Innlent

Hellisheiði og Mosfellsheiði opin á nýjan leik

Kjartan Kjartansson skrifar
Lokað var fyrir umferð um Mosfellsheiði í morgun. Myndin er úr safni.
Lokað var fyrir umferð um Mosfellsheiði í morgun. Myndin er úr safni. Vísir/Egill
Opnað hefur verið fyrir umferð um bæði Hellisheiði og Mosfellsheiði. Lokað var fyrir umferð í morgun en í tilkynningu frá Vegagerðinni klukkan 10:53 segir að opnað hafi verið fyrir umferð. Veðurstofan varar við að reikna megi með slæmu skyggni í éljum suðvestan- og vestantil á landinu í dag.

Vegagerðin lokaði Hellisheiði í morgun en í fyrri tilkynningum hennar var talað um að óvissustig væri í Þrengslum og á Mosfellsheiði. Í framhaldinu var Mosfellsheiði lokað en opnað á ný um ellefuleytið.

Í tilkynningu Vegagerðarinnar er einnig varað við hálku á höfuðborgarsvæðinu, á Sandskeiði og í Þrengslum. Snjóþekja er á Reykjanesbraut og á Reykjanesi. Víðast hvar er einnig snjóþekja eða hálka á Suðurlandi og snjókoma. Þæfingsfærð er austanmegin við Þingvallavatns og í sunnanverðum Hvalfirði.

Það er hálka, snjóþekja eða þæfingur og skafrenningur eða éljagangur á vegum á Vesturlandi. Þæfingsfærð og snjókoma er frá Kolás og upp í Norðurárdal í  Borgarfirði og á Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum. Þungfært er á Klettsháls en verið að hreinsa. Þæfingsfærð og snjókoma er í Ísafirði og á Hjallháls.

Á Norðurlandi er víða hálka eða snjóþekja. Snjóþekja og skafrenningur er á Öxnadalsheiði.

Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi og með suðausturströndinni. Éljagangur er í Öræfasveit.

Fréttin var uppfærð klukkan 11:03.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×