„Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 23:42 Bænastund var haldin til minningar um þá sem létust í skotárásinni. Vísir/AFP Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. Móðirin, Lori Alhadeff, ávarpar Donald Trump Bandaríkjaforseta beint í viðtalinu og kallar eftir aðgerðum. Hinn nítján ára Nikolas Cruz skaut sautján til bana í árás á Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída í gær. Lögregla handsamaði Cruz, sem er fyrrverandi nemandi við skólann, um klukkustund eftir árásina.Sjá einnig: Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Cruz hefur verið ákærður fyrir minnst sautján morð og samkvæmt frétt BBC hefur hann játað aðild sína að árásinni. Hann er einnig talinn tengjast öfgahópum þjóðernissinna og var tvisvar tilkynntur til Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, vegna ógnandi hegðunar.„Þetta er ekki sanngjarnt“ Breska ríkisútvarpið hefur nafngreint fjögur fórnarlömb árásarinnar, þau Jamie Guttenberg, Nicholas Dworet og Alyssu Alhadeff, sem öll voru nemendur við skólann, og Aaron Feis, aðstoðarþjálfara fótboltaliðsins. Lori Alhadeff, móðir Alyssu Alhadeff, ávarpaði forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í tilfinningaþrungnu viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN í dag. Hún kallaði eftir aðgerðum og auknu öryggi barna í bandarískum skólum en viðtalið má horfa á í spilaranum hér að neðan. „Hvernig? Hvernig getum við leyft byssumönnum að ganga inn í skóla barnanna okkar. Hvernig komast þeir í gegnum öryggishlið?“ spurði Alhadeff. „Trump, þú segir, „hvað getum við gert?“ Þú getur komið í veg fyrir að byssurnar rati í hendur þessara barna. Settu málmleitarhlið við inngang skólanna. Hvað geturðu gert? Þú getur gert margt. Þetta er ekki sanngjarnt. Fjölskyldur okkar og börn fara í skólann og eru myrt.“Alhadeff hélt áfram og beindi orðum sínum aftur að Trump. „Ég eyddi síðustu tveimur klukkutímum í að skipuleggja jarðarför 14 ára dóttur minnar. Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“Sjá einnig: Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Trump vottaði aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar samúð sína í ávarpi í dag. Hann tileinkaði ræðuna bandarískum börnum og lagði áherslu á að aðgerða væri þörf en forðaðist þó að ræða fyrirætlanir ríkisins í þeim efnum. Forsetinn tjáði sig einnig um skotárásina á Twitter-reikningi sínum og sagði útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Þá sagði Trump að nauðsynlegt væri að tilkynna slíka hegðun til yfirvalda, „aftur og aftur“. Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35 Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda við skólann í öruggt skjól. 15. febrúar 2018 18:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. Móðirin, Lori Alhadeff, ávarpar Donald Trump Bandaríkjaforseta beint í viðtalinu og kallar eftir aðgerðum. Hinn nítján ára Nikolas Cruz skaut sautján til bana í árás á Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída í gær. Lögregla handsamaði Cruz, sem er fyrrverandi nemandi við skólann, um klukkustund eftir árásina.Sjá einnig: Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Cruz hefur verið ákærður fyrir minnst sautján morð og samkvæmt frétt BBC hefur hann játað aðild sína að árásinni. Hann er einnig talinn tengjast öfgahópum þjóðernissinna og var tvisvar tilkynntur til Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, vegna ógnandi hegðunar.„Þetta er ekki sanngjarnt“ Breska ríkisútvarpið hefur nafngreint fjögur fórnarlömb árásarinnar, þau Jamie Guttenberg, Nicholas Dworet og Alyssu Alhadeff, sem öll voru nemendur við skólann, og Aaron Feis, aðstoðarþjálfara fótboltaliðsins. Lori Alhadeff, móðir Alyssu Alhadeff, ávarpaði forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í tilfinningaþrungnu viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN í dag. Hún kallaði eftir aðgerðum og auknu öryggi barna í bandarískum skólum en viðtalið má horfa á í spilaranum hér að neðan. „Hvernig? Hvernig getum við leyft byssumönnum að ganga inn í skóla barnanna okkar. Hvernig komast þeir í gegnum öryggishlið?“ spurði Alhadeff. „Trump, þú segir, „hvað getum við gert?“ Þú getur komið í veg fyrir að byssurnar rati í hendur þessara barna. Settu málmleitarhlið við inngang skólanna. Hvað geturðu gert? Þú getur gert margt. Þetta er ekki sanngjarnt. Fjölskyldur okkar og börn fara í skólann og eru myrt.“Alhadeff hélt áfram og beindi orðum sínum aftur að Trump. „Ég eyddi síðustu tveimur klukkutímum í að skipuleggja jarðarför 14 ára dóttur minnar. Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“Sjá einnig: Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Trump vottaði aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar samúð sína í ávarpi í dag. Hann tileinkaði ræðuna bandarískum börnum og lagði áherslu á að aðgerða væri þörf en forðaðist þó að ræða fyrirætlanir ríkisins í þeim efnum. Forsetinn tjáði sig einnig um skotárásina á Twitter-reikningi sínum og sagði útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Þá sagði Trump að nauðsynlegt væri að tilkynna slíka hegðun til yfirvalda, „aftur og aftur“.
Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35 Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda við skólann í öruggt skjól. 15. febrúar 2018 18:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45
Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35
Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda við skólann í öruggt skjól. 15. febrúar 2018 18:45