Tuttugu Bandaríkjamenn reyna að heilla íslenska þjálfara Anton Ingi Leifsson skrifar 8. febrúar 2018 20:30 Tuttugu bandarískir knattspyrnumenn eru nú á Íslandi við æfingar, en í kvöld leika þeir við Íslandsmeistara Vals. Þar reyna þeir að heilla íslenska þjálfara, en þeir eru hér að leitast eftir samningi við íslensk knattspyrnulið. „Ég var heima og mig langaði enn að spila en ég gat hvergi spilað. Ég vann við að gera pítsur á veitingahúsi foreldra minna,” sagði Joe Funicello, foringi hópsins, í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Á þessum tíma var Páll Viðar þjálfari Þórs, en bróðir hans vann í Connecticut, nálægt mínum vinnustað. Hann kom inn til að fá sér pítsu og við fórum að tala um fótbolta.” Spjall Joe og bróðir Palla Gísla fór út í meira og að endingu spilaði Joe lengi vel með Þór og einnig með BÍ/Bolungarvík sem nú heitir Vestri. „Ég spurði hvort hann þekkti einhvern í fótboltanum á Íslandi og hann sagði já reyndar. Ég spurði hvort hann gæti sagt þeim frá mér og hann bað mig um myndband.” „Hann sendi þeim myndbandið, þeir höfðu áhuga og það endaði með því að ég skrifaði undir samning hérna. Eftir fjóra mánuði fór ég svo til IFK Mariehamn, svo þetta var frábært.” Nokkrir leikmenn hafa komið til Íslands og gert það gott í gegnum fyrirtæki Joe, Soccerplaza. „Chuck fór til Þórs, Josh Wicks til Þórs, Sean Reynolds í FH, Will Daniels kom og spilar nú með Grindavík. Við vinnum á öllum stigum og stundum finnur maður einhvern mjög góðan eins og Chuck og stundum ekki.” „Það eru margir leikmenn í Bandaríkjunum og ef maður getur fundið þá og hjálpað þeim með ferilinn þá er það takmarkið.” En hver er munurinn á íslenskri og bandarískri knattspyrnumenningu? „Við erum tæknilegir og leggjum mikið á okkur. Við njótum þess að leggja hart að okkur, þannig er menningin. En okkur er aldrei kennt hvernig á að spila leikinn í grasrótinni.” „Hvernig maður les leikinn, staðsetningar og fleira af því það eru pabbar sem kenna okkur. Módelið þar hefur ekki breyst mikið og allir geta spilað og þjálfað,” sagði Joe að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira
Tuttugu bandarískir knattspyrnumenn eru nú á Íslandi við æfingar, en í kvöld leika þeir við Íslandsmeistara Vals. Þar reyna þeir að heilla íslenska þjálfara, en þeir eru hér að leitast eftir samningi við íslensk knattspyrnulið. „Ég var heima og mig langaði enn að spila en ég gat hvergi spilað. Ég vann við að gera pítsur á veitingahúsi foreldra minna,” sagði Joe Funicello, foringi hópsins, í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Á þessum tíma var Páll Viðar þjálfari Þórs, en bróðir hans vann í Connecticut, nálægt mínum vinnustað. Hann kom inn til að fá sér pítsu og við fórum að tala um fótbolta.” Spjall Joe og bróðir Palla Gísla fór út í meira og að endingu spilaði Joe lengi vel með Þór og einnig með BÍ/Bolungarvík sem nú heitir Vestri. „Ég spurði hvort hann þekkti einhvern í fótboltanum á Íslandi og hann sagði já reyndar. Ég spurði hvort hann gæti sagt þeim frá mér og hann bað mig um myndband.” „Hann sendi þeim myndbandið, þeir höfðu áhuga og það endaði með því að ég skrifaði undir samning hérna. Eftir fjóra mánuði fór ég svo til IFK Mariehamn, svo þetta var frábært.” Nokkrir leikmenn hafa komið til Íslands og gert það gott í gegnum fyrirtæki Joe, Soccerplaza. „Chuck fór til Þórs, Josh Wicks til Þórs, Sean Reynolds í FH, Will Daniels kom og spilar nú með Grindavík. Við vinnum á öllum stigum og stundum finnur maður einhvern mjög góðan eins og Chuck og stundum ekki.” „Það eru margir leikmenn í Bandaríkjunum og ef maður getur fundið þá og hjálpað þeim með ferilinn þá er það takmarkið.” En hver er munurinn á íslenskri og bandarískri knattspyrnumenningu? „Við erum tæknilegir og leggjum mikið á okkur. Við njótum þess að leggja hart að okkur, þannig er menningin. En okkur er aldrei kennt hvernig á að spila leikinn í grasrótinni.” „Hvernig maður les leikinn, staðsetningar og fleira af því það eru pabbar sem kenna okkur. Módelið þar hefur ekki breyst mikið og allir geta spilað og þjálfað,” sagði Joe að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira