Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Hörður Ægisson skrifar 24. janúar 2018 06:30 Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða, stýrir fjárfestingafélaginu Helgafelli, sem er í jafnri eigu Bjargar Fenger, Ara Fenger og Kristínar Vermundsdóttur, stórs hluthafa í Stoðum. vísir/daníel Rekstri Stoða, sem lauk nauðasamningum 2009 og hefur frá þeim tíma unnið að því að umbreyta eignum í reiðufé og greiða út til hluthafa, verður ekki hætt þegar síðasta eign félagsins, tæplega níu prósenta hlutur í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco, verður seld innan nokkurra mánaða. Samkvæmt heimildum Markaðarins er vilji til þess hjá stærstu hluthöfum, sem fara samanlagt með 50,2 prósenta hlut í Stoðum, að halda starfsemi félagsins áfram þegar yfirtaka fjárfestingasjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management á Refresco, fyrir jafnvirði um 200 milljarða króna, klárast á öðrum ársfjórðungi. Við það verður til stærsta fjárfestingafélag landsins með liðlega átján milljarða króna í eigið fé. Stjórn Stoða, áður FL Group, eins umsvifamesta fjárfestingafélagsins hér á landi í aðdraganda fjármálahrunsins 2008, mun kynna nýjar áherslur í starfsemi félagsins á hluthafafundi síðar á árinu. Sá hópur fjárfesta sem fer með tögl og hagldir í Stoðum samanstendur meðal annars af félögum tengdum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanns í Refresco frá árinu 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM. Fjárfestahópurinn, ásamt tryggingafélaginu TM, eignaðist meirihluta í Stoðum þegar hópurinn keypti í byrjun síðasta árs, í gegnum félögin S121 og S122, rúmlega fimmtíu prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu af Glitni HoldCo og erlendum fjármálastofnunum. Ljóst er að hópurinn hefur hagnast verulega á þeim kaupum.Eina eign Stoða er tæplega níu prósenta hlutur í Refresco. Tilkynnt var um yfirtöku PAI Partners og British Columbia Investment Management á Refresco fyrir jafnvirði um 200 milljarða króna í október á síðasta ári en gert ráð fyrir að kaupin gangi í gegn í apríl á þessu ári.Eftir kaup fjárfestahópsins í Stoðum tók Jón sæti sem stjórnarformaður en auk hans eru í stjórninni Örvar og Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka. Fyrir utan félögin S121 og S122 eru Arion banki og Landsbankinn í hópi stærstu hluthafa Stoða með samanlagt um 31 prósents hlut. Þá á Íslandsbanki 1,7 prósenta hlut. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi var áætlað yfirfæranlegt skattalegt tap Stoða rúmlega 103 milljarðar króna í árslok 2016. Sú skatteign mun hins vegar nýtast félaginu að takmörkuðu leyti þar sem hún verður að stærstum hluta niðurfærð á þessu ári. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað var greitt fyrir hlutinn í Stoðum í fyrra, en miðað við gengi bréfa Refresco á hlutabréfamarkaðinum í Amsterdam á þeim tíma þegar kaupin gengu í gegn er líklegt kaupverð um sjö til átta milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Markaðarins gerði fjárfestahópurinn einnig sérstakan afkomuskiptasamning við Glitni HoldCo sem tryggði félaginu hlutdeild í framtíðarhagnaði af sölu Refresco. Var samningurinn gerður gagngert vegna væntinga um að drykkjaframleiðandinn yrði yfirtekinn. Umsvifamiklir fjárfestingarsjóðir höfðu sýnt Refresco mikinn áhuga um nokkurt skeið. Virði 8,9 prósenta eignarhlutar Stoða í Refresco – sem er í gegnum félagið Ferskur Holding – var 12,7 milljarðar í árslok 2016, 15,8 milljarðar í lok júní í fyrra en er 17,9 milljarðar miðað við samþykkt yfirtökugengi. Hefur hluturinn þannig hækkað um 41 prósent í virði á einu ári. Tilkynnt var um yfirtöku PAI Partners og British Columbia Investment Management á Refresco í október á síðasta ári en gert ráð fyrir að kaupin gangi í gegn í apríl á þessu ári, samkvæmt heimildum Markaðarins.Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og stjórnarmaður í TM, er í hópi þeirra fjárfesta sem mynda meirihluta í Stoðum.Ef tekið er mið af heildarkaupverði erlendu sjóðanna á Refresco, sem nemur um 1,62 milljörðum evra, þá fær eignarhaldsfélagið Ferskur Holding, stærsti einstaki hluthafi Refresco með 14,53 prósenta eignarhlut, 235 milljónir evra, eða sem nemur um 29 milljörðum króna, í sinn hlut. Auk Stoða er Ferskur Holding meðal annars í eigu Kaupþings, dótturfélags Arion banka, og Þorsteins M. Jónssonar, fyrrverandi aðaleiganda Vífilfells og stjórnarmanns í FL Group. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Markaðir Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Rekstri Stoða, sem lauk nauðasamningum 2009 og hefur frá þeim tíma unnið að því að umbreyta eignum í reiðufé og greiða út til hluthafa, verður ekki hætt þegar síðasta eign félagsins, tæplega níu prósenta hlutur í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco, verður seld innan nokkurra mánaða. Samkvæmt heimildum Markaðarins er vilji til þess hjá stærstu hluthöfum, sem fara samanlagt með 50,2 prósenta hlut í Stoðum, að halda starfsemi félagsins áfram þegar yfirtaka fjárfestingasjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management á Refresco, fyrir jafnvirði um 200 milljarða króna, klárast á öðrum ársfjórðungi. Við það verður til stærsta fjárfestingafélag landsins með liðlega átján milljarða króna í eigið fé. Stjórn Stoða, áður FL Group, eins umsvifamesta fjárfestingafélagsins hér á landi í aðdraganda fjármálahrunsins 2008, mun kynna nýjar áherslur í starfsemi félagsins á hluthafafundi síðar á árinu. Sá hópur fjárfesta sem fer með tögl og hagldir í Stoðum samanstendur meðal annars af félögum tengdum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanns í Refresco frá árinu 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM. Fjárfestahópurinn, ásamt tryggingafélaginu TM, eignaðist meirihluta í Stoðum þegar hópurinn keypti í byrjun síðasta árs, í gegnum félögin S121 og S122, rúmlega fimmtíu prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu af Glitni HoldCo og erlendum fjármálastofnunum. Ljóst er að hópurinn hefur hagnast verulega á þeim kaupum.Eina eign Stoða er tæplega níu prósenta hlutur í Refresco. Tilkynnt var um yfirtöku PAI Partners og British Columbia Investment Management á Refresco fyrir jafnvirði um 200 milljarða króna í október á síðasta ári en gert ráð fyrir að kaupin gangi í gegn í apríl á þessu ári.Eftir kaup fjárfestahópsins í Stoðum tók Jón sæti sem stjórnarformaður en auk hans eru í stjórninni Örvar og Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka. Fyrir utan félögin S121 og S122 eru Arion banki og Landsbankinn í hópi stærstu hluthafa Stoða með samanlagt um 31 prósents hlut. Þá á Íslandsbanki 1,7 prósenta hlut. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi var áætlað yfirfæranlegt skattalegt tap Stoða rúmlega 103 milljarðar króna í árslok 2016. Sú skatteign mun hins vegar nýtast félaginu að takmörkuðu leyti þar sem hún verður að stærstum hluta niðurfærð á þessu ári. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað var greitt fyrir hlutinn í Stoðum í fyrra, en miðað við gengi bréfa Refresco á hlutabréfamarkaðinum í Amsterdam á þeim tíma þegar kaupin gengu í gegn er líklegt kaupverð um sjö til átta milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Markaðarins gerði fjárfestahópurinn einnig sérstakan afkomuskiptasamning við Glitni HoldCo sem tryggði félaginu hlutdeild í framtíðarhagnaði af sölu Refresco. Var samningurinn gerður gagngert vegna væntinga um að drykkjaframleiðandinn yrði yfirtekinn. Umsvifamiklir fjárfestingarsjóðir höfðu sýnt Refresco mikinn áhuga um nokkurt skeið. Virði 8,9 prósenta eignarhlutar Stoða í Refresco – sem er í gegnum félagið Ferskur Holding – var 12,7 milljarðar í árslok 2016, 15,8 milljarðar í lok júní í fyrra en er 17,9 milljarðar miðað við samþykkt yfirtökugengi. Hefur hluturinn þannig hækkað um 41 prósent í virði á einu ári. Tilkynnt var um yfirtöku PAI Partners og British Columbia Investment Management á Refresco í október á síðasta ári en gert ráð fyrir að kaupin gangi í gegn í apríl á þessu ári, samkvæmt heimildum Markaðarins.Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og stjórnarmaður í TM, er í hópi þeirra fjárfesta sem mynda meirihluta í Stoðum.Ef tekið er mið af heildarkaupverði erlendu sjóðanna á Refresco, sem nemur um 1,62 milljörðum evra, þá fær eignarhaldsfélagið Ferskur Holding, stærsti einstaki hluthafi Refresco með 14,53 prósenta eignarhlut, 235 milljónir evra, eða sem nemur um 29 milljörðum króna, í sinn hlut. Auk Stoða er Ferskur Holding meðal annars í eigu Kaupþings, dótturfélags Arion banka, og Þorsteins M. Jónssonar, fyrrverandi aðaleiganda Vífilfells og stjórnarmanns í FL Group. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Markaðir Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira