Netöryggi barna Þóra Jónsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 07:00 Í dag er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. Frá árinu 2001 hafa Barnaheill – Save the Children á Íslandi starfrækt ábendingalínu fyrir ólöglegt og óviðeigandi efni á neti, í samstarfi við Ríkislögreglustjóra. Ábendingalínan er hluti af SAFT verkefninu, (Samfélag, fjölskylda og tækni) og nýtur styrks frá Evrópusambandinu og úr ríkissjóði. Ábendingalína Barnaheilla er þátttakandi í samstarfi ábendingalína á heimsvísu í gegnum alþjóðasamtökin Inhope. Með þessu samstarfi er mögulegt að bregðast við þegar tilkynningar um ofbeldi gegn börnum hvaðanæva úr heiminum berast í gegnum ábendingalínuna. Inni á heimasíðum Barnaheilla, lögreglunnar, SAFT og víðar má finna ábendingahnapp þar sem hægt er að senda tilkynningar um myndir eða myndbönd sem brjóta gegn friðhelgi einkalífs barna, svo sem myndir sem innihalda nekt eða sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Ábendingalínan og SAFT eiga gott samstarf við Facebook, Youtube, Instagram, Snapchat og Google og geta beitt öruggum og fljótlegum leiðum til að fá myndefni fjarlægt af þeim miðlum. Því getur verið gott að tilkynna myndefni þaðan í gegnum ábendingalínuna. Stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum á sér stað þegar myndum eða myndböndum sem sýna börn á kynferðislegan hátt er dreift á netinu. Stundum á það sér stað í kjölfar þess sem í daglegu tali er kallað „sexting“ og stundum á það sér stað sem hrelliklám. Stundum er það með ásetningi um að beita yngri börn ofbeldi og dreifa því og selja. Framleiðsla, skoðun, öflun og dreifing á slíkum myndum er refsiverð samkvæmt hegningarlögum. Að mati Barnaheilla ætti það þó ekki að eiga við gagnvart börnum sem taka slíkar myndir af sjálfum sér til eignar eða til að senda öðrum. Barn sem er yngra en 15 ára er ósakhæft vegna aldurs og yrði því ekki ákært fyrir að taka nektarmynd af sér og senda en hins vegar er engin undanþága frá ólögmæti framleiðslu og dreifingar nektarmynda fyrir börn frá 15–18 ára og því væri lögum samkvæmt hægt að ákæra börn á þeim aldri fyrir slíkt. Að mati Barnaheilla þarf að taka af allan vafa um að börnum verði ekki gerð refsing fyrir að taka af sér nektarmynd og senda vini. Barn sem náð hefur 15 ára aldri ætti að hafa um það frelsi hvort það taki mynd af eigin líkama og sýni jafningja með samþykki beggja. Vitanlega er þó mikilvægt að gæta að mörkum annarra og virða. Á dögunum var frumsýnd stuttmyndin „Myndin af mér“, en hún er fræðslu- og forvarnamynd um stafrænt kynferðisofbeldi eftir Brynhildi Björnsdóttur og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Börn eiga rétt á vernd gegn öllu ofbeldi og því er afar mikilvægt að börn og allir sem hafa með uppeldi og þjónustu við börn að gera séu vel upplýstir um forvarnir og viðbrögð við ofbeldi gegn börnum. Því hvetja Barnaheill til þess að „Myndin af mér“ verði nýtt í þeim tilgangi í skólum, félagsmiðstöðvum, af foreldrafélögum og hvarvetna sem þörf er á. Barnaheill hvetja samfélagið allt til þátttöku í að vernda öll börn gegn ofbeldi. Höfundur er lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Þóra Jónsdóttir Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. Frá árinu 2001 hafa Barnaheill – Save the Children á Íslandi starfrækt ábendingalínu fyrir ólöglegt og óviðeigandi efni á neti, í samstarfi við Ríkislögreglustjóra. Ábendingalínan er hluti af SAFT verkefninu, (Samfélag, fjölskylda og tækni) og nýtur styrks frá Evrópusambandinu og úr ríkissjóði. Ábendingalína Barnaheilla er þátttakandi í samstarfi ábendingalína á heimsvísu í gegnum alþjóðasamtökin Inhope. Með þessu samstarfi er mögulegt að bregðast við þegar tilkynningar um ofbeldi gegn börnum hvaðanæva úr heiminum berast í gegnum ábendingalínuna. Inni á heimasíðum Barnaheilla, lögreglunnar, SAFT og víðar má finna ábendingahnapp þar sem hægt er að senda tilkynningar um myndir eða myndbönd sem brjóta gegn friðhelgi einkalífs barna, svo sem myndir sem innihalda nekt eða sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Ábendingalínan og SAFT eiga gott samstarf við Facebook, Youtube, Instagram, Snapchat og Google og geta beitt öruggum og fljótlegum leiðum til að fá myndefni fjarlægt af þeim miðlum. Því getur verið gott að tilkynna myndefni þaðan í gegnum ábendingalínuna. Stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum á sér stað þegar myndum eða myndböndum sem sýna börn á kynferðislegan hátt er dreift á netinu. Stundum á það sér stað í kjölfar þess sem í daglegu tali er kallað „sexting“ og stundum á það sér stað sem hrelliklám. Stundum er það með ásetningi um að beita yngri börn ofbeldi og dreifa því og selja. Framleiðsla, skoðun, öflun og dreifing á slíkum myndum er refsiverð samkvæmt hegningarlögum. Að mati Barnaheilla ætti það þó ekki að eiga við gagnvart börnum sem taka slíkar myndir af sjálfum sér til eignar eða til að senda öðrum. Barn sem er yngra en 15 ára er ósakhæft vegna aldurs og yrði því ekki ákært fyrir að taka nektarmynd af sér og senda en hins vegar er engin undanþága frá ólögmæti framleiðslu og dreifingar nektarmynda fyrir börn frá 15–18 ára og því væri lögum samkvæmt hægt að ákæra börn á þeim aldri fyrir slíkt. Að mati Barnaheilla þarf að taka af allan vafa um að börnum verði ekki gerð refsing fyrir að taka af sér nektarmynd og senda vini. Barn sem náð hefur 15 ára aldri ætti að hafa um það frelsi hvort það taki mynd af eigin líkama og sýni jafningja með samþykki beggja. Vitanlega er þó mikilvægt að gæta að mörkum annarra og virða. Á dögunum var frumsýnd stuttmyndin „Myndin af mér“, en hún er fræðslu- og forvarnamynd um stafrænt kynferðisofbeldi eftir Brynhildi Björnsdóttur og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Börn eiga rétt á vernd gegn öllu ofbeldi og því er afar mikilvægt að börn og allir sem hafa með uppeldi og þjónustu við börn að gera séu vel upplýstir um forvarnir og viðbrögð við ofbeldi gegn börnum. Því hvetja Barnaheill til þess að „Myndin af mér“ verði nýtt í þeim tilgangi í skólum, félagsmiðstöðvum, af foreldrafélögum og hvarvetna sem þörf er á. Barnaheill hvetja samfélagið allt til þátttöku í að vernda öll börn gegn ofbeldi. Höfundur er lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun