Af og frá að þingmenn fái einhverjar druslur Jakob Bjarnar skrifar 15. febrúar 2018 13:30 Bergþór segir druslutal Ásmundar staðlausa stafi, fráleitt, úti í móta, tilhæfulaust með öllu. Hann er ekki sáttur. Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, segir að viðtal við Ásmund Friðriksson þingmann, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær, hafi orðið til að hækka verulega í sér blóðþrýstinginn. Hann segir Ásmund fara með staðlausa stafi en helst var á Ásmundi að skilja að þingmönnum byðust hálfgerðar druslur frá bílaleigum, keyrðar jafnvel tugi og uppí hundruð þúsunda kílómetra og því kysi hann að vera á sínum eigin bíl. „Þarna er farið með rangt mál. Okkar fyrirtæki, eins og vonandi flestir vita, er í fararbroddi í öryggis og gæðamálum í þessum bransa. Að heyra það að við séum með ónýta bíla keyrða einhverja hundrað þúsund kílómetra er bara rangt. Punktur,“ segir Bergþór. Og er verulega ósáttur við orð þingmannsins.Skilur ekki hvað Ásmundi gengur til Aksturskostnaður Ásmunds hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga en hann var á síðasta ári 4,6 milljónir. Samkvæmt útreikningum FÍB að gefnum forsendum má gera ráð fyrir því að raunkostnaður við reksturinn sé rúmlega tvær milljónir. Framkvæmdastjórinn segist ekki vita hvað Ásmundi gangi til með að halda þessu fram. Segir að það verði að spyrja hann um það en það megi furðu sæta að menn fari „með svona svakalega rangt mál. Menn velja mismunandi leiðir til að verja sig og stundum er gott að benda á einhvern annan. En það sem hann sagði er rangt og úti á túni.“Er hann þá að stilla þér og ykkur upp sem blórabögglum í vandræðum sínum? „Ég veit ekki hvað hann er að hugsa með að fara þessar leiðir. En, þetta er eins rangt og það verður og slæmt fyrir fyrirmyndarfyrirtæki að fá svona á sig,“ segir Bergþór. Og nefnir að hann taki þetta ekki inná sig einfaldlega vegna þess að hann viti betur.Engar druslur og engar kvartanir Bergþór kannast ekki við neinar kvartanir frá þingmönnum um það að bílarnir sem Bílaleiga Akureyrar útvegi þeim séu druslur. „Nei.“ Bergþór segir að haldið sé nákvæmt bókahald yfir það hvað viðskiptavinum finnist, bæði lof og last til að vita hvar fyrirtækið standi og ekkert slíkt sé að finna í þeirra bókum um neitt í þessa veru. „Ég þekki ekki eina einustu kvörtun,“ segir Bergþór. Hann segir þetta ekki margar bifreiðar sem þingmenn almennt eru að leigja. Og fari eftir þörfum hvers um sig. Þingmennirnir eru á smábílum uppí jepplinga. Stundum til langtíma og stundum skemmri tíma. „Mér finnst þetta bara sorglegt. Ég get boðið hverjum sem er að koma og sparka í dekk, lesa af kílómetramælum og prófa. Við erum að tala um bíla sem eru eknir 20 til 30 þúsund kílómetra. Kannski 40. Þetta er margföldun. Við erum ekki að tala um neinar druslur.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, segir að viðtal við Ásmund Friðriksson þingmann, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær, hafi orðið til að hækka verulega í sér blóðþrýstinginn. Hann segir Ásmund fara með staðlausa stafi en helst var á Ásmundi að skilja að þingmönnum byðust hálfgerðar druslur frá bílaleigum, keyrðar jafnvel tugi og uppí hundruð þúsunda kílómetra og því kysi hann að vera á sínum eigin bíl. „Þarna er farið með rangt mál. Okkar fyrirtæki, eins og vonandi flestir vita, er í fararbroddi í öryggis og gæðamálum í þessum bransa. Að heyra það að við séum með ónýta bíla keyrða einhverja hundrað þúsund kílómetra er bara rangt. Punktur,“ segir Bergþór. Og er verulega ósáttur við orð þingmannsins.Skilur ekki hvað Ásmundi gengur til Aksturskostnaður Ásmunds hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga en hann var á síðasta ári 4,6 milljónir. Samkvæmt útreikningum FÍB að gefnum forsendum má gera ráð fyrir því að raunkostnaður við reksturinn sé rúmlega tvær milljónir. Framkvæmdastjórinn segist ekki vita hvað Ásmundi gangi til með að halda þessu fram. Segir að það verði að spyrja hann um það en það megi furðu sæta að menn fari „með svona svakalega rangt mál. Menn velja mismunandi leiðir til að verja sig og stundum er gott að benda á einhvern annan. En það sem hann sagði er rangt og úti á túni.“Er hann þá að stilla þér og ykkur upp sem blórabögglum í vandræðum sínum? „Ég veit ekki hvað hann er að hugsa með að fara þessar leiðir. En, þetta er eins rangt og það verður og slæmt fyrir fyrirmyndarfyrirtæki að fá svona á sig,“ segir Bergþór. Og nefnir að hann taki þetta ekki inná sig einfaldlega vegna þess að hann viti betur.Engar druslur og engar kvartanir Bergþór kannast ekki við neinar kvartanir frá þingmönnum um það að bílarnir sem Bílaleiga Akureyrar útvegi þeim séu druslur. „Nei.“ Bergþór segir að haldið sé nákvæmt bókahald yfir það hvað viðskiptavinum finnist, bæði lof og last til að vita hvar fyrirtækið standi og ekkert slíkt sé að finna í þeirra bókum um neitt í þessa veru. „Ég þekki ekki eina einustu kvörtun,“ segir Bergþór. Hann segir þetta ekki margar bifreiðar sem þingmenn almennt eru að leigja. Og fari eftir þörfum hvers um sig. Þingmennirnir eru á smábílum uppí jepplinga. Stundum til langtíma og stundum skemmri tíma. „Mér finnst þetta bara sorglegt. Ég get boðið hverjum sem er að koma og sparka í dekk, lesa af kílómetramælum og prófa. Við erum að tala um bíla sem eru eknir 20 til 30 þúsund kílómetra. Kannski 40. Þetta er margföldun. Við erum ekki að tala um neinar druslur.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41
Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08
Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44