Erlendir ferðamenn vilja íslenskt lambakjöt Svavar Halldórsson skrifar 23. janúar 2018 06:00 Margt hefur breyst í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum. Hingað liggur stöðugur straumur ferðamanna með tilheyrandi umsvifum. Á sama tíma skipa samfélagsmiðlar og snjalltæki sífellt stærri sess í lífi okkar flestra. Með þeirra hjálp getum við ennþá betur komið á framfæri réttum skilaboðum um hreinleika okkar einstæðu náttúru og gæði þeirra frábæru matvæla sem hún færir okkur.Öflugt samstarf Fyrir rúmu ári tók markaðsstofan Icelandic lamb til við að kynna lambakjöt og aðrar íslenskar sauðfjárafurðir fyrir erlendum ferðamönnum. Komið hefur verið á samstarfi við um 110 veitingastaði og sérverslanir sem setja lambakjöt í öndvegi. Rekin er öflug markaðsherferð á netinu þar sem myndböndum og öðru efni er dreift á samfélagsmiðlum til að kynna þjóðarréttinn fyrir þeim gestum sem hingað koma. Öll markaðssetningin er undir sérstöku merki Icelandic lamb. Samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði í nóvember og desember þekkja 27% erlendra ferðamanna merkið. Það er miklu betri árangur á einu ári en nokkur þorði að vona. Af þeim sögðust líka 73% hafa mjög eða nokkuð jákvætt viðhorf til merkisins. Neikvætt viðhorf mældist ekki.54% borða lambakjöt Gallup spurði líka hvort ferðamennirnir hefðu borðað lambakjöt á Íslandi. Í ljós kom að 50% borða lambakjöt á veitingastöðum en 13% borða lambakjöt sem keypt er í búð. Skörun er á milli þessara hópa en samtals borða 54% þeirra einhvern tíma lambakjöt í ferðinni. Þessi frábæri árangur er framar bjartsýnustu spám og afrakstur ómældrar vinnu bænda og þeirra starfsfólks, leiðsögumanna, kokka, þjóna og margra fleiri. Takk, Íslendingar, fyrir að hjálpa okkur að segja söguna um íslenska lambið.Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandic Lamb. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Margt hefur breyst í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum. Hingað liggur stöðugur straumur ferðamanna með tilheyrandi umsvifum. Á sama tíma skipa samfélagsmiðlar og snjalltæki sífellt stærri sess í lífi okkar flestra. Með þeirra hjálp getum við ennþá betur komið á framfæri réttum skilaboðum um hreinleika okkar einstæðu náttúru og gæði þeirra frábæru matvæla sem hún færir okkur.Öflugt samstarf Fyrir rúmu ári tók markaðsstofan Icelandic lamb til við að kynna lambakjöt og aðrar íslenskar sauðfjárafurðir fyrir erlendum ferðamönnum. Komið hefur verið á samstarfi við um 110 veitingastaði og sérverslanir sem setja lambakjöt í öndvegi. Rekin er öflug markaðsherferð á netinu þar sem myndböndum og öðru efni er dreift á samfélagsmiðlum til að kynna þjóðarréttinn fyrir þeim gestum sem hingað koma. Öll markaðssetningin er undir sérstöku merki Icelandic lamb. Samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði í nóvember og desember þekkja 27% erlendra ferðamanna merkið. Það er miklu betri árangur á einu ári en nokkur þorði að vona. Af þeim sögðust líka 73% hafa mjög eða nokkuð jákvætt viðhorf til merkisins. Neikvætt viðhorf mældist ekki.54% borða lambakjöt Gallup spurði líka hvort ferðamennirnir hefðu borðað lambakjöt á Íslandi. Í ljós kom að 50% borða lambakjöt á veitingastöðum en 13% borða lambakjöt sem keypt er í búð. Skörun er á milli þessara hópa en samtals borða 54% þeirra einhvern tíma lambakjöt í ferðinni. Þessi frábæri árangur er framar bjartsýnustu spám og afrakstur ómældrar vinnu bænda og þeirra starfsfólks, leiðsögumanna, kokka, þjóna og margra fleiri. Takk, Íslendingar, fyrir að hjálpa okkur að segja söguna um íslenska lambið.Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandic Lamb.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar