NBA: Detroit Pistons vinnur alla leiki sína eftir að liðið fékk Blake Griffin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2018 07:30 Blake Griffin. Vísir/Getty Detroit Pistons hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og leikmenn Utah Jazz hafa nú unnið sex leiki í röð.Blake Griffin og Andre Drummond áttu báðir góðan leik þegar Detroit Pistons vann 111-91 sigur á Portland Trail Blazers. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá þriðji í röð síðan að félagið skipti á leikmönnum og fékk Blake Griffin frá Los Angeles Clippers. Blake Griffin var með 21 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar í sigrinum í nótt en Andre Drummond skoraði 17 stig og tók 17 fráköst. Anthony Tolliver bætti við 15 stigum og þeir Reggie Bullock og Langston Galloway voru báðir með 13 stig. Damian Lillard skoraði 20 stig fyrir Portland og C.J. McCollum var með 14 stig.Rodney Hood skoraði 30 stig í 133-109 sigri Utah Jazz á New Orleans Pelicans. Þetta var aðeins annar leikurinn hjá Hood efrir að hafa kom aftur eftir meiðsli en sjötti sigurleikur Utah Jazz í röð. Spænski leikstjórnandinn Ricky Rubio var með 20 stig og 11 stoðsendingar og franski miðherjinn Rudy Gobert var með 19 stig og 10 fráköst. Jazz-liðið hitti úr 14 af 21 þriggja stiga skoti sínu sem er mögnuð nýting. Jrue Holiday skoraði 28 stig fyrir Pelíkanana og Anthony Davis var með 15 stig og 11 fráköst. New Orleans Pelicans hefur nú tapað fjórum af fimm leikjum sínum eftir að stórstjarnan DeMarcus Cousins sleit hásin 26. janúar síðastliðinn.Dallas Mavericks var tíu stigum yfir á móti Los Angeles Clippers, 101-91, þegar aðeins 4:42 mínútur voru eftir af leiknum en tapaði lokakaflanum 13-0 og þar með leiknum með þremur stigum, 104-101. Dallas klikkaði á síðustu sjö skotum sínum í leiknum og tapaði að auki fjórum boltum. Danilo Gallinari skoraði 28 stig fyrir Los Angeles Clippers og Tobias Harris var með 19 stig. Lou Williams kom með 15 stig og 8 stoðsendingar inn af bekknum. Wesley Matthews skoraði 23 stig fyrir Dallas og Devin Harris var með 16 stig. Dirk Nowitzki skoraði 12 stig á 25 mínútum.Orlando Magic vann baráttuna um Flórídaskagann þegar Magic-liðið sótti 111-109 sigur til nágranna sinna í Miami Heat. Mario Hezonja skoraði 20 stig fyrir Orlando en hann kom inn í byrjunarliðið fyrir Aaron Gordon sem var meiddur. Þetta var aðeins þriðji útisigur Orlando liðsins í síðustu 24 leikjum.Sacramento Kings liðið skoraði aðeins 9 stig í fyrsta leikhluta á heimavelli en tókst að vinna sig til baka og vinna 104-98 sigur á Chicago Bulls. Bulls komst mest 21 stigi yfir í leiknum og var 28-9 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Bogdan Bogdanovic var stigahæstur hjá Sacramento Kings með 15 stig. Zach LaVine skoraði 27 stig fyrir Chicago og Justin Holiday var með 20 stig. Finninn Lauri Markkanen missti af sínum þriðja leik í röð en hann var að verða pabbi. Kris Dunn var ekki heldur með Bulls.Úrslitin úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Los Angeles Clippers - Dallas Mavericks 104-101 Sacramento Kings - Chicago Bulls 104-98 Denver Nuggets - Charlotte Hornets 121-104 New Orleans Pelicans - Utah Jazz 109-133 Miami Heat - Orlando Magic 109-111 Detroit Pistons - Portland Trail Blazers 111-91 Indiana Pacers - Washington Wizards 102-111 NBA Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Detroit Pistons hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og leikmenn Utah Jazz hafa nú unnið sex leiki í röð.Blake Griffin og Andre Drummond áttu báðir góðan leik þegar Detroit Pistons vann 111-91 sigur á Portland Trail Blazers. