„Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 23:42 Bænastund var haldin til minningar um þá sem létust í skotárásinni. Vísir/AFP Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. Móðirin, Lori Alhadeff, ávarpar Donald Trump Bandaríkjaforseta beint í viðtalinu og kallar eftir aðgerðum. Hinn nítján ára Nikolas Cruz skaut sautján til bana í árás á Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída í gær. Lögregla handsamaði Cruz, sem er fyrrverandi nemandi við skólann, um klukkustund eftir árásina.Sjá einnig: Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Cruz hefur verið ákærður fyrir minnst sautján morð og samkvæmt frétt BBC hefur hann játað aðild sína að árásinni. Hann er einnig talinn tengjast öfgahópum þjóðernissinna og var tvisvar tilkynntur til Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, vegna ógnandi hegðunar.„Þetta er ekki sanngjarnt“ Breska ríkisútvarpið hefur nafngreint fjögur fórnarlömb árásarinnar, þau Jamie Guttenberg, Nicholas Dworet og Alyssu Alhadeff, sem öll voru nemendur við skólann, og Aaron Feis, aðstoðarþjálfara fótboltaliðsins. Lori Alhadeff, móðir Alyssu Alhadeff, ávarpaði forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í tilfinningaþrungnu viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN í dag. Hún kallaði eftir aðgerðum og auknu öryggi barna í bandarískum skólum en viðtalið má horfa á í spilaranum hér að neðan. „Hvernig? Hvernig getum við leyft byssumönnum að ganga inn í skóla barnanna okkar. Hvernig komast þeir í gegnum öryggishlið?“ spurði Alhadeff. „Trump, þú segir, „hvað getum við gert?“ Þú getur komið í veg fyrir að byssurnar rati í hendur þessara barna. Settu málmleitarhlið við inngang skólanna. Hvað geturðu gert? Þú getur gert margt. Þetta er ekki sanngjarnt. Fjölskyldur okkar og börn fara í skólann og eru myrt.“Alhadeff hélt áfram og beindi orðum sínum aftur að Trump. „Ég eyddi síðustu tveimur klukkutímum í að skipuleggja jarðarför 14 ára dóttur minnar. Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“Sjá einnig: Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Trump vottaði aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar samúð sína í ávarpi í dag. Hann tileinkaði ræðuna bandarískum börnum og lagði áherslu á að aðgerða væri þörf en forðaðist þó að ræða fyrirætlanir ríkisins í þeim efnum. Forsetinn tjáði sig einnig um skotárásina á Twitter-reikningi sínum og sagði útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Þá sagði Trump að nauðsynlegt væri að tilkynna slíka hegðun til yfirvalda, „aftur og aftur“. Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35 Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda við skólann í öruggt skjól. 15. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. Móðirin, Lori Alhadeff, ávarpar Donald Trump Bandaríkjaforseta beint í viðtalinu og kallar eftir aðgerðum. Hinn nítján ára Nikolas Cruz skaut sautján til bana í árás á Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída í gær. Lögregla handsamaði Cruz, sem er fyrrverandi nemandi við skólann, um klukkustund eftir árásina.Sjá einnig: Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Cruz hefur verið ákærður fyrir minnst sautján morð og samkvæmt frétt BBC hefur hann játað aðild sína að árásinni. Hann er einnig talinn tengjast öfgahópum þjóðernissinna og var tvisvar tilkynntur til Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, vegna ógnandi hegðunar.„Þetta er ekki sanngjarnt“ Breska ríkisútvarpið hefur nafngreint fjögur fórnarlömb árásarinnar, þau Jamie Guttenberg, Nicholas Dworet og Alyssu Alhadeff, sem öll voru nemendur við skólann, og Aaron Feis, aðstoðarþjálfara fótboltaliðsins. Lori Alhadeff, móðir Alyssu Alhadeff, ávarpaði forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í tilfinningaþrungnu viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN í dag. Hún kallaði eftir aðgerðum og auknu öryggi barna í bandarískum skólum en viðtalið má horfa á í spilaranum hér að neðan. „Hvernig? Hvernig getum við leyft byssumönnum að ganga inn í skóla barnanna okkar. Hvernig komast þeir í gegnum öryggishlið?“ spurði Alhadeff. „Trump, þú segir, „hvað getum við gert?“ Þú getur komið í veg fyrir að byssurnar rati í hendur þessara barna. Settu málmleitarhlið við inngang skólanna. Hvað geturðu gert? Þú getur gert margt. Þetta er ekki sanngjarnt. Fjölskyldur okkar og börn fara í skólann og eru myrt.“Alhadeff hélt áfram og beindi orðum sínum aftur að Trump. „Ég eyddi síðustu tveimur klukkutímum í að skipuleggja jarðarför 14 ára dóttur minnar. Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“Sjá einnig: Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Trump vottaði aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar samúð sína í ávarpi í dag. Hann tileinkaði ræðuna bandarískum börnum og lagði áherslu á að aðgerða væri þörf en forðaðist þó að ræða fyrirætlanir ríkisins í þeim efnum. Forsetinn tjáði sig einnig um skotárásina á Twitter-reikningi sínum og sagði útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Þá sagði Trump að nauðsynlegt væri að tilkynna slíka hegðun til yfirvalda, „aftur og aftur“.
Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35 Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda við skólann í öruggt skjól. 15. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45
Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35
Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda við skólann í öruggt skjól. 15. febrúar 2018 18:45