Hver ber ábyrgðina? Sirrý Hallgríms skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Læsi er grundvallaratriði fyrir allt nám. Ef börn eiga að ná árangri á öðrum sviðum menntunar er nauðsynlegt að þau hafi náð góðum árangri í lestri og lesskilningi, um þennan þátt er ekki deilt. Alþjóðlegar mælingar sýna að lesskilningur barna á Íslandi fer versnandi. Ég held að flestir hljóti að vera sammála um að áframhaldandi þróun í þessa átt sé ekki bara ávísun á efnahagsleg vandræði heldur er þessi þróun líka ógn við lýðræðið. Hvernig eiga einstaklingar með slæman lesskilning að geta tekið upplýstar ákvarðanir þegar kemur að því að kjósa til Alþingis eða taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum sem dæmi? Þess vegna hefur áhersla á lestur í grunnskólum sjaldan verið mikilvægari. Um síðustu aldamót þróaði Háskólinn á Akureyri nýja lestrarkennsluaðferð sem kallast byrjendalæsi. Þessi nýja aðferð við lestrarkennslu var innleidd í um helming allra grunnskóla á landinu og um helming grunnskóla í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun. Það hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum að þessi ákvörðun er verulega umdeild. Vitanlega er erfitt að mæla svona hluti en sterkar vísbendingar eru um það að hin nýja aðferð sé ekki að skila betri árangri en sú sem áður var notuð, jafnvel að árangur hafi versnað þar sem aðferðin hefur verið tekin upp. Það er risastór ákvörðun að breyta aðferð við lestrarkennslu, enda hefur það verulega áhrif á samfélagið okkar. Því verður að taka slíka ákvörðun að vel athuguðu máli á grundvelli prófana og ítarlegra rannsókna. Því verður vart trúað að slík ákvörðun hafi verið tekin hér í Reykjavík, án þess að fyrir lægju haldgóðar röksemdir og mælingar um að þessi aðferð væri að minnsta kosti jafn góð ef ekki betri en sú gamla. Spurningin er því þessi: Þegar þessi ákvörðun var tekin hvaða gögn, mælingar og rannsóknir lágu fyrir? Þegar Menntamálastofnun upplýsti foreldra og starfsmenn grunnskólanna um að ýmislegt benti til að aðferðin skilaði verri árangri, hvernig var brugðist við þeim upplýsingum af hálfu borgarinnar? PISA-prófin eru ekki mælikvarði á gæði skólastarfs og það er mjög varhugavert að fullyrða um skólastarfið almennt út frá PISA-rannsóknum en PISA mælir lesskilning sem er einn af grundvallarþáttunum í menntun barnanna okkar og þess vegna eigum við að taka niðurstöðurnar alvarlega. Lestrarvandinn snýr samkvæmt mælingum fyrst og fremst að strákum. Um 30% drengja og um 14% stúlkna eiga í erfiðleikum með að ná tökum á læsi. Í ljósi þess að byrjendalæsi hefur verið innleitt í um helming skóla í Reykjavík þá rís sú spurning hvort það hafi verið kannað sérstaklega hvort byrjendalæsisaðferðin henti strákum. Niðurstaðan úr nýjustu PISA-könnuninni er nánast sú sama í læsinu og var í PISA 2012. Í raun liggur fyrir að lesskilningi barna hafi hrakað jafnt og þétt frá árinu 2000. Það er því ótrúlegt að loksins núna, rétt fyrir kosningar, glitti í einhvers konar stefnu í menntamálum í Reykjavík. Ég vil leggja til að í þeirri stefnu verði ákvæði um að ekki verði teknar ákvarðanir um breytingar á kennsluháttum fyrir stóran hluta af skólakerfi borgarinnar án þess að það liggi fyrir rannsóknir sem bendi til þess að þær breytingar skili árangri. Við skuldum börnunum það.Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Læsi er grundvallaratriði fyrir allt nám. Ef börn eiga að ná árangri á öðrum sviðum menntunar er nauðsynlegt að þau hafi náð góðum árangri í lestri og lesskilningi, um þennan þátt er ekki deilt. Alþjóðlegar mælingar sýna að lesskilningur barna á Íslandi fer versnandi. Ég held að flestir hljóti að vera sammála um að áframhaldandi þróun í þessa átt sé ekki bara ávísun á efnahagsleg vandræði heldur er þessi þróun líka ógn við lýðræðið. Hvernig eiga einstaklingar með slæman lesskilning að geta tekið upplýstar ákvarðanir þegar kemur að því að kjósa til Alþingis eða taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum sem dæmi? Þess vegna hefur áhersla á lestur í grunnskólum sjaldan verið mikilvægari. Um síðustu aldamót þróaði Háskólinn á Akureyri nýja lestrarkennsluaðferð sem kallast byrjendalæsi. Þessi nýja aðferð við lestrarkennslu var innleidd í um helming allra grunnskóla á landinu og um helming grunnskóla í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun. Það hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum að þessi ákvörðun er verulega umdeild. Vitanlega er erfitt að mæla svona hluti en sterkar vísbendingar eru um það að hin nýja aðferð sé ekki að skila betri árangri en sú sem áður var notuð, jafnvel að árangur hafi versnað þar sem aðferðin hefur verið tekin upp. Það er risastór ákvörðun að breyta aðferð við lestrarkennslu, enda hefur það verulega áhrif á samfélagið okkar. Því verður að taka slíka ákvörðun að vel athuguðu máli á grundvelli prófana og ítarlegra rannsókna. Því verður vart trúað að slík ákvörðun hafi verið tekin hér í Reykjavík, án þess að fyrir lægju haldgóðar röksemdir og mælingar um að þessi aðferð væri að minnsta kosti jafn góð ef ekki betri en sú gamla. Spurningin er því þessi: Þegar þessi ákvörðun var tekin hvaða gögn, mælingar og rannsóknir lágu fyrir? Þegar Menntamálastofnun upplýsti foreldra og starfsmenn grunnskólanna um að ýmislegt benti til að aðferðin skilaði verri árangri, hvernig var brugðist við þeim upplýsingum af hálfu borgarinnar? PISA-prófin eru ekki mælikvarði á gæði skólastarfs og það er mjög varhugavert að fullyrða um skólastarfið almennt út frá PISA-rannsóknum en PISA mælir lesskilning sem er einn af grundvallarþáttunum í menntun barnanna okkar og þess vegna eigum við að taka niðurstöðurnar alvarlega. Lestrarvandinn snýr samkvæmt mælingum fyrst og fremst að strákum. Um 30% drengja og um 14% stúlkna eiga í erfiðleikum með að ná tökum á læsi. Í ljósi þess að byrjendalæsi hefur verið innleitt í um helming skóla í Reykjavík þá rís sú spurning hvort það hafi verið kannað sérstaklega hvort byrjendalæsisaðferðin henti strákum. Niðurstaðan úr nýjustu PISA-könnuninni er nánast sú sama í læsinu og var í PISA 2012. Í raun liggur fyrir að lesskilningi barna hafi hrakað jafnt og þétt frá árinu 2000. Það er því ótrúlegt að loksins núna, rétt fyrir kosningar, glitti í einhvers konar stefnu í menntamálum í Reykjavík. Ég vil leggja til að í þeirri stefnu verði ákvæði um að ekki verði teknar ákvarðanir um breytingar á kennsluháttum fyrir stóran hluta af skólakerfi borgarinnar án þess að það liggi fyrir rannsóknir sem bendi til þess að þær breytingar skili árangri. Við skuldum börnunum það.Höfundur er ráðgjafi.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun