Stóra samhengið Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 08:00 Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar Halldóru Bjargar Rafnsdóttur og Andra Hauksteins Oddssonar á geðheilsu nemenda við þrjá háskóla á Íslandi mælist um þriðjungur háskólanema hér á landi með klínísk einkenni þunglyndis. Könnun sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs, sem fulltrúar nemenda í ráðinu stóðu fyrir í haust, sýndi sömuleiðis að aðeins 10% svarenda vissu hvaða úrræði stæðu þeim til boða innan háskólans. Fáir vita hvaða úrræði eru til staðar innan háskólanna, lítil fræðsla hefur staðið háskólanemendum til boða um geðheilbrigði og ofan á allt er hinni „rómantísku staðalímynd“ haldið á lofti að það sé eðlilegt að vera fátækur námsmaður. Það er hins vegar ekkert eðlilegt við það að vera í krefjandi námi, ná ekki endum saman og hafa hvorki efni á húsnæði né geðheilbrigðisþjónustu. Þegar fjallað er um streitu og andlega líðan er mikilvægt að horfa á stóra samhengið. Auðvelt er að benda á tímaþröng, verkefnaskil og próf sem ástæður fyrir kvíða og streitu nemenda en aðstæður námsmanna á háskólastigi eru flóknari og margslungnari en það. Grunnframfærsla námsmanna hjá LÍN er töluvert lægri en annarra samfélagshópa. Þar að auki fá aðeins 9% háskólanemenda kost á að leigja á Stúdentagörðum en yfir 1.000 nemendur eru á biðlista. Nemandi sem fluttur er að heiman og er einn af þeim fáu útvöldu sem fá að leigja á Stúdentagörðum borgar um og yfir 100.000 krónur á mánuði. Þeir sem fá ekki að vera hluti af þessum níu prósentum neyðast til að leita annað þar sem leiguverð er töluvert hærra. Húsnæðiskostnaður sem nemur 40% eða meira af ráðstöfunartekjum er talinn verulega íþyngjandi samkvæmt heimildum Íbúðalánasjóðs. Húsnæðiskostnaður nemenda á Stúdentagörðum er um 62% af ráðstöfunartekjum, ef nemandinn fær full námslán. Jafnvel þó húsaleigubætur komi inn í reikningsdæmið er húsnæðiskostnaðurinn enn 44%. En jú, það er fullkomlega eðlilegt að vera skítblankur námsmaður sem nær ekki endum saman og hefur í þokkabót ekki efni á geðheilbrigðisþjónustu. Af hverju viðgengst þetta viðhorf? Það er hægt að leysa þetta vandamál. Í fyrsta lagi þarf LÍN að sinna hlutverki sínu sem jöfnunarsjóður – og gefa öllum námsmönnum jafnt færi á að stunda nám. Bæta þarf grunnframfærslu og hækka frítekjumarkið; það er gert með breyttum úthlutunarreglum. Byggja þarf fleiri stúdentaíbúðir og auka þannig framboð svo lægri leiga verði að raunveruleika fyrir fleiri námsmenn. Efla þarf fræðslu og forvarnir innan háskólans og hægt er að grípa fyrr inn í áður en nemandi stendur frammi fyrir alvarlegum einkennum. Þetta væri hægt með skólahjúkrunarfræðingi en enginn hjúkrunarfræðingur er starfandi á háskólastigi í dag. Auk þess þarf að huga að úrræðum fyrir þá nemendur sem standa frammi fyrir alvarlegum þunglyndis- og/eða kvíðaeinkennum og tryggja þarf greitt aðgengi að skólasálfræðingum í nærumhverfi nemenda. Þar að auki þarf að tryggja jafnt aðgengi að þessum úrræðum og að þau séu á færi allra óháð efnahag. Stúdentar hafa nú þegar ályktað um fjölgun stöðugilda sálfræðinga, lagt könnun fyrir nemendur um streitu og andlega líðan, haldið málþing um stöðu mála í geðheilbrigðisþjónustu stúdenta og haldið umræðunni á lofti með tíðum greinaskrifum. Við höfum gert okkar; nú er kominn tími til að stjórnvöld sinni sínum skyldum. Góð geðheilsa á að vera á færi allra og við eigum ekki að sætta okkur við þá hugmynd að námsmenn eiga að vera fátækir og ná ekki endum saman. Afleiðing þess er of kostnaðarsöm, bæði fyrir stúdenta og samfélagið.Höfundur er formaður sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs SHÍ og oddviti Röskvu.Greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna fjárhags stúdenta. Stúdentar hafa setið eftir þegar kemur að kjörum þeirra og úr því þarf að bæta stax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Er þetta í lagi? Nýlega birtist opið bréf frá lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra um mikilvægi þess að skipað verði í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). 31. janúar 2018 08:00 Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar Halldóru Bjargar Rafnsdóttur og Andra Hauksteins Oddssonar á geðheilsu nemenda við þrjá háskóla á Íslandi mælist um þriðjungur háskólanema hér á landi með klínísk einkenni þunglyndis. Könnun sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs, sem fulltrúar nemenda í ráðinu stóðu fyrir í haust, sýndi sömuleiðis að aðeins 10% svarenda vissu hvaða úrræði stæðu þeim til boða innan háskólans. Fáir vita hvaða úrræði eru til staðar innan háskólanna, lítil fræðsla hefur staðið háskólanemendum til boða um geðheilbrigði og ofan á allt er hinni „rómantísku staðalímynd“ haldið á lofti að það sé eðlilegt að vera fátækur námsmaður. Það er hins vegar ekkert eðlilegt við það að vera í krefjandi námi, ná ekki endum saman og hafa hvorki efni á húsnæði né geðheilbrigðisþjónustu. Þegar fjallað er um streitu og andlega líðan er mikilvægt að horfa á stóra samhengið. Auðvelt er að benda á tímaþröng, verkefnaskil og próf sem ástæður fyrir kvíða og streitu nemenda en aðstæður námsmanna á háskólastigi eru flóknari og margslungnari en það. Grunnframfærsla námsmanna hjá LÍN er töluvert lægri en annarra samfélagshópa. Þar að auki fá aðeins 9% háskólanemenda kost á að leigja á Stúdentagörðum en yfir 1.000 nemendur eru á biðlista. Nemandi sem fluttur er að heiman og er einn af þeim fáu útvöldu sem fá að leigja á Stúdentagörðum borgar um og yfir 100.000 krónur á mánuði. Þeir sem fá ekki að vera hluti af þessum níu prósentum neyðast til að leita annað þar sem leiguverð er töluvert hærra. Húsnæðiskostnaður sem nemur 40% eða meira af ráðstöfunartekjum er talinn verulega íþyngjandi samkvæmt heimildum Íbúðalánasjóðs. Húsnæðiskostnaður nemenda á Stúdentagörðum er um 62% af ráðstöfunartekjum, ef nemandinn fær full námslán. Jafnvel þó húsaleigubætur komi inn í reikningsdæmið er húsnæðiskostnaðurinn enn 44%. En jú, það er fullkomlega eðlilegt að vera skítblankur námsmaður sem nær ekki endum saman og hefur í þokkabót ekki efni á geðheilbrigðisþjónustu. Af hverju viðgengst þetta viðhorf? Það er hægt að leysa þetta vandamál. Í fyrsta lagi þarf LÍN að sinna hlutverki sínu sem jöfnunarsjóður – og gefa öllum námsmönnum jafnt færi á að stunda nám. Bæta þarf grunnframfærslu og hækka frítekjumarkið; það er gert með breyttum úthlutunarreglum. Byggja þarf fleiri stúdentaíbúðir og auka þannig framboð svo lægri leiga verði að raunveruleika fyrir fleiri námsmenn. Efla þarf fræðslu og forvarnir innan háskólans og hægt er að grípa fyrr inn í áður en nemandi stendur frammi fyrir alvarlegum einkennum. Þetta væri hægt með skólahjúkrunarfræðingi en enginn hjúkrunarfræðingur er starfandi á háskólastigi í dag. Auk þess þarf að huga að úrræðum fyrir þá nemendur sem standa frammi fyrir alvarlegum þunglyndis- og/eða kvíðaeinkennum og tryggja þarf greitt aðgengi að skólasálfræðingum í nærumhverfi nemenda. Þar að auki þarf að tryggja jafnt aðgengi að þessum úrræðum og að þau séu á færi allra óháð efnahag. Stúdentar hafa nú þegar ályktað um fjölgun stöðugilda sálfræðinga, lagt könnun fyrir nemendur um streitu og andlega líðan, haldið málþing um stöðu mála í geðheilbrigðisþjónustu stúdenta og haldið umræðunni á lofti með tíðum greinaskrifum. Við höfum gert okkar; nú er kominn tími til að stjórnvöld sinni sínum skyldum. Góð geðheilsa á að vera á færi allra og við eigum ekki að sætta okkur við þá hugmynd að námsmenn eiga að vera fátækir og ná ekki endum saman. Afleiðing þess er of kostnaðarsöm, bæði fyrir stúdenta og samfélagið.Höfundur er formaður sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs SHÍ og oddviti Röskvu.Greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna fjárhags stúdenta. Stúdentar hafa setið eftir þegar kemur að kjörum þeirra og úr því þarf að bæta stax.
Er þetta í lagi? Nýlega birtist opið bréf frá lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra um mikilvægi þess að skipað verði í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). 31. janúar 2018 08:00
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun