Sjáðu LeBron James koma Cleveland til bjargar með frábærum leik og flautukörfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 07:00 LeBron James fagnar sigurkörfunni með félögum sínum. Vísir/Getty Cleveland Cavaliers vann loksins leik í NBA-deildinni í nótt og það getur félagið þakkað LeBron James sem var allt í öllu í leiknum og tryggði síðan sigurinn með körfu í lok framlengingar. Utah Jazz er búið að vinna sjö leiki í röð, Houston Rockets vann sinn sjötta leik í röð og Detroit Pistons vinnur alla leiki sína með Blake Griffin innaborðs en sigurganga liðsins telur nú fimm leiki.LeBron James skoraði sigurkörfuna yfir Jimmy Butler um leið og leiktíminn rann út í 140-138 sigri Cleveland Cavaliers á Minnesota Timberwolves í framlengdum leik en stuttu áður hafði James varið skot frá Butler hinum megin á vellinum. LeBron James var með þrennu í leiknum en hann skoraði 37 stig, gaf 15 stoðsendingar og tók 10 fráköst.J.R. Smith skoraði 20 stig og var með 13 stig og 7 stoðsendingar. Jimmy Butler skoraði 35 stig og Karl-Anthony Towns var með 30 stig. LeBron James fór upp fyrir Zydrunas Ilgauskas (5904) og er nú sá leikmaður sem hefur tekið flest fráköst í sögu Cleveland Cavaliers. Þetta var aðeins sjöundi sigur Cleveland liðsins í síðustu tuttugu leikjum en liðið hafði tapað stórt í undanförnum tveimur leikjum. Það sem meira er að liðið vann loksins leik sem var sýndur beint á einni af stóru stöðvunum sem ná til alls landsins. Cavaliers var búið að tapa átta slíkum leikjum í röð.James Harden skoraði 41 stig þegar Houston Rockets vann 109-101 útisigur á Miami Heat en þetta var sjötti sigur Houston liðsins í röð. Þetta er áttundi 40 stiga leikurinn hjá Harden á tímabilinu en hann var einnig með 6 stoðsendingar og 6 fráköst. Chris Paul bætti við 24 stigum, 7 stoðsendingum og 7 fráköstum. Goran Dragic og Josh Richardson voru báðir með 30 stig fyrir Miami sem hefur nú tapað fimm leikjum í röð.Andre Drummond skoraði 17 stig og tók 27 fráköst þegar Detroit Pistons vann 115-106 sigur á Brooklyn Nets en þetta var fimmti sigur Detriot í röð. Liðið hefur ekki tapað síðan það fékk Blake Griffin. Griffin skoraði 11 af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum.Ricky Rubio skoraði 29 stig og tók 8 fráköst þegar Utah Jazz vann sinn sjöunda sigur í röð. Utah vann þá 92-88 sigur á Memphis Grizzlies. Rodney Hood var með 18 stig fyrir Utah-liðið.Úrslitin úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Phoenix Suns - San Antonio Spurs 81-129 Cleveland Cavaliers - Minnesota Timberwolves 140-138 (129-129) Memphis Grizzlies - Utah Jazz 88-92 Miami Heat - Houston Rockets 101-109 Detroit Pistons - Brooklyn Nets 115-106 NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Cleveland Cavaliers vann loksins leik í NBA-deildinni í nótt og það getur félagið þakkað LeBron James sem var allt í öllu í leiknum og tryggði síðan sigurinn með körfu í lok framlengingar. Utah Jazz er búið að vinna sjö leiki í röð, Houston Rockets vann sinn sjötta leik í röð og Detroit Pistons vinnur alla leiki sína með Blake Griffin innaborðs en sigurganga liðsins telur nú fimm leiki.LeBron James skoraði sigurkörfuna yfir Jimmy Butler um leið og leiktíminn rann út í 140-138 sigri Cleveland Cavaliers á Minnesota Timberwolves í framlengdum leik en stuttu áður hafði James varið skot frá Butler hinum megin á vellinum. LeBron James var með þrennu í leiknum en hann skoraði 37 stig, gaf 15 stoðsendingar og tók 10 fráköst.J.R. Smith skoraði 20 stig og var með 13 stig og 7 stoðsendingar. Jimmy Butler skoraði 35 stig og Karl-Anthony Towns var með 30 stig. LeBron James fór upp fyrir Zydrunas Ilgauskas (5904) og er nú sá leikmaður sem hefur tekið flest fráköst í sögu Cleveland Cavaliers. Þetta var aðeins sjöundi sigur Cleveland liðsins í síðustu tuttugu leikjum en liðið hafði tapað stórt í undanförnum tveimur leikjum. Það sem meira er að liðið vann loksins leik sem var sýndur beint á einni af stóru stöðvunum sem ná til alls landsins. Cavaliers var búið að tapa átta slíkum leikjum í röð.James Harden skoraði 41 stig þegar Houston Rockets vann 109-101 útisigur á Miami Heat en þetta var sjötti sigur Houston liðsins í röð. Þetta er áttundi 40 stiga leikurinn hjá Harden á tímabilinu en hann var einnig með 6 stoðsendingar og 6 fráköst. Chris Paul bætti við 24 stigum, 7 stoðsendingum og 7 fráköstum. Goran Dragic og Josh Richardson voru báðir með 30 stig fyrir Miami sem hefur nú tapað fimm leikjum í röð.Andre Drummond skoraði 17 stig og tók 27 fráköst þegar Detroit Pistons vann 115-106 sigur á Brooklyn Nets en þetta var fimmti sigur Detriot í röð. Liðið hefur ekki tapað síðan það fékk Blake Griffin. Griffin skoraði 11 af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum.Ricky Rubio skoraði 29 stig og tók 8 fráköst þegar Utah Jazz vann sinn sjöunda sigur í röð. Utah vann þá 92-88 sigur á Memphis Grizzlies. Rodney Hood var með 18 stig fyrir Utah-liðið.Úrslitin úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Phoenix Suns - San Antonio Spurs 81-129 Cleveland Cavaliers - Minnesota Timberwolves 140-138 (129-129) Memphis Grizzlies - Utah Jazz 88-92 Miami Heat - Houston Rockets 101-109 Detroit Pistons - Brooklyn Nets 115-106
NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira