Af og frá að þingmenn fái einhverjar druslur Jakob Bjarnar skrifar 15. febrúar 2018 13:30 Bergþór segir druslutal Ásmundar staðlausa stafi, fráleitt, úti í móta, tilhæfulaust með öllu. Hann er ekki sáttur. Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, segir að viðtal við Ásmund Friðriksson þingmann, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær, hafi orðið til að hækka verulega í sér blóðþrýstinginn. Hann segir Ásmund fara með staðlausa stafi en helst var á Ásmundi að skilja að þingmönnum byðust hálfgerðar druslur frá bílaleigum, keyrðar jafnvel tugi og uppí hundruð þúsunda kílómetra og því kysi hann að vera á sínum eigin bíl. „Þarna er farið með rangt mál. Okkar fyrirtæki, eins og vonandi flestir vita, er í fararbroddi í öryggis og gæðamálum í þessum bransa. Að heyra það að við séum með ónýta bíla keyrða einhverja hundrað þúsund kílómetra er bara rangt. Punktur,“ segir Bergþór. Og er verulega ósáttur við orð þingmannsins.Skilur ekki hvað Ásmundi gengur til Aksturskostnaður Ásmunds hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga en hann var á síðasta ári 4,6 milljónir. Samkvæmt útreikningum FÍB að gefnum forsendum má gera ráð fyrir því að raunkostnaður við reksturinn sé rúmlega tvær milljónir. Framkvæmdastjórinn segist ekki vita hvað Ásmundi gangi til með að halda þessu fram. Segir að það verði að spyrja hann um það en það megi furðu sæta að menn fari „með svona svakalega rangt mál. Menn velja mismunandi leiðir til að verja sig og stundum er gott að benda á einhvern annan. En það sem hann sagði er rangt og úti á túni.“Er hann þá að stilla þér og ykkur upp sem blórabögglum í vandræðum sínum? „Ég veit ekki hvað hann er að hugsa með að fara þessar leiðir. En, þetta er eins rangt og það verður og slæmt fyrir fyrirmyndarfyrirtæki að fá svona á sig,“ segir Bergþór. Og nefnir að hann taki þetta ekki inná sig einfaldlega vegna þess að hann viti betur.Engar druslur og engar kvartanir Bergþór kannast ekki við neinar kvartanir frá þingmönnum um það að bílarnir sem Bílaleiga Akureyrar útvegi þeim séu druslur. „Nei.“ Bergþór segir að haldið sé nákvæmt bókahald yfir það hvað viðskiptavinum finnist, bæði lof og last til að vita hvar fyrirtækið standi og ekkert slíkt sé að finna í þeirra bókum um neitt í þessa veru. „Ég þekki ekki eina einustu kvörtun,“ segir Bergþór. Hann segir þetta ekki margar bifreiðar sem þingmenn almennt eru að leigja. Og fari eftir þörfum hvers um sig. Þingmennirnir eru á smábílum uppí jepplinga. Stundum til langtíma og stundum skemmri tíma. „Mér finnst þetta bara sorglegt. Ég get boðið hverjum sem er að koma og sparka í dekk, lesa af kílómetramælum og prófa. Við erum að tala um bíla sem eru eknir 20 til 30 þúsund kílómetra. Kannski 40. Þetta er margföldun. Við erum ekki að tala um neinar druslur.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, segir að viðtal við Ásmund Friðriksson þingmann, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær, hafi orðið til að hækka verulega í sér blóðþrýstinginn. Hann segir Ásmund fara með staðlausa stafi en helst var á Ásmundi að skilja að þingmönnum byðust hálfgerðar druslur frá bílaleigum, keyrðar jafnvel tugi og uppí hundruð þúsunda kílómetra og því kysi hann að vera á sínum eigin bíl. „Þarna er farið með rangt mál. Okkar fyrirtæki, eins og vonandi flestir vita, er í fararbroddi í öryggis og gæðamálum í þessum bransa. Að heyra það að við séum með ónýta bíla keyrða einhverja hundrað þúsund kílómetra er bara rangt. Punktur,“ segir Bergþór. Og er verulega ósáttur við orð þingmannsins.Skilur ekki hvað Ásmundi gengur til Aksturskostnaður Ásmunds hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga en hann var á síðasta ári 4,6 milljónir. Samkvæmt útreikningum FÍB að gefnum forsendum má gera ráð fyrir því að raunkostnaður við reksturinn sé rúmlega tvær milljónir. Framkvæmdastjórinn segist ekki vita hvað Ásmundi gangi til með að halda þessu fram. Segir að það verði að spyrja hann um það en það megi furðu sæta að menn fari „með svona svakalega rangt mál. Menn velja mismunandi leiðir til að verja sig og stundum er gott að benda á einhvern annan. En það sem hann sagði er rangt og úti á túni.“Er hann þá að stilla þér og ykkur upp sem blórabögglum í vandræðum sínum? „Ég veit ekki hvað hann er að hugsa með að fara þessar leiðir. En, þetta er eins rangt og það verður og slæmt fyrir fyrirmyndarfyrirtæki að fá svona á sig,“ segir Bergþór. Og nefnir að hann taki þetta ekki inná sig einfaldlega vegna þess að hann viti betur.Engar druslur og engar kvartanir Bergþór kannast ekki við neinar kvartanir frá þingmönnum um það að bílarnir sem Bílaleiga Akureyrar útvegi þeim séu druslur. „Nei.“ Bergþór segir að haldið sé nákvæmt bókahald yfir það hvað viðskiptavinum finnist, bæði lof og last til að vita hvar fyrirtækið standi og ekkert slíkt sé að finna í þeirra bókum um neitt í þessa veru. „Ég þekki ekki eina einustu kvörtun,“ segir Bergþór. Hann segir þetta ekki margar bifreiðar sem þingmenn almennt eru að leigja. Og fari eftir þörfum hvers um sig. Þingmennirnir eru á smábílum uppí jepplinga. Stundum til langtíma og stundum skemmri tíma. „Mér finnst þetta bara sorglegt. Ég get boðið hverjum sem er að koma og sparka í dekk, lesa af kílómetramælum og prófa. Við erum að tala um bíla sem eru eknir 20 til 30 þúsund kílómetra. Kannski 40. Þetta er margföldun. Við erum ekki að tala um neinar druslur.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41
Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08
Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44