Geta séð hvor þeirra var á undan en báðar fá samt bronsið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 15:00 Fjórar á palli. Vísir/Getty Marit Björgen frá Noregi og Krista Pärmäkoski frá Finnlandi urðu nótt fyrstu keppendur í einstaklingskeppni Ólympíuleikanna í Pyeongchang til að deila verðlaunum á þessum leikum. Þær fá báðar brons fyrir 10 kílómetra skíðagöngu með frjálsri aðferð. Hin norska Ragnhild Haga vann gullið en Svíinn Charlotte Kalla tók silfrið. Allar fjórar stöðu því á palli í verðlaunaafhendingunni þrátt fyrir að mótshaldarar hefðu getað fundið það út hvort Marit Björgen eða Krista Pärmäkoski hafi komið á undan í mark. Tíminn þeirra var gefinn upp með einum aukastaf. Þær komu í mark á 25 mínútum, 32 sekúndum og 4 sekúndubrotum. Tímatökukerfið býður hinsvegar upp á það að kalla fram fleiri aukastafi.Nordic power again -- in women's 10km freestyle Ragnhild Haga Charlotte Kalla Marit Bjørgen Krista Pärmäkoski #pyeongchang2018#CrossCountrySkiinghttps://t.co/UPmTfLQlWcpic.twitter.com/9IA65fLPRe — Nordic News (@Nordic_News) February 15, 2018 „Við getum séð hvor var fljótari,“ sagði Pierre Mignerey mótastjóri Alþjóðlegaskíðasambandsins í viðtali við Expressen. „Reglurnar eru bara þannig að aðeins einn aukastafur er tekinn með. Við mælum hundraðshluta en gefum aukastafina bara upp í tugum,“ sagði Mignerey. Það er aðeins í sprettgöngunni þar sem menn nota fleiri aukastafi. Bronsstelpurnar voru báðar ánægðar með niðurstöðuna. „Það er betra að við fáum báðar að standa þarna. Marit var átrúnaðargoðið mitt þegar ég var yngri og þetta er því risastórt fyrir mig,“ sagði hin finnska Krista Pärmäkoski. „Ég er mjög ánægð að fá að deila bronsinu með Kristu,“ sagði Marit Björgen. Hún var þarna að vinna síns önnur verðlaun á þessum leikum og sín tólftu verðlaun á Ólympíuleikum. Þetta voru önnur bronsverðlaun Krista Pärmäkoski á leikunum í Pyeongchang.Marit Bjoergen makes history. She is now the most decorated female Winter Olympian of all time. 6 4 1https://t.co/BnzCzGLZ2x#bbcolympics Pyeongchang2018 pic.twitter.com/BywCmF8xf4 — BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2018 „Það er gott að við fáum ekki að vita hvor var í raun á undan. Ég vil ekki vita það. Ég er ánægð með bronsið og að fá að deila því með henni. Það væri hvort sem er ekkert hægt að gera þó að við fengjum að vita hvor hafi verið á undan,“ sagði Pärmäkoski. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Sjá meira
Marit Björgen frá Noregi og Krista Pärmäkoski frá Finnlandi urðu nótt fyrstu keppendur í einstaklingskeppni Ólympíuleikanna í Pyeongchang til að deila verðlaunum á þessum leikum. Þær fá báðar brons fyrir 10 kílómetra skíðagöngu með frjálsri aðferð. Hin norska Ragnhild Haga vann gullið en Svíinn Charlotte Kalla tók silfrið. Allar fjórar stöðu því á palli í verðlaunaafhendingunni þrátt fyrir að mótshaldarar hefðu getað fundið það út hvort Marit Björgen eða Krista Pärmäkoski hafi komið á undan í mark. Tíminn þeirra var gefinn upp með einum aukastaf. Þær komu í mark á 25 mínútum, 32 sekúndum og 4 sekúndubrotum. Tímatökukerfið býður hinsvegar upp á það að kalla fram fleiri aukastafi.Nordic power again -- in women's 10km freestyle Ragnhild Haga Charlotte Kalla Marit Bjørgen Krista Pärmäkoski #pyeongchang2018#CrossCountrySkiinghttps://t.co/UPmTfLQlWcpic.twitter.com/9IA65fLPRe — Nordic News (@Nordic_News) February 15, 2018 „Við getum séð hvor var fljótari,“ sagði Pierre Mignerey mótastjóri Alþjóðlegaskíðasambandsins í viðtali við Expressen. „Reglurnar eru bara þannig að aðeins einn aukastafur er tekinn með. Við mælum hundraðshluta en gefum aukastafina bara upp í tugum,“ sagði Mignerey. Það er aðeins í sprettgöngunni þar sem menn nota fleiri aukastafi. Bronsstelpurnar voru báðar ánægðar með niðurstöðuna. „Það er betra að við fáum báðar að standa þarna. Marit var átrúnaðargoðið mitt þegar ég var yngri og þetta er því risastórt fyrir mig,“ sagði hin finnska Krista Pärmäkoski. „Ég er mjög ánægð að fá að deila bronsinu með Kristu,“ sagði Marit Björgen. Hún var þarna að vinna síns önnur verðlaun á þessum leikum og sín tólftu verðlaun á Ólympíuleikum. Þetta voru önnur bronsverðlaun Krista Pärmäkoski á leikunum í Pyeongchang.Marit Bjoergen makes history. She is now the most decorated female Winter Olympian of all time. 6 4 1https://t.co/BnzCzGLZ2x#bbcolympics Pyeongchang2018 pic.twitter.com/BywCmF8xf4 — BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2018 „Það er gott að við fáum ekki að vita hvor var í raun á undan. Ég vil ekki vita það. Ég er ánægð með bronsið og að fá að deila því með henni. Það væri hvort sem er ekkert hægt að gera þó að við fengjum að vita hvor hafi verið á undan,“ sagði Pärmäkoski.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Sjá meira