Körfubolti

Karlkynsklappstýru hent úr húsi fyrir ruslatal | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Klappstýrudólgurinn hjá Arizona nýtti þessi gjallarhorn til fullnustu.
Klappstýrudólgurinn hjá Arizona nýtti þessi gjallarhorn til fullnustu. twitter
Íþróttalífið býður alltaf upp á eitthvað nýtt og nú er byrjað að henda klappstýrum út úr íþróttahúsum.

Nágrannaskólarnir Arizona og Arizona State kepptu í körfubolta í gær og þar misnotaði ein karlkynsklappstýran aðstöðu sína til þess að drulla yfir leikmenn andstæðinganna. Klappstýrudólgur sem er ekki algengt.

Klappstýrurnar sitja beint undir körfunni og þar öskraði klappstýran í gjallarhorn á andstæðingana sem voru að taka vítaskot.





Einum dómaranum var að lokum nóg boðið og hann henti klappstýrunni út.

„Hann var að öskra í gegnum gjallarhornið á leikmenn. Það er ekki boðlegt. Hann fékk fyrst viðvörun en það skilaði engu. Ég ákvað því að henda honum út,“ sagði dómarinn.

Klappstýran var á vegum Arizona og þrátt fyrir brottvikninguna vann Arizona leikinn, 77-70.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×