Ráðist í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili og því næsta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2018 21:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, leggur til við formenn allra flokka á Alþingi að ráðist verði í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili og því næsta. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti í dag formönnum allra flokka sem sæti eiga á Alþingi tillögu að fyrirkomulagi vinnu við breytingar á stjórnarskránni á kjörtímabilinu. Á fundinum lagði hún fyrir minnisblað þar sem fram kemur að framtíðarsýnin varðandi þessa vinnu felist í því að ráðist verði í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili og því næsta. Á vef stjórnarráðsins segir að tillaga Katrínar byggist á umræðum sem formenn flokka áttu um stjórnarskrána og breytingar á henni á síðasta kjörtímabilið. Í minnisblaði forsætisráðherra segir að hliðsjón verði höfð „af þeirri miklu vinnu sem lögð hefur verið í endurskoðun á undanförnum árum, sbr. t.d. þjóðfund, stjórnlaganefnd og stjórnlagaráð auk starfa stjórnarskrárnefnda 2005-2007 og 2013-2016, þeirri miklu samfélagslegu umræðu sem átt hefur sér stað, umræðu og nefndavinnu á Alþingi auk afstöðu kjósenda að því marki sem hún hefur þegar komið fram.“Ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum tekið fyrir á þessu kjörtímabili Á þessu kjörtímabili verða tekin eftirfarandi viðfangsefni: umhverfis-og náttúruvernd, þjóðareign á náttúruauðlindum, þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði hluta kjósenda eða minnihluta þings, 2. kafli stjórnarskrárinnar sem fjallar um forseta Íslands og meðferð framkvæmdarvalds, framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu og loks ákvæði um hvernig stjórnarskránni verði breytt. Á næsta kjörtímabili verða svo teknir fyrir kaflar stjórnarskrárinnar um Alþingi, alþingiskosningar og dómstóla, ákvæði um þjóðkirkjuna, mannréttindaákvæði og innangangsákvæði auk annarra ákvæða sem ekki hafa verið nefnd. Samkvæmt minnisblaðinu er markmiðið með þessari heildarendurskoðun að stjórnarskráin endurspegli „sem best sameiginleg grunngildi þjóðarinnar og renni traustum stoðum undir lýðræðislegt réttarríki þar sem vernd mannréttinda er tryggð.“ Vinnan verður áfangaskipt og munu allir flokkar sem sæti eiga á Alþingi vinna sameiginlega að því að „að fara skipulega og heildstætt yfir stjórnarskrá lýðveldisins og tillögur sem fram hafa komið á undanförnum árum með það fyrir augum að vinna að breytingartillögum sem lagðar yrðu fyrir Alþingi hverju sinni í breiðri sátt að undangengnu víðtæku samráði.“Minnisblað forsætisráðherra má nálgast á vef stjórnarráðsins en þar er nánar greint frá tilhögun þessarar vinnu. Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti í dag formönnum allra flokka sem sæti eiga á Alþingi tillögu að fyrirkomulagi vinnu við breytingar á stjórnarskránni á kjörtímabilinu. Á fundinum lagði hún fyrir minnisblað þar sem fram kemur að framtíðarsýnin varðandi þessa vinnu felist í því að ráðist verði í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili og því næsta. Á vef stjórnarráðsins segir að tillaga Katrínar byggist á umræðum sem formenn flokka áttu um stjórnarskrána og breytingar á henni á síðasta kjörtímabilið. Í minnisblaði forsætisráðherra segir að hliðsjón verði höfð „af þeirri miklu vinnu sem lögð hefur verið í endurskoðun á undanförnum árum, sbr. t.d. þjóðfund, stjórnlaganefnd og stjórnlagaráð auk starfa stjórnarskrárnefnda 2005-2007 og 2013-2016, þeirri miklu samfélagslegu umræðu sem átt hefur sér stað, umræðu og nefndavinnu á Alþingi auk afstöðu kjósenda að því marki sem hún hefur þegar komið fram.“Ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum tekið fyrir á þessu kjörtímabili Á þessu kjörtímabili verða tekin eftirfarandi viðfangsefni: umhverfis-og náttúruvernd, þjóðareign á náttúruauðlindum, þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði hluta kjósenda eða minnihluta þings, 2. kafli stjórnarskrárinnar sem fjallar um forseta Íslands og meðferð framkvæmdarvalds, framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu og loks ákvæði um hvernig stjórnarskránni verði breytt. Á næsta kjörtímabili verða svo teknir fyrir kaflar stjórnarskrárinnar um Alþingi, alþingiskosningar og dómstóla, ákvæði um þjóðkirkjuna, mannréttindaákvæði og innangangsákvæði auk annarra ákvæða sem ekki hafa verið nefnd. Samkvæmt minnisblaðinu er markmiðið með þessari heildarendurskoðun að stjórnarskráin endurspegli „sem best sameiginleg grunngildi þjóðarinnar og renni traustum stoðum undir lýðræðislegt réttarríki þar sem vernd mannréttinda er tryggð.“ Vinnan verður áfangaskipt og munu allir flokkar sem sæti eiga á Alþingi vinna sameiginlega að því að „að fara skipulega og heildstætt yfir stjórnarskrá lýðveldisins og tillögur sem fram hafa komið á undanförnum árum með það fyrir augum að vinna að breytingartillögum sem lagðar yrðu fyrir Alþingi hverju sinni í breiðri sátt að undangengnu víðtæku samráði.“Minnisblað forsætisráðherra má nálgast á vef stjórnarráðsins en þar er nánar greint frá tilhögun þessarar vinnu.
Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira