Ingibjörg Pálmadóttir bætir við hlut sinn í 365 miðlum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 24. janúar 2018 08:00 Félög á vegum Ingibjargar eiga nú ríflega 90 prósenta hlut í A-flokki 365 miðla. Vísir/Andri Marinó Félagið Apogee, sem er í eigu félaga á vegum Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, forstjóra 365 miðla, hefur keypt 14,5 prósenta hlut fagfjárfestasjóðsins Auðar I í A-flokki í fjölmiðlafyrirtækinu. Eftir viðskiptin eiga félög á vegum Ingibjargar samanlagt um 90,5 prósent A-hluta í 365 miðlum, sem er eigandi Fréttablaðsins. Félagið Grandier, í eigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis, hefur jafnframt aukið lítillega við hlut sinn í A-hluta fyrirtækisins og á nú 8,9 prósenta eignarhlut. Þá hefur Volta, félag Kjartans Arnar Ólafssonar, selt allan eins prósents hlut sinn í A-flokki fjölmiðlafyrirtækisins og Ari Edwald, fyrrverandi forstjóri 365, minnkað hlut sinn úr 1,3 í 0,6 prósent.Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, forstjóri 365 miðla.Apogee á jafnframt 61 prósents hlut í B-flokki 365 miðla á móti 39 prósenta hlut fjölmiðlafyrirtækisins sjálfs. Sjóðurinn Auður I, sem er í rekstri Kviku fjárfestingarbanka, eignaðist 14,5 prósenta hlut í 365 miðlum við sameiningu 365 og fjarskiptafélagsins Tals árið 2014. Fjölmargir einka- og fagfjárfestar lögðu sjóðnum til fjármagn en á meðal stærstu eigenda hans eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Stapi lífeyrissjóður.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Markaðir Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Félagið Apogee, sem er í eigu félaga á vegum Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, forstjóra 365 miðla, hefur keypt 14,5 prósenta hlut fagfjárfestasjóðsins Auðar I í A-flokki í fjölmiðlafyrirtækinu. Eftir viðskiptin eiga félög á vegum Ingibjargar samanlagt um 90,5 prósent A-hluta í 365 miðlum, sem er eigandi Fréttablaðsins. Félagið Grandier, í eigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis, hefur jafnframt aukið lítillega við hlut sinn í A-hluta fyrirtækisins og á nú 8,9 prósenta eignarhlut. Þá hefur Volta, félag Kjartans Arnar Ólafssonar, selt allan eins prósents hlut sinn í A-flokki fjölmiðlafyrirtækisins og Ari Edwald, fyrrverandi forstjóri 365, minnkað hlut sinn úr 1,3 í 0,6 prósent.Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, forstjóri 365 miðla.Apogee á jafnframt 61 prósents hlut í B-flokki 365 miðla á móti 39 prósenta hlut fjölmiðlafyrirtækisins sjálfs. Sjóðurinn Auður I, sem er í rekstri Kviku fjárfestingarbanka, eignaðist 14,5 prósenta hlut í 365 miðlum við sameiningu 365 og fjarskiptafélagsins Tals árið 2014. Fjölmargir einka- og fagfjárfestar lögðu sjóðnum til fjármagn en á meðal stærstu eigenda hans eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Stapi lífeyrissjóður.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Markaðir Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira