Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2018 19:35 Lögregla og sérsveit fluttu nemendur burt af vettvangi. Vísir/Getty Skotárásin í Flórída í gær er sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. Þetta var átjánda skotárásin í skólum í Bandaríkjunum á þessu ári. Morðinginn var handtekinn þar sem hann reyndi að blandast hópi nemenda sem flúðu skólann. Það má segja að morðæði hafi gripið um sig í skólum í Bandaríkjunum því á aðeins sjö vikum sem liðnar eru af þessu ári hafa átján skotárásir átt sér stað í opinberum skólum í landinu. Þegar kennslu var að ljúka í Douglas framhaldsskólanum í Parkland um sjötíu kílómetra frá Miami í Flórída í gær hóf Nikolas Cruze, nítján ára fyrrverandi nemandi í skólanum skothríð á nemendur og kennara skólans. Scott Israel lögreglustjóri á svæðinu var miður sín þegar hann talaði við fjölmiðla. „Þetta er hræðilegt, hörmulegt. Það hryggir okkur að segja að 17 manns hafi týnt lífi,“ sagði Israel en tugir manna að auki særðust í árásinni. Tólf féllu inni í skólanum en morðinginn skaut aðra fimm til bana utan við skólann. Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz var handtekinn þar sem hann reyndi að blanda sér í hóp nemenda og kennara sem flúðu skólann og náði einn nemenda skólans þessum myndum þegar lögregla færði hann í járn á skólalóðinni. „Við höfum þegar byrjað að kryfja vefsíður hans og samfélagsmiðla sem hann var á og sumt af því sem kom í ljós er mjög óhugnanlegt,“ sagði lögreglustjórinn. Ekki er vitað um ástæður þess að Cruze myrti fólkið en hann hafði verið rekinn úr skólanum fyrir ótilgreind agabrot. Hann var vopnaður AR-15 hríðskotariffli og var með mikið magn skotfæra á sér þegar hann var handtekinn. Jillian Davis fyrrverandi samnemandi á námskeiði ungliða í þjóðvarðliðinu segir Cruze hafa verið undarlegan. „Allir á námskeiðinu voru dálítið skrautlegir en hann var mjög sérkennilegur. Ég man bara óljóst hve sérkennilegur hann var en það var aðallega hvað hann var árásargjarn og þögull og feiminn þegar hann varð árásargjarn,“ segir Davis. Þingmenn og samtök sem berjast gegn almennri byssueign í Bandaríkjunum hafa áratugum saman reynt að fá að minnsta kosti sett bann á eign almennra borgara á sjálfvirkum vopnum sem í raun eru hönnuð fyrir hermenn í bardaga, án árangurs. Þetta var mannskæðasta morðárás í framhaldsskólum í Bandaríkjunum frá fjöldamorðunum Columbine framhaldsskólanum í Littelton í Colorado árið 1999. Þar myrtu tveir nemendur tólf nemendur og kennara en kvikmynd hefur verið gerð um þau voðaverk. Skotárás í Flórída Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Skotárásin í Flórída í gær er sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. Þetta var átjánda skotárásin í skólum í Bandaríkjunum á þessu ári. Morðinginn var handtekinn þar sem hann reyndi að blandast hópi nemenda sem flúðu skólann. Það má segja að morðæði hafi gripið um sig í skólum í Bandaríkjunum því á aðeins sjö vikum sem liðnar eru af þessu ári hafa átján skotárásir átt sér stað í opinberum skólum í landinu. Þegar kennslu var að ljúka í Douglas framhaldsskólanum í Parkland um sjötíu kílómetra frá Miami í Flórída í gær hóf Nikolas Cruze, nítján ára fyrrverandi nemandi í skólanum skothríð á nemendur og kennara skólans. Scott Israel lögreglustjóri á svæðinu var miður sín þegar hann talaði við fjölmiðla. „Þetta er hræðilegt, hörmulegt. Það hryggir okkur að segja að 17 manns hafi týnt lífi,“ sagði Israel en tugir manna að auki særðust í árásinni. Tólf féllu inni í skólanum en morðinginn skaut aðra fimm til bana utan við skólann. Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz var handtekinn þar sem hann reyndi að blanda sér í hóp nemenda og kennara sem flúðu skólann og náði einn nemenda skólans þessum myndum þegar lögregla færði hann í járn á skólalóðinni. „Við höfum þegar byrjað að kryfja vefsíður hans og samfélagsmiðla sem hann var á og sumt af því sem kom í ljós er mjög óhugnanlegt,“ sagði lögreglustjórinn. Ekki er vitað um ástæður þess að Cruze myrti fólkið en hann hafði verið rekinn úr skólanum fyrir ótilgreind agabrot. Hann var vopnaður AR-15 hríðskotariffli og var með mikið magn skotfæra á sér þegar hann var handtekinn. Jillian Davis fyrrverandi samnemandi á námskeiði ungliða í þjóðvarðliðinu segir Cruze hafa verið undarlegan. „Allir á námskeiðinu voru dálítið skrautlegir en hann var mjög sérkennilegur. Ég man bara óljóst hve sérkennilegur hann var en það var aðallega hvað hann var árásargjarn og þögull og feiminn þegar hann varð árásargjarn,“ segir Davis. Þingmenn og samtök sem berjast gegn almennri byssueign í Bandaríkjunum hafa áratugum saman reynt að fá að minnsta kosti sett bann á eign almennra borgara á sjálfvirkum vopnum sem í raun eru hönnuð fyrir hermenn í bardaga, án árangurs. Þetta var mannskæðasta morðárás í framhaldsskólum í Bandaríkjunum frá fjöldamorðunum Columbine framhaldsskólanum í Littelton í Colorado árið 1999. Þar myrtu tveir nemendur tólf nemendur og kennara en kvikmynd hefur verið gerð um þau voðaverk.
Skotárás í Flórída Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira