Tuttugu Bandaríkjamenn reyna að heilla íslenska þjálfara Anton Ingi Leifsson skrifar 8. febrúar 2018 20:30 Tuttugu bandarískir knattspyrnumenn eru nú á Íslandi við æfingar, en í kvöld leika þeir við Íslandsmeistara Vals. Þar reyna þeir að heilla íslenska þjálfara, en þeir eru hér að leitast eftir samningi við íslensk knattspyrnulið. „Ég var heima og mig langaði enn að spila en ég gat hvergi spilað. Ég vann við að gera pítsur á veitingahúsi foreldra minna,” sagði Joe Funicello, foringi hópsins, í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Á þessum tíma var Páll Viðar þjálfari Þórs, en bróðir hans vann í Connecticut, nálægt mínum vinnustað. Hann kom inn til að fá sér pítsu og við fórum að tala um fótbolta.” Spjall Joe og bróðir Palla Gísla fór út í meira og að endingu spilaði Joe lengi vel með Þór og einnig með BÍ/Bolungarvík sem nú heitir Vestri. „Ég spurði hvort hann þekkti einhvern í fótboltanum á Íslandi og hann sagði já reyndar. Ég spurði hvort hann gæti sagt þeim frá mér og hann bað mig um myndband.” „Hann sendi þeim myndbandið, þeir höfðu áhuga og það endaði með því að ég skrifaði undir samning hérna. Eftir fjóra mánuði fór ég svo til IFK Mariehamn, svo þetta var frábært.” Nokkrir leikmenn hafa komið til Íslands og gert það gott í gegnum fyrirtæki Joe, Soccerplaza. „Chuck fór til Þórs, Josh Wicks til Þórs, Sean Reynolds í FH, Will Daniels kom og spilar nú með Grindavík. Við vinnum á öllum stigum og stundum finnur maður einhvern mjög góðan eins og Chuck og stundum ekki.” „Það eru margir leikmenn í Bandaríkjunum og ef maður getur fundið þá og hjálpað þeim með ferilinn þá er það takmarkið.” En hver er munurinn á íslenskri og bandarískri knattspyrnumenningu? „Við erum tæknilegir og leggjum mikið á okkur. Við njótum þess að leggja hart að okkur, þannig er menningin. En okkur er aldrei kennt hvernig á að spila leikinn í grasrótinni.” „Hvernig maður les leikinn, staðsetningar og fleira af því það eru pabbar sem kenna okkur. Módelið þar hefur ekki breyst mikið og allir geta spilað og þjálfað,” sagði Joe að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Tuttugu bandarískir knattspyrnumenn eru nú á Íslandi við æfingar, en í kvöld leika þeir við Íslandsmeistara Vals. Þar reyna þeir að heilla íslenska þjálfara, en þeir eru hér að leitast eftir samningi við íslensk knattspyrnulið. „Ég var heima og mig langaði enn að spila en ég gat hvergi spilað. Ég vann við að gera pítsur á veitingahúsi foreldra minna,” sagði Joe Funicello, foringi hópsins, í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Á þessum tíma var Páll Viðar þjálfari Þórs, en bróðir hans vann í Connecticut, nálægt mínum vinnustað. Hann kom inn til að fá sér pítsu og við fórum að tala um fótbolta.” Spjall Joe og bróðir Palla Gísla fór út í meira og að endingu spilaði Joe lengi vel með Þór og einnig með BÍ/Bolungarvík sem nú heitir Vestri. „Ég spurði hvort hann þekkti einhvern í fótboltanum á Íslandi og hann sagði já reyndar. Ég spurði hvort hann gæti sagt þeim frá mér og hann bað mig um myndband.” „Hann sendi þeim myndbandið, þeir höfðu áhuga og það endaði með því að ég skrifaði undir samning hérna. Eftir fjóra mánuði fór ég svo til IFK Mariehamn, svo þetta var frábært.” Nokkrir leikmenn hafa komið til Íslands og gert það gott í gegnum fyrirtæki Joe, Soccerplaza. „Chuck fór til Þórs, Josh Wicks til Þórs, Sean Reynolds í FH, Will Daniels kom og spilar nú með Grindavík. Við vinnum á öllum stigum og stundum finnur maður einhvern mjög góðan eins og Chuck og stundum ekki.” „Það eru margir leikmenn í Bandaríkjunum og ef maður getur fundið þá og hjálpað þeim með ferilinn þá er það takmarkið.” En hver er munurinn á íslenskri og bandarískri knattspyrnumenningu? „Við erum tæknilegir og leggjum mikið á okkur. Við njótum þess að leggja hart að okkur, þannig er menningin. En okkur er aldrei kennt hvernig á að spila leikinn í grasrótinni.” „Hvernig maður les leikinn, staðsetningar og fleira af því það eru pabbar sem kenna okkur. Módelið þar hefur ekki breyst mikið og allir geta spilað og þjálfað,” sagði Joe að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira