikilvæg stórverkefni. Til að ná tilætluðum árangri verða sett metnaðarfull og skilvirk markmið um öryggi samgangna og skilvirkar öryggisáætlanir fyrir samgöngur á landi.Öryggisaðgerðir Meðal öryggisaðgerða á þjóðvegum er að bæta merkingar enn frekar, til dæmis þar sem vegir liggja að einbreiðum brúm. Auk þess er markvisst unnið að því að fækka einbreiðum brúm. Þá þarf að eyða svartblettum, þ.e. ráðast í aðgerðir á svæðum þar sem slys hafa verið tíð. Dæmi um það er að lengja vegrið, laga vegfláa og bæta úr þar sem umhverfi vega getur verið skeinuhætt fólki ef t.d. bíll lendir út af. Þá er brýnt að fjölga stöðum með fram vegum þar sem ferðamenn geta stöðvað til að njóta landsins án þess að valda sjálfum sér eða öðrum hættu.Aukin vetrarþjónusta Vetrarþjónusta á þjóðvegakerfinu var aukin í byrjun árs. Góðar hálkuvarnir auka öryggi og þörfin var brýn víða þar sem umferð hefur aukist með tilkomu aukinna ferðalaga yfir veturinn. Mokstursdögum var fjölgað á ákveðnum leiðum á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi og hálkuvarnir hafa nú verið auknar.Umferðarfræðslan Umferðarfræðsla er ekki síst mikilvægur þáttur í umferðaröryggi. Það hefur sýnt sig að brýnt er að fræða erlenda ökumenn um íslenskar aðstæður og er þá til dæmis átt við malarvegina og þau óvæntu veðrabrigði sem hér geta orðið ekki síst að vetri sem gjörbreyta á andartaki öllum akstursskilyrðum. En við heimamenn þurfum einnig áminningar enda skilar áróður og fræðsla sér í meiri aga í umferðinni. Skólarnir eru einnig mikilvægur vettvangur fyrir umferðarfræðslu.Hærri sektir og aukið eftirlit Að lokum er aukinn umferðarhraði áhyggjuefni. Hraðaeftirlit skiptir sköpum og hækkun sekta við umferðarlagabrotum sem nú er í farvatninu er liður í því að fyrirbyggja umferðarslys. Við eigum að vera meðal bestu þjóða hvað varðar fjölda látinna í umferð. Eftirlit og sektir ef við brjótum af okkur veita aðhald og eru til þess fallin að gera okkur að betri vegfarendum. Það er kjarni málsins þegar umferðaröryggi er annars vegar. Forgangsröðum með agaðri umferð – það skilar líka árangri í umferðaröryggi.Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Umferðaröryggi á að vera forgangsmál. Banaslys og alvarleg slys í umferðinni eru alltof mörg. Við þurfum að spyrna við fæti. Þar á ég bæði við stjórnvöld og okkur vegfarendur. Á síðasta ári urðu hvorki banaslys í flugi né siglingum og ekki heldur árið áður. Við þurfum að stefna að sama árangri í umferðinni. Undanfarin ár hafa 9 til 18 manns látist í umferðinni á ári hverju með undantekningu árið 2014 þegar fjórir létust. Á þessu ári hafa þegar þrír látist af völdum umferðarslysa. Milli 130 og 210 manns hafa slasast alvarlega á ári hverju síðustu árin. Margt gott hefur verið gert á liðnum árum til að bæta öryggi vegfarenda en betur má ef duga skal. Í stjórnarviðræðum og sáttmála ríkisstjórnarinnar var samkomulag um að við forgangsröðun í vegamálum yrði sérstaklega litið til ólíkrar stöðu landsvæða, ferðaþjónustu og öryggissjónarmiða. Í samgönguáætlun sem nú er unnið að verður sérstakur kafli um umferðaröryggi með það markmið að fækka slysum.Endurbætur og uppbygging vega Eins og fram kemur í stjórnarsáttmálanum er brýnt að hraða uppbyggingu í vegamálum og öðrum samgönguinnviðum, bæði nýframkvæmdum og viðhaldi. Síaukinn umferðarþungi kallar á nýbyggingu og endurnýjun vega, meira viðhald og auknar öryggisaðgerðir víða á vegum landsins. Vegakerfið annar varla umferðarálaginu í dag enda er það að miklu leyti byggt upp þegar bílar voru færri, vöruflutningar minni og hraðinn minni. Uppbygging samgöngumannvirkja er stór þáttur í því að bæta umferðaröryggi en sú uppbygging þarf að vera mun hraðari en verið hefur. Undanfarin ár hafa framkvæmdir verið litlar, umferð aukist mikið og því bíða mikilvæg stórverkefni. Til að ná tilætluðum árangri verða sett metnaðarfull og skilvirk markmið um öryggi samgangna og skilvirkar öryggisáætlanir fyrir samgöngur á landi.Öryggisaðgerðir Meðal öryggisaðgerða á þjóðvegum er að bæta merkingar enn frekar, til dæmis þar sem vegir liggja að einbreiðum brúm. Auk þess er markvisst unnið að því að fækka einbreiðum brúm. Þá þarf að eyða svartblettum, þ.e. ráðast í aðgerðir á svæðum þar sem slys hafa verið tíð. Dæmi um það er að lengja vegrið, laga vegfláa og bæta úr þar sem umhverfi vega getur verið skeinuhætt fólki ef t.d. bíll lendir út af. Þá er brýnt að fjölga stöðum með fram vegum þar sem ferðamenn geta stöðvað til að njóta landsins án þess að valda sjálfum sér eða öðrum hættu.Aukin vetrarþjónusta Vetrarþjónusta á þjóðvegakerfinu var aukin í byrjun árs. Góðar hálkuvarnir auka öryggi og þörfin var brýn víða þar sem umferð hefur aukist með tilkomu aukinna ferðalaga yfir veturinn. Mokstursdögum var fjölgað á ákveðnum leiðum á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi og hálkuvarnir hafa nú verið auknar.Umferðarfræðslan Umferðarfræðsla er ekki síst mikilvægur þáttur í umferðaröryggi. Það hefur sýnt sig að brýnt er að fræða erlenda ökumenn um íslenskar aðstæður og er þá til dæmis átt við malarvegina og þau óvæntu veðrabrigði sem hér geta orðið ekki síst að vetri sem gjörbreyta á andartaki öllum akstursskilyrðum. En við heimamenn þurfum einnig áminningar enda skilar áróður og fræðsla sér í meiri aga í umferðinni. Skólarnir eru einnig mikilvægur vettvangur fyrir umferðarfræðslu.Hærri sektir og aukið eftirlit Að lokum er aukinn umferðarhraði áhyggjuefni. Hraðaeftirlit skiptir sköpum og hækkun sekta við umferðarlagabrotum sem nú er í farvatninu er liður í því að fyrirbyggja umferðarslys. Við eigum að vera meðal bestu þjóða hvað varðar fjölda látinna í umferð. Eftirlit og sektir ef við brjótum af okkur veita aðhald og eru til þess fallin að gera okkur að betri vegfarendum. Það er kjarni málsins þegar umferðaröryggi er annars vegar. Forgangsröðum með agaðri umferð – það skilar líka árangri í umferðaröryggi.Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar