Geta séð hvor þeirra var á undan en báðar fá samt bronsið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 15:00 Fjórar á palli. Vísir/Getty Marit Björgen frá Noregi og Krista Pärmäkoski frá Finnlandi urðu nótt fyrstu keppendur í einstaklingskeppni Ólympíuleikanna í Pyeongchang til að deila verðlaunum á þessum leikum. Þær fá báðar brons fyrir 10 kílómetra skíðagöngu með frjálsri aðferð. Hin norska Ragnhild Haga vann gullið en Svíinn Charlotte Kalla tók silfrið. Allar fjórar stöðu því á palli í verðlaunaafhendingunni þrátt fyrir að mótshaldarar hefðu getað fundið það út hvort Marit Björgen eða Krista Pärmäkoski hafi komið á undan í mark. Tíminn þeirra var gefinn upp með einum aukastaf. Þær komu í mark á 25 mínútum, 32 sekúndum og 4 sekúndubrotum. Tímatökukerfið býður hinsvegar upp á það að kalla fram fleiri aukastafi.Nordic power again -- in women's 10km freestyle Ragnhild Haga Charlotte Kalla Marit Bjørgen Krista Pärmäkoski #pyeongchang2018#CrossCountrySkiinghttps://t.co/UPmTfLQlWcpic.twitter.com/9IA65fLPRe — Nordic News (@Nordic_News) February 15, 2018 „Við getum séð hvor var fljótari,“ sagði Pierre Mignerey mótastjóri Alþjóðlegaskíðasambandsins í viðtali við Expressen. „Reglurnar eru bara þannig að aðeins einn aukastafur er tekinn með. Við mælum hundraðshluta en gefum aukastafina bara upp í tugum,“ sagði Mignerey. Það er aðeins í sprettgöngunni þar sem menn nota fleiri aukastafi. Bronsstelpurnar voru báðar ánægðar með niðurstöðuna. „Það er betra að við fáum báðar að standa þarna. Marit var átrúnaðargoðið mitt þegar ég var yngri og þetta er því risastórt fyrir mig,“ sagði hin finnska Krista Pärmäkoski. „Ég er mjög ánægð að fá að deila bronsinu með Kristu,“ sagði Marit Björgen. Hún var þarna að vinna síns önnur verðlaun á þessum leikum og sín tólftu verðlaun á Ólympíuleikum. Þetta voru önnur bronsverðlaun Krista Pärmäkoski á leikunum í Pyeongchang.Marit Bjoergen makes history. She is now the most decorated female Winter Olympian of all time. 6 4 1https://t.co/BnzCzGLZ2x#bbcolympics Pyeongchang2018 pic.twitter.com/BywCmF8xf4 — BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2018 „Það er gott að við fáum ekki að vita hvor var í raun á undan. Ég vil ekki vita það. Ég er ánægð með bronsið og að fá að deila því með henni. Það væri hvort sem er ekkert hægt að gera þó að við fengjum að vita hvor hafi verið á undan,“ sagði Pärmäkoski. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Sjá meira
Marit Björgen frá Noregi og Krista Pärmäkoski frá Finnlandi urðu nótt fyrstu keppendur í einstaklingskeppni Ólympíuleikanna í Pyeongchang til að deila verðlaunum á þessum leikum. Þær fá báðar brons fyrir 10 kílómetra skíðagöngu með frjálsri aðferð. Hin norska Ragnhild Haga vann gullið en Svíinn Charlotte Kalla tók silfrið. Allar fjórar stöðu því á palli í verðlaunaafhendingunni þrátt fyrir að mótshaldarar hefðu getað fundið það út hvort Marit Björgen eða Krista Pärmäkoski hafi komið á undan í mark. Tíminn þeirra var gefinn upp með einum aukastaf. Þær komu í mark á 25 mínútum, 32 sekúndum og 4 sekúndubrotum. Tímatökukerfið býður hinsvegar upp á það að kalla fram fleiri aukastafi.Nordic power again -- in women's 10km freestyle Ragnhild Haga Charlotte Kalla Marit Bjørgen Krista Pärmäkoski #pyeongchang2018#CrossCountrySkiinghttps://t.co/UPmTfLQlWcpic.twitter.com/9IA65fLPRe — Nordic News (@Nordic_News) February 15, 2018 „Við getum séð hvor var fljótari,“ sagði Pierre Mignerey mótastjóri Alþjóðlegaskíðasambandsins í viðtali við Expressen. „Reglurnar eru bara þannig að aðeins einn aukastafur er tekinn með. Við mælum hundraðshluta en gefum aukastafina bara upp í tugum,“ sagði Mignerey. Það er aðeins í sprettgöngunni þar sem menn nota fleiri aukastafi. Bronsstelpurnar voru báðar ánægðar með niðurstöðuna. „Það er betra að við fáum báðar að standa þarna. Marit var átrúnaðargoðið mitt þegar ég var yngri og þetta er því risastórt fyrir mig,“ sagði hin finnska Krista Pärmäkoski. „Ég er mjög ánægð að fá að deila bronsinu með Kristu,“ sagði Marit Björgen. Hún var þarna að vinna síns önnur verðlaun á þessum leikum og sín tólftu verðlaun á Ólympíuleikum. Þetta voru önnur bronsverðlaun Krista Pärmäkoski á leikunum í Pyeongchang.Marit Bjoergen makes history. She is now the most decorated female Winter Olympian of all time. 6 4 1https://t.co/BnzCzGLZ2x#bbcolympics Pyeongchang2018 pic.twitter.com/BywCmF8xf4 — BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2018 „Það er gott að við fáum ekki að vita hvor var í raun á undan. Ég vil ekki vita það. Ég er ánægð með bronsið og að fá að deila því með henni. Það væri hvort sem er ekkert hægt að gera þó að við fengjum að vita hvor hafi verið á undan,“ sagði Pärmäkoski.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Sjá meira