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá þriðji í röð síðan að félagið skipti á leikmönnum og fékk Blake Griffin frá Los Angeles Clippers. Blake Griffin var með 21 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar í sigrinum í nótt en Andre Drummond skoraði 17 stig og tók 17 fráköst. Anthony Tolliver bætti við 15 stigum og þeir Reggie Bullock og Langston Galloway voru báðir með 13 stig. Damian Lillard skoraði 20 stig fyrir Portland og C.J. McCollum var með 14 stig.Rodney Hood skoraði 30 stig í 133-109 sigri Utah Jazz á New Orleans Pelicans. Þetta var aðeins annar leikurinn hjá Hood efrir að hafa kom aftur eftir meiðsli en sjötti sigurleikur Utah Jazz í röð. Spænski leikstjórnandinn Ricky Rubio var með 20 stig og 11 stoðsendingar og franski miðherjinn Rudy Gobert var með 19 stig og 10 fráköst. Jazz-liðið hitti úr 14 af 21 þriggja stiga skoti sínu sem er mögnuð nýting. Jrue Holiday skoraði 28 stig fyrir Pelíkanana og Anthony Davis var með 15 stig og 11 fráköst. New Orleans Pelicans hefur nú tapað fjórum af fimm leikjum sínum eftir að stórstjarnan DeMarcus Cousins sleit hásin 26. janúar síðastliðinn.Dallas Mavericks var tíu stigum yfir á móti Los Angeles Clippers, 101-91, þegar aðeins 4:42 mínútur voru eftir af leiknum en tapaði lokakaflanum 13-0 og þar með leiknum með þremur stigum, 104-101. Dallas klikkaði á síðustu sjö skotum sínum í leiknum og tapaði að auki fjórum boltum. Danilo Gallinari skoraði 28 stig fyrir Los Angeles Clippers og Tobias Harris var með 19 stig. Lou Williams kom með 15 stig og 8 stoðsendingar inn af bekknum. Wesley Matthews skoraði 23 stig fyrir Dallas og Devin Harris var með 16 stig. Dirk Nowitzki skoraði 12 stig á 25 mínútum.Orlando Magic vann baráttuna um Flórídaskagann þegar Magic-liðið sótti 111-109 sigur til nágranna sinna í Miami Heat. Mario Hezonja skoraði 20 stig fyrir Orlando en hann kom inn í byrjunarliðið fyrir Aaron Gordon sem var meiddur. Þetta var aðeins þriðji útisigur Orlando liðsins í síðustu 24 leikjum.Sacramento Kings liðið skoraði aðeins 9 stig í fyrsta leikhluta á heimavelli en tókst að vinna sig til baka og vinna 104-98 sigur á Chicago Bulls. Bulls komst mest 21 stigi yfir í leiknum og var 28-9 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Bogdan Bogdanovic var stigahæstur hjá Sacramento Kings með 15 stig. Zach LaVine skoraði 27 stig fyrir Chicago og Justin Holiday var með 20 stig. Finninn Lauri Markkanen missti af sínum þriðja leik í röð en hann var að verða pabbi. Kris Dunn var ekki heldur með Bulls.Úrslitin úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Los Angeles Clippers - Dallas Mavericks 104-101 Sacramento Kings - Chicago Bulls 104-98 Denver Nuggets - Charlotte Hornets 121-104 New Orleans Pelicans - Utah Jazz 109-133 Miami Heat - Orlando Magic 109-111 Detroit Pistons - Portland Trail Blazers 111-91 Indiana Pacers - Washington Wizards 102-111
NBA Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn