Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2018 19:35 Lögregla og sérsveit fluttu nemendur burt af vettvangi. Vísir/Getty Skotárásin í Flórída í gær er sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. Þetta var átjánda skotárásin í skólum í Bandaríkjunum á þessu ári. Morðinginn var handtekinn þar sem hann reyndi að blandast hópi nemenda sem flúðu skólann. Það má segja að morðæði hafi gripið um sig í skólum í Bandaríkjunum því á aðeins sjö vikum sem liðnar eru af þessu ári hafa átján skotárásir átt sér stað í opinberum skólum í landinu. Þegar kennslu var að ljúka í Douglas framhaldsskólanum í Parkland um sjötíu kílómetra frá Miami í Flórída í gær hóf Nikolas Cruze, nítján ára fyrrverandi nemandi í skólanum skothríð á nemendur og kennara skólans. Scott Israel lögreglustjóri á svæðinu var miður sín þegar hann talaði við fjölmiðla. „Þetta er hræðilegt, hörmulegt. Það hryggir okkur að segja að 17 manns hafi týnt lífi,“ sagði Israel en tugir manna að auki særðust í árásinni. Tólf féllu inni í skólanum en morðinginn skaut aðra fimm til bana utan við skólann. Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz var handtekinn þar sem hann reyndi að blanda sér í hóp nemenda og kennara sem flúðu skólann og náði einn nemenda skólans þessum myndum þegar lögregla færði hann í járn á skólalóðinni. „Við höfum þegar byrjað að kryfja vefsíður hans og samfélagsmiðla sem hann var á og sumt af því sem kom í ljós er mjög óhugnanlegt,“ sagði lögreglustjórinn. Ekki er vitað um ástæður þess að Cruze myrti fólkið en hann hafði verið rekinn úr skólanum fyrir ótilgreind agabrot. Hann var vopnaður AR-15 hríðskotariffli og var með mikið magn skotfæra á sér þegar hann var handtekinn. Jillian Davis fyrrverandi samnemandi á námskeiði ungliða í þjóðvarðliðinu segir Cruze hafa verið undarlegan. „Allir á námskeiðinu voru dálítið skrautlegir en hann var mjög sérkennilegur. Ég man bara óljóst hve sérkennilegur hann var en það var aðallega hvað hann var árásargjarn og þögull og feiminn þegar hann varð árásargjarn,“ segir Davis. Þingmenn og samtök sem berjast gegn almennri byssueign í Bandaríkjunum hafa áratugum saman reynt að fá að minnsta kosti sett bann á eign almennra borgara á sjálfvirkum vopnum sem í raun eru hönnuð fyrir hermenn í bardaga, án árangurs. Þetta var mannskæðasta morðárás í framhaldsskólum í Bandaríkjunum frá fjöldamorðunum Columbine framhaldsskólanum í Littelton í Colorado árið 1999. Þar myrtu tveir nemendur tólf nemendur og kennara en kvikmynd hefur verið gerð um þau voðaverk. Skotárás í Flórída Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Skotárásin í Flórída í gær er sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. Þetta var átjánda skotárásin í skólum í Bandaríkjunum á þessu ári. Morðinginn var handtekinn þar sem hann reyndi að blandast hópi nemenda sem flúðu skólann. Það má segja að morðæði hafi gripið um sig í skólum í Bandaríkjunum því á aðeins sjö vikum sem liðnar eru af þessu ári hafa átján skotárásir átt sér stað í opinberum skólum í landinu. Þegar kennslu var að ljúka í Douglas framhaldsskólanum í Parkland um sjötíu kílómetra frá Miami í Flórída í gær hóf Nikolas Cruze, nítján ára fyrrverandi nemandi í skólanum skothríð á nemendur og kennara skólans. Scott Israel lögreglustjóri á svæðinu var miður sín þegar hann talaði við fjölmiðla. „Þetta er hræðilegt, hörmulegt. Það hryggir okkur að segja að 17 manns hafi týnt lífi,“ sagði Israel en tugir manna að auki særðust í árásinni. Tólf féllu inni í skólanum en morðinginn skaut aðra fimm til bana utan við skólann. Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz var handtekinn þar sem hann reyndi að blanda sér í hóp nemenda og kennara sem flúðu skólann og náði einn nemenda skólans þessum myndum þegar lögregla færði hann í járn á skólalóðinni. „Við höfum þegar byrjað að kryfja vefsíður hans og samfélagsmiðla sem hann var á og sumt af því sem kom í ljós er mjög óhugnanlegt,“ sagði lögreglustjórinn. Ekki er vitað um ástæður þess að Cruze myrti fólkið en hann hafði verið rekinn úr skólanum fyrir ótilgreind agabrot. Hann var vopnaður AR-15 hríðskotariffli og var með mikið magn skotfæra á sér þegar hann var handtekinn. Jillian Davis fyrrverandi samnemandi á námskeiði ungliða í þjóðvarðliðinu segir Cruze hafa verið undarlegan. „Allir á námskeiðinu voru dálítið skrautlegir en hann var mjög sérkennilegur. Ég man bara óljóst hve sérkennilegur hann var en það var aðallega hvað hann var árásargjarn og þögull og feiminn þegar hann varð árásargjarn,“ segir Davis. Þingmenn og samtök sem berjast gegn almennri byssueign í Bandaríkjunum hafa áratugum saman reynt að fá að minnsta kosti sett bann á eign almennra borgara á sjálfvirkum vopnum sem í raun eru hönnuð fyrir hermenn í bardaga, án árangurs. Þetta var mannskæðasta morðárás í framhaldsskólum í Bandaríkjunum frá fjöldamorðunum Columbine framhaldsskólanum í Littelton í Colorado árið 1999. Þar myrtu tveir nemendur tólf nemendur og kennara en kvikmynd hefur verið gerð um þau voðaverk.
Skotárás í Flórída Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent