Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2018 08:56 Skuggi lokunar alríkisstofnana vofir yfir Bandaríkjaþingi. Vísir/AFP Frestur sem Bandaríkjaþing hefur til að samþykkja framlög til ríkisstofnana rennur út á morgun. Ekkert samkomulag á milli repúblikana og demókrata er í augsýn og er hætta á að rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvist. Viðræður stranda meðal annars á örlögum fólks sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Bandaríkjaþingi hefur ekki tekist að samþykkja fjárlög fyrir alríkisstjórnina frá því að síðasta fjárlagaári lauk 30. september. Síðan þá hafa skammtímatillögur verið samþykktar sem hafa framlengt ríkisútgjöld tímabundið. Repúblikanar stjórna báðum deildum þingsins og gætu enn samþykkt enn aðra skammtímalausnina en aðeins til 16. febrúar. Til þess að finna lausn til lengri tíma þurfa þeir á stuðningi níu þingmanna demókrata í öldungadeildinni að halda. Demókratar hafa verið ósáttir við áherslur í tillögum repúblikana að fjárlögum. Stærsta hindrunin í vegi samkomulags nú er svonefnd DACA-áætlun sem Donald Trump forseti batt enda á í haust. Hún hefur verndað einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna þegar þeir voru börn fyrir brottflutningi. Þeir hafa verið nefndir „dreymendur“ [e. Dreamers].Töldu sig hafa stuðning Trump í síðustu vikuHnífurinn stendur í kúnni þar sem demókratar vilja ekki samþykkja fjárlög alríkisstjórnarinnar nema að fyrir liggi samkomulag um að dreymendurnir njóti áframhaldandi verndar. Almennur þverpólitískur stuðningur er í Bandaríkjunum við að þeir fái að vera áfram í Bandaríkjunum. Síðustu vikur hafa leiðtogar flokkanna tveggja reynt að ná samkomulagi um framhald DACA-áætlunarinnar. Þær viðræður sprungu hins vegar í háaloft í síðustu viku á hitafundi í Hvíta húsinu þar sem Trump er sagður hafa kallað Haítí og nokkur Afríkuríki „skítaholur“. Hleypti það illu blóði í demókrata.Graham (t.v.) og Durbin (t.h.) hafa unnið að samkomulagi um DACA. Það virtist deyja drottni sínum eftir alræmdan fund í Hvíta húsinu fyrir viku.Vísir/AFPÞrátt fyrir að orðbragð forsetans hafi hlotið mesta athygli í kjölfar fundarins örlagaríka markaði hann þó vatnaskil í deilum flokkanna tveggja að öðru leyti. Fyrir fundinn hafði Trump gefið til kynna að hann myndi skrifa undir hvaða samkomulag sem leiðtogar flokkanna legðu fyrir hann. Lindsey Graham, einn hófsamari repúblikana í innflytjendamálum, og Richard Durbin, öldungadeildarþingmaður demókrata, töldu sig hafa stuðning Trump við samkomulag sem þeir höfðu unnið að þegar forsetinn boðaði þá á fundinn í Hvíta húsinu fyrir viku.Reyna að nota heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem skiptimyntWashington Post hefur hins vegar greint frá því að þegar harðlínumenn í innflytjendamálum í Hvíta húsinu komust á snoðir um að Trump ætlaði að funda með Graham og Durbin smöluðu þeir fleiri þingmönnum repúblikana sem aðhyllast harðari stefnu á fundinn. Sannfærðu þeir Trump jafnframt um að samkomulag Graham og Durbin gengi gegn pólitískum hagsmunum hans. Ekkert útlit er því fyrir að samkomulag náist um DACA áður en fresturinn til að samþykkja áframhaldandi fjármögnun ríkisins rennur út á morgun. Óljóst er þó hvort að demókratar séu tilbúnir að leyfa rekstri alríkisstjórnarinnar að stöðvast til að reyna að ná sínu fram með því að neita að samþykkja áframhaldandi fjármögnun ríkisins.Breska ríkisútvarpið BBC segir að repúblikanar reyni nú að freista demókrata til að samþykkja skammtímalausn með því leggja fram tillögu um framlengja áætlun um heilbrigðisþjónustu fyrir börn. Hún hefur ekki verið fjármögnuð frá því að síðasta fjárlagaári lauk. Chip-áætlunin svonefnda hefur gert níu milljónum barna sem eiga foreldra með lágar tekjur að njóta heilbrigðisþjónustu. Bandaríkin Donald Trump Haítí Mið-Ameríka Tengdar fréttir Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19 Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Frestur sem Bandaríkjaþing hefur til að samþykkja framlög til ríkisstofnana rennur út á morgun. Ekkert samkomulag á milli repúblikana og demókrata er í augsýn og er hætta á að rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvist. Viðræður stranda meðal annars á örlögum fólks sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Bandaríkjaþingi hefur ekki tekist að samþykkja fjárlög fyrir alríkisstjórnina frá því að síðasta fjárlagaári lauk 30. september. Síðan þá hafa skammtímatillögur verið samþykktar sem hafa framlengt ríkisútgjöld tímabundið. Repúblikanar stjórna báðum deildum þingsins og gætu enn samþykkt enn aðra skammtímalausnina en aðeins til 16. febrúar. Til þess að finna lausn til lengri tíma þurfa þeir á stuðningi níu þingmanna demókrata í öldungadeildinni að halda. Demókratar hafa verið ósáttir við áherslur í tillögum repúblikana að fjárlögum. Stærsta hindrunin í vegi samkomulags nú er svonefnd DACA-áætlun sem Donald Trump forseti batt enda á í haust. Hún hefur verndað einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna þegar þeir voru börn fyrir brottflutningi. Þeir hafa verið nefndir „dreymendur“ [e. Dreamers].Töldu sig hafa stuðning Trump í síðustu vikuHnífurinn stendur í kúnni þar sem demókratar vilja ekki samþykkja fjárlög alríkisstjórnarinnar nema að fyrir liggi samkomulag um að dreymendurnir njóti áframhaldandi verndar. Almennur þverpólitískur stuðningur er í Bandaríkjunum við að þeir fái að vera áfram í Bandaríkjunum. Síðustu vikur hafa leiðtogar flokkanna tveggja reynt að ná samkomulagi um framhald DACA-áætlunarinnar. Þær viðræður sprungu hins vegar í háaloft í síðustu viku á hitafundi í Hvíta húsinu þar sem Trump er sagður hafa kallað Haítí og nokkur Afríkuríki „skítaholur“. Hleypti það illu blóði í demókrata.Graham (t.v.) og Durbin (t.h.) hafa unnið að samkomulagi um DACA. Það virtist deyja drottni sínum eftir alræmdan fund í Hvíta húsinu fyrir viku.Vísir/AFPÞrátt fyrir að orðbragð forsetans hafi hlotið mesta athygli í kjölfar fundarins örlagaríka markaði hann þó vatnaskil í deilum flokkanna tveggja að öðru leyti. Fyrir fundinn hafði Trump gefið til kynna að hann myndi skrifa undir hvaða samkomulag sem leiðtogar flokkanna legðu fyrir hann. Lindsey Graham, einn hófsamari repúblikana í innflytjendamálum, og Richard Durbin, öldungadeildarþingmaður demókrata, töldu sig hafa stuðning Trump við samkomulag sem þeir höfðu unnið að þegar forsetinn boðaði þá á fundinn í Hvíta húsinu fyrir viku.Reyna að nota heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem skiptimyntWashington Post hefur hins vegar greint frá því að þegar harðlínumenn í innflytjendamálum í Hvíta húsinu komust á snoðir um að Trump ætlaði að funda með Graham og Durbin smöluðu þeir fleiri þingmönnum repúblikana sem aðhyllast harðari stefnu á fundinn. Sannfærðu þeir Trump jafnframt um að samkomulag Graham og Durbin gengi gegn pólitískum hagsmunum hans. Ekkert útlit er því fyrir að samkomulag náist um DACA áður en fresturinn til að samþykkja áframhaldandi fjármögnun ríkisins rennur út á morgun. Óljóst er þó hvort að demókratar séu tilbúnir að leyfa rekstri alríkisstjórnarinnar að stöðvast til að reyna að ná sínu fram með því að neita að samþykkja áframhaldandi fjármögnun ríkisins.Breska ríkisútvarpið BBC segir að repúblikanar reyni nú að freista demókrata til að samþykkja skammtímalausn með því leggja fram tillögu um framlengja áætlun um heilbrigðisþjónustu fyrir börn. Hún hefur ekki verið fjármögnuð frá því að síðasta fjárlagaári lauk. Chip-áætlunin svonefnda hefur gert níu milljónum barna sem eiga foreldra með lágar tekjur að njóta heilbrigðisþjónustu.
Bandaríkin Donald Trump Haítí Mið-Ameríka Tengdar fréttir Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19 Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19
Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29