Verður betra sjóskip sem bætir þjónustu við Vestmannaeyjar Kristján Már Unnarsson skrifar 5. febrúar 2018 20:45 Grafísk mynd af nýju Vestmannaeyjaferjunni, sem væntanleg er síðsumars. Vestmannaeyjabær hefur tekið upp viðræður við nýjan samgönguráðherra um þá hugmynd að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Jafnframt vilja Eyjamenn að ríkið haldi gamla Herjólfi sem varaferju. Rætt var við Elliða Vignisson, bæjarstjóra Vestmannaeyja, og grafískt myndband sýnt af nýju ferjunni í fréttum Stöðvar 2. Vonast er til að viðgerð á gamla Herjólfi í Hafnarfirði ljúki um miðja þessa viku en á meðan sinnir norsk ferja siglingum milli lands og Eyja. En þótt ný ferja sé í smíðum og væntanleg síðsumars vilja Eyjamenn halda þeirri gömlu. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, við Herjólf í Hafnarfirði.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Elliði Vignisson segir Vestmannaeyjabæ hafa óskað eftir því að gamla skipið verði áfram í landinu. Það þurfi að hafa varaferju og þá einnig fyrir aðrar ferjur ríkisins. Eyjamenn hafa jafnframt tekið upp þráðinn með nýjum samgönguráðherra um þá viljayfirlýsingu fyrri ráðherra að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Á fundi fulltrúa bæjarins með ráðherra í síðustu viku var ákveðið að stefna að því að halda annan íbúafund með bæjarbúum um málið. Elliði segir að með nýrri ferju vonist menn til að nota megi Landeyjahöfn í 97 prósent tilvika í átta mánuði á ári. Yfir fjóra vetrarmánuði sé gert ráð fyrir að um 30 prósent ferða verði í Þorlákshöfn í meðalári. „Það er strax orðin allt önnur þjónusta heldur en við höfum getað gengið að sem vísu frá því Landeyjahöfn opnaði 2010,“ segir Elliði. Gamli Herjólfur sigldi í fyrsta sinn inn í Landeyjahöfn sumarið 2010.vísir/Óskar P. FriðrikssonÞá verði aðbúnaður farþega betri en áður var ráðgert, með yfir sjötíu kojum og stólum sem megi halla. „Það er ekkert sem bendir til þess að þetta skip verði verra sjóskip heldur en núverandi Herjólfur. Heldur þvert á móti; að það kunni að fara jafnvel enn betur um farþega. Þannig að þetta eykur okkur svona tiltrúna. En við vitum það að yfir harðasta veturinn þá verða frátafir í siglingum til Landeyjahafnar,“ segir bæjarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Herjólfur Samgöngur Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Bodö mun leysa af Herjólf Vegagerðin hefur tekið norsku ferjuna Bodö á leigu til að leysa Herjólf af í janúar, þegar viðgerð á gír Herjólfs verður loks kláruð. 20. desember 2017 08:50 Byrjaðir að nota nafnið Vilborg á nýju ferjuna Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. 29. janúar 2018 20:15 Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Vestmannaeyjabær hefur tekið upp viðræður við nýjan samgönguráðherra um þá hugmynd að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Jafnframt vilja Eyjamenn að ríkið haldi gamla Herjólfi sem varaferju. Rætt var við Elliða Vignisson, bæjarstjóra Vestmannaeyja, og grafískt myndband sýnt af nýju ferjunni í fréttum Stöðvar 2. Vonast er til að viðgerð á gamla Herjólfi í Hafnarfirði ljúki um miðja þessa viku en á meðan sinnir norsk ferja siglingum milli lands og Eyja. En þótt ný ferja sé í smíðum og væntanleg síðsumars vilja Eyjamenn halda þeirri gömlu. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, við Herjólf í Hafnarfirði.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Elliði Vignisson segir Vestmannaeyjabæ hafa óskað eftir því að gamla skipið verði áfram í landinu. Það þurfi að hafa varaferju og þá einnig fyrir aðrar ferjur ríkisins. Eyjamenn hafa jafnframt tekið upp þráðinn með nýjum samgönguráðherra um þá viljayfirlýsingu fyrri ráðherra að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Á fundi fulltrúa bæjarins með ráðherra í síðustu viku var ákveðið að stefna að því að halda annan íbúafund með bæjarbúum um málið. Elliði segir að með nýrri ferju vonist menn til að nota megi Landeyjahöfn í 97 prósent tilvika í átta mánuði á ári. Yfir fjóra vetrarmánuði sé gert ráð fyrir að um 30 prósent ferða verði í Þorlákshöfn í meðalári. „Það er strax orðin allt önnur þjónusta heldur en við höfum getað gengið að sem vísu frá því Landeyjahöfn opnaði 2010,“ segir Elliði. Gamli Herjólfur sigldi í fyrsta sinn inn í Landeyjahöfn sumarið 2010.vísir/Óskar P. FriðrikssonÞá verði aðbúnaður farþega betri en áður var ráðgert, með yfir sjötíu kojum og stólum sem megi halla. „Það er ekkert sem bendir til þess að þetta skip verði verra sjóskip heldur en núverandi Herjólfur. Heldur þvert á móti; að það kunni að fara jafnvel enn betur um farþega. Þannig að þetta eykur okkur svona tiltrúna. En við vitum það að yfir harðasta veturinn þá verða frátafir í siglingum til Landeyjahafnar,“ segir bæjarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Herjólfur Samgöngur Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Bodö mun leysa af Herjólf Vegagerðin hefur tekið norsku ferjuna Bodö á leigu til að leysa Herjólf af í janúar, þegar viðgerð á gír Herjólfs verður loks kláruð. 20. desember 2017 08:50 Byrjaðir að nota nafnið Vilborg á nýju ferjuna Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. 29. janúar 2018 20:15 Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Bodö mun leysa af Herjólf Vegagerðin hefur tekið norsku ferjuna Bodö á leigu til að leysa Herjólf af í janúar, þegar viðgerð á gír Herjólfs verður loks kláruð. 20. desember 2017 08:50
Byrjaðir að nota nafnið Vilborg á nýju ferjuna Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. 29. janúar 2018 20:15
Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45