Þokast í samkomulagsátt um fjárlög í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2018 13:15 Eftir átök sem hafa tíðum verið hatrömm virðist meiri sáttatónn vera í McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, (t.v.) og Chuck Schumer, leiðtoga demókrata, þessa dagana. Vísir/AFP Þrátt fyrir fullyrðingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hann sé tilbúinn að láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast eru merki um að leiðtogar repúblikana og demókrata séu að ná saman um frumvarp að fjárlögum. Frestur til að framlenga útgjöld til alríkisstofnana rennur út á morgun. Neðri deild Bandaríkjaþings samþykkti bráðabirgðalausn til að fjármagna rekstur alríkisstjórnarinnar eftir að fé til hans klárast á morgun. Leiðtogar flokkanna í öldungadeildinni eru nú sagðir vinna að lausn til lengri tíma sem myndi fela í sér aukin útgjöld til hernaðarmála sem repúblikanar vilja en einnig frekari fjárútlát innanlands sem demókratar sækjast eftir. Alríkisstjórnin hefur verið fjármögnuð með röð bráðabirgðafrumvarpa frá því að síðasta fjárlagaári lauk í lok september. Þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um fjárlög þá. Síðan þá hefur lokun alríkisstjórnarinnar vofað yfir í hvert skipti sem þurft hefur að samþykkja nýja skammtímalausn. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist að hluta til í þrjá daga í janúar þegar demókratar neituðu að samþykkja bráðabirgðalausn til að knýja á um að staða innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn yrði tryggð. Trump batt enda á DACA-áætlunina sem hefur varið þá fyrir brottvísun í fyrra.Viðræður í skugga hótana forsetansAP-fréttastofan segir að demókratar hafi látið þá kröfu falla niður og reyni frekar að fá repúblikana til að fallast á tuga milljarða fjárframlög til annarra málefna sem þeir telja brýn. Treysta þeir á að samkomulag náist um innflytjendamál síðar. Á meðal þess sem Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, og Chuck Schumer, oddviti demókrata, ræða nú er hækkun svonefnds skuldaþaks ríkissjóðs til að hægt verði að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins í framtíðinni. Yfirlýsingar Trump forseta í gær voru hins vegar í litlu samráði við þennan nýfundna sáttahug hjá leiðtogum flokkanna. Fullyrti hann að hann væri til í að láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast til að hann gæti náð sínu fram í innflytjendamálum. „Ég myndi elska að sjá lokun ef við getum ekki fengið þessi mál í gegn,“ sagði Trump.John Kelly er haukur í innflytjendamálum. Lýsing hans á innflytjendum sem lötum féll ekki í kramið hjá demókrötum.Vísir/AFPGaf í skyn að innflytjendur væru latirÞá féllu orð Johns Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, um innflytjendur í grýttan jarðveg hjá demókrötum. Trump lagði til vernd fyrir fleiri innflytjendur en þá sem hafa fallið undir DACA-áætlunina í janúar. Það var þó skilyrðum háð að þingið samþykkti tugi milljarða í byggingu landamæramúrs við Mexíkó og að innflytjendum sem koma löglega til Bandaríkjanna verði fækkað verulega. Kelly sagði að tillaga Trump myndi ekki aðeins tryggja skjólstæðingum DACA vernd heldur einnig þeim innflytjendum sem „sumir myndu segja að séu of hræddir til að skrá sig en aðrir myndu segja að væru of latir til að hreyfa sig af rassinum en þeir skráðu sig ekki.“ „Ég harma þessa lýsingu. Hún kemur mér ekki á óvart komandi frá Kelly herforingja,“ segir Dick Durbin, öldungadeildarþingmaður demókrata sem hefur farið fyrir viðræðum þeirra við repúblikana um innflytjendamál. Kelly er einn helsti harðlínumaðurinn í innflytjendamálum í Hvíta húsinu. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs hafa fullyrt að Kelly og Stephen Miller, ráðgjafi Trump, séu þeir sem hafi fyrst og fremst komið í veg fyrir að forsetinn styðji við tilraunir til að ná þverpólitísku samkomulagi um endurskoðun innflytjendakerfis Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leggja til skammtímalausn til að forðast lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískir þingmenn reyna að semja um bráðabirgðafjárlög áður en frestur til þess rennur út á fimmtudag. 6. febrúar 2018 16:14 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira
Þrátt fyrir fullyrðingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hann sé tilbúinn að láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast eru merki um að leiðtogar repúblikana og demókrata séu að ná saman um frumvarp að fjárlögum. Frestur til að framlenga útgjöld til alríkisstofnana rennur út á morgun. Neðri deild Bandaríkjaþings samþykkti bráðabirgðalausn til að fjármagna rekstur alríkisstjórnarinnar eftir að fé til hans klárast á morgun. Leiðtogar flokkanna í öldungadeildinni eru nú sagðir vinna að lausn til lengri tíma sem myndi fela í sér aukin útgjöld til hernaðarmála sem repúblikanar vilja en einnig frekari fjárútlát innanlands sem demókratar sækjast eftir. Alríkisstjórnin hefur verið fjármögnuð með röð bráðabirgðafrumvarpa frá því að síðasta fjárlagaári lauk í lok september. Þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um fjárlög þá. Síðan þá hefur lokun alríkisstjórnarinnar vofað yfir í hvert skipti sem þurft hefur að samþykkja nýja skammtímalausn. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist að hluta til í þrjá daga í janúar þegar demókratar neituðu að samþykkja bráðabirgðalausn til að knýja á um að staða innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn yrði tryggð. Trump batt enda á DACA-áætlunina sem hefur varið þá fyrir brottvísun í fyrra.Viðræður í skugga hótana forsetansAP-fréttastofan segir að demókratar hafi látið þá kröfu falla niður og reyni frekar að fá repúblikana til að fallast á tuga milljarða fjárframlög til annarra málefna sem þeir telja brýn. Treysta þeir á að samkomulag náist um innflytjendamál síðar. Á meðal þess sem Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, og Chuck Schumer, oddviti demókrata, ræða nú er hækkun svonefnds skuldaþaks ríkissjóðs til að hægt verði að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins í framtíðinni. Yfirlýsingar Trump forseta í gær voru hins vegar í litlu samráði við þennan nýfundna sáttahug hjá leiðtogum flokkanna. Fullyrti hann að hann væri til í að láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast til að hann gæti náð sínu fram í innflytjendamálum. „Ég myndi elska að sjá lokun ef við getum ekki fengið þessi mál í gegn,“ sagði Trump.John Kelly er haukur í innflytjendamálum. Lýsing hans á innflytjendum sem lötum féll ekki í kramið hjá demókrötum.Vísir/AFPGaf í skyn að innflytjendur væru latirÞá féllu orð Johns Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, um innflytjendur í grýttan jarðveg hjá demókrötum. Trump lagði til vernd fyrir fleiri innflytjendur en þá sem hafa fallið undir DACA-áætlunina í janúar. Það var þó skilyrðum háð að þingið samþykkti tugi milljarða í byggingu landamæramúrs við Mexíkó og að innflytjendum sem koma löglega til Bandaríkjanna verði fækkað verulega. Kelly sagði að tillaga Trump myndi ekki aðeins tryggja skjólstæðingum DACA vernd heldur einnig þeim innflytjendum sem „sumir myndu segja að séu of hræddir til að skrá sig en aðrir myndu segja að væru of latir til að hreyfa sig af rassinum en þeir skráðu sig ekki.“ „Ég harma þessa lýsingu. Hún kemur mér ekki á óvart komandi frá Kelly herforingja,“ segir Dick Durbin, öldungadeildarþingmaður demókrata sem hefur farið fyrir viðræðum þeirra við repúblikana um innflytjendamál. Kelly er einn helsti harðlínumaðurinn í innflytjendamálum í Hvíta húsinu. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs hafa fullyrt að Kelly og Stephen Miller, ráðgjafi Trump, séu þeir sem hafi fyrst og fremst komið í veg fyrir að forsetinn styðji við tilraunir til að ná þverpólitísku samkomulagi um endurskoðun innflytjendakerfis Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leggja til skammtímalausn til að forðast lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískir þingmenn reyna að semja um bráðabirgðafjárlög áður en frestur til þess rennur út á fimmtudag. 6. febrúar 2018 16:14 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira
Leggja til skammtímalausn til að forðast lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískir þingmenn reyna að semja um bráðabirgðafjárlög áður en frestur til þess rennur út á fimmtudag. 6. febrúar 2018 16:14