Hrörnun sífrera skapar hættu í fjöllum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. febrúar 2018 06:00 Þorsteinn tók þessa mynd af Móafellshyrnu og skriðunni daginn sem hún féll. Þorsteinn Sæmundsson Mikið vatnsveður, jarðskjálftar og hlánun sífrera í fjallshlíðum Móafellshyrnu urðu til þess að allt 480 þúsund rúmmetrar af grjóti og frostnum setlögum hrundu úr fjallinu í september árið 2012. Þetta er niðurstaða rannsóknar Þorsteins Sæmundssonar, jarðfræðings við Háskóla Íslands. Í rannsóknarniðurstöðunum kemur fram að klumpar úr frostnum setlögum sem komu niður með skriðunni gefi til kynna að þiðnun sífrera á svæðinu hafi verið ein af orsökum hennar. Því gefi hún, ásamt öðrum vísbendingum, til kynna að sífreri í fjalllendi fari hrörnandi á Íslandi. „Ég hef töluverðar áhyggjur af þessu,“ segir Þorsteinn. „Hlíðar sem við höfum hingað til haldið að séu stöðugar gætu þess vegna verið óstöðugar. Þannig að hætta fyrir byggð, vegi og annað slíkt getur verið miklu meiri en við höfum hingað til haldið.“ Stórir grjót- og íshnullungar skoluðust niður eftir Markarfljóti.Skriðan féll eftir um 30 daga rigningatíð, en sumarið árið áður hafði verið óvenju hlýtt og þurrt. Jafnframt mældust þrír jarðskjálftar stuttu áður en skriðan féll. Skjálftamiðja þeirra var 60 kílómetra norðnorðvestur af Móafellshyrnu. Í rannsókn Þorsteins, sem birt hefur verið í vísindaritinu Science of the Total Enviroment, kemur fram að þessir tveir þættir hafi myndað þær aðstæður sem þurfti til að hrinda skriðunni af stað, þó svo að líklegt megi teljast að áhrif skjálftanna hafi verið hverfandi. Hins vegar gefi rannsóknir á vettvangi skriðunnar til kynna að þiðnun sífrera á svæðinu hafi á endanum hrundið skriðunni af stað. Frosin setlög hafa fundist í tveimur öðrum skriðum á norðurhluta landsins, önnur féll úr Torfufelli 2011, hin úr Árnesfjalli 2014. Slíkt hefur ekki fundist áður í skriðum á Íslandi svo vitað sé. „Þetta gefur til kynna að slitróttur sífreri í fjöllum á Íslandi sé að hrörna [...] Þessi rannsókn undirstrikar nýja hættu á Íslandi: jarðföll sem koma til vegna þiðnunar sífrera,“ segir í niðurstöðunum. „Þessi þrjú tilvik renna styrkum stoðum undir það að það eru miklar umhverfisbreytingar sem hafa átt sér stað og eru að eiga sér stað í fjalllendi á Íslandi,“ segir Þorsteinn í samtali við Fréttablaðið. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að sífrera er víða að finna í fjöllum á norðurhluta og austurhluta landsins og þá í meira en 800 til 900 metra hæð. Þessi svæði eru talin vera í kringum átta þúsund ferkílómetrar að stærð samanalagt.Brotsárið í Steinholtsjökli eftir skriðuna var um 30 metra hátt.Þorsteinn bendir á að margt sé á huldu um útbreiðslu sífrera í fjöllum á Íslandi. Í Móafellshyrnu og í Torfufelli fannst sífreri í 800 til 850 metra hæð. Hins vegar fannst hann í 350 til 400 metra hæð í Árnesfjalli. „Það er miklu lægri hæð heldur en við höfum hingað til haldið að þessi sífreri sé í,“ segir Þorsteinn. „Það sem gerðist í Árnesfjalli slær mjög sterkum viðvörunarbjöllum um það að við þurfum að stórefla rannsóknir á útbreiðslu sífrera og á því hvað er að gerast í þessum fjöllum.“ Hitastig hefur farið hækkandi á Ísland eins og annars staðar. Hækkunin nam 0,7 gráðum á öld en gögn frá árunum 1975 til 2008 sýna fram á mun hraðari hækkun, eða 0,35 gráður á áratug. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) telur að um miðja 21. öld muni umfang sífrera á norðurhveli jarðar hafa minnkað um 20 til 35 prósent. Rannsóknarhöfundar benda á í niðurlagi greinarinnar að það ætti setja rannsóknir á útbreiðslu sífrera, þá sérstaklega í grennd við byggð, í forgang. „Það eru ákveðin svæði sem eru þess eðlis að við þurfum að skoða þau mun betur. Við vitum í raun lítið hvað er að gerast í þessu umhverfi og við þurfum aukinn skilning sem kallar á auknar rannsóknir,“ segir Þorsteinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Mikið vatnsveður, jarðskjálftar og hlánun sífrera í fjallshlíðum Móafellshyrnu urðu til þess að allt 480 þúsund rúmmetrar af grjóti og frostnum setlögum hrundu úr fjallinu í september árið 2012. Þetta er niðurstaða rannsóknar Þorsteins Sæmundssonar, jarðfræðings við Háskóla Íslands. Í rannsóknarniðurstöðunum kemur fram að klumpar úr frostnum setlögum sem komu niður með skriðunni gefi til kynna að þiðnun sífrera á svæðinu hafi verið ein af orsökum hennar. Því gefi hún, ásamt öðrum vísbendingum, til kynna að sífreri í fjalllendi fari hrörnandi á Íslandi. „Ég hef töluverðar áhyggjur af þessu,“ segir Þorsteinn. „Hlíðar sem við höfum hingað til haldið að séu stöðugar gætu þess vegna verið óstöðugar. Þannig að hætta fyrir byggð, vegi og annað slíkt getur verið miklu meiri en við höfum hingað til haldið.“ Stórir grjót- og íshnullungar skoluðust niður eftir Markarfljóti.Skriðan féll eftir um 30 daga rigningatíð, en sumarið árið áður hafði verið óvenju hlýtt og þurrt. Jafnframt mældust þrír jarðskjálftar stuttu áður en skriðan féll. Skjálftamiðja þeirra var 60 kílómetra norðnorðvestur af Móafellshyrnu. Í rannsókn Þorsteins, sem birt hefur verið í vísindaritinu Science of the Total Enviroment, kemur fram að þessir tveir þættir hafi myndað þær aðstæður sem þurfti til að hrinda skriðunni af stað, þó svo að líklegt megi teljast að áhrif skjálftanna hafi verið hverfandi. Hins vegar gefi rannsóknir á vettvangi skriðunnar til kynna að þiðnun sífrera á svæðinu hafi á endanum hrundið skriðunni af stað. Frosin setlög hafa fundist í tveimur öðrum skriðum á norðurhluta landsins, önnur féll úr Torfufelli 2011, hin úr Árnesfjalli 2014. Slíkt hefur ekki fundist áður í skriðum á Íslandi svo vitað sé. „Þetta gefur til kynna að slitróttur sífreri í fjöllum á Íslandi sé að hrörna [...] Þessi rannsókn undirstrikar nýja hættu á Íslandi: jarðföll sem koma til vegna þiðnunar sífrera,“ segir í niðurstöðunum. „Þessi þrjú tilvik renna styrkum stoðum undir það að það eru miklar umhverfisbreytingar sem hafa átt sér stað og eru að eiga sér stað í fjalllendi á Íslandi,“ segir Þorsteinn í samtali við Fréttablaðið. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að sífrera er víða að finna í fjöllum á norðurhluta og austurhluta landsins og þá í meira en 800 til 900 metra hæð. Þessi svæði eru talin vera í kringum átta þúsund ferkílómetrar að stærð samanalagt.Brotsárið í Steinholtsjökli eftir skriðuna var um 30 metra hátt.Þorsteinn bendir á að margt sé á huldu um útbreiðslu sífrera í fjöllum á Íslandi. Í Móafellshyrnu og í Torfufelli fannst sífreri í 800 til 850 metra hæð. Hins vegar fannst hann í 350 til 400 metra hæð í Árnesfjalli. „Það er miklu lægri hæð heldur en við höfum hingað til haldið að þessi sífreri sé í,“ segir Þorsteinn. „Það sem gerðist í Árnesfjalli slær mjög sterkum viðvörunarbjöllum um það að við þurfum að stórefla rannsóknir á útbreiðslu sífrera og á því hvað er að gerast í þessum fjöllum.“ Hitastig hefur farið hækkandi á Ísland eins og annars staðar. Hækkunin nam 0,7 gráðum á öld en gögn frá árunum 1975 til 2008 sýna fram á mun hraðari hækkun, eða 0,35 gráður á áratug. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) telur að um miðja 21. öld muni umfang sífrera á norðurhveli jarðar hafa minnkað um 20 til 35 prósent. Rannsóknarhöfundar benda á í niðurlagi greinarinnar að það ætti setja rannsóknir á útbreiðslu sífrera, þá sérstaklega í grennd við byggð, í forgang. „Það eru ákveðin svæði sem eru þess eðlis að við þurfum að skoða þau mun betur. Við vitum í raun lítið hvað er að gerast í þessu umhverfi og við þurfum aukinn skilning sem kallar á auknar rannsóknir,“ segir Þorsteinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira