Innlent

Vara við umferð hreindýra á Austurlandi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Það er betra að hafa augun opin þegar ekið er um Austurland í dag.
Það er betra að hafa augun opin þegar ekið er um Austurland í dag. VÍSIR/VILHELM
Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur og Suðausturlandi.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna fyllstu aðgát þegar farið er um Siglufjarðarveg, milli Fljóta og Siglufjarðar því mikið sé um grjóthrun og leysingar.

Á Suður-og Suðvesturlandi er að mestu greiðfært en flughált er í Grafningi og á Reykjavegi. Þá eru hálkublettir og éljagangur á Hellisheiði.

Á Vesturlandi er víða greiðfært á láglendi en hálkublettir og éljagangur er á flestum fjallvegum. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði og snjóþekja er á Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum eru víða hálkublettir. Snjóþekja og snjókoma er á fjallvegum og hvasst.

Á Norðausturlandi er greiðfært víðast hvar en hálkublettir eru á Öxnadalsheiði, Hólasandi og Dettifossvegi.

Á Austurlandi er víða hálka og enn fremur er flughált í Jökulsárhlið. Greiðfært er með suðausturströndinni en Sólheimajökulsvegur er ófær vegna vatnavaxtar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×