Fyrrverandi forstjóri FL Group ásamt öðrum fjárfestum kaupa meirihluta í Stoðum Hörður Ægisson skrifar 26. apríl 2017 07:00 Helsta eigna Stoða, áður FL Group, er tæplega níu prósenta hlutur í evrópskra drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Gerber. Íslenskir fjárfestar ásamt tryggingafélaginu TM hafa keypt rúmlega fimmtíu prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Stoðum, áður FL Group, af Glitni HoldCo og erlendum fjármálastofnunum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fyrir kaupin var Glitnir stærsti hluthafi Stoða með 40 prósent en helsta eign félagsins er 8,87 prósenta hlutur í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Gerber sem er skráður á markað í Hollandi. Auk TM samanstendur kaupendahópurinn af félögum á vegum Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra FL Group, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Magnúsi Ármanni Jónssyni, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni í FL Group. Jón hefur setið í stjórn Refresco frá árinu 2009.Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri FL Group, er á meðal kaupenda að hlutnum í Stoðum en hann hefur setið í stjórn Refresco Gerber frá árinu 2009.Ekki fást upplýsingar um hvað greitt var fyrir hlutinn en miðað við núverandi gengi bréfa Refresco Gerber er markaðsvirði þess um 170 milljarðar króna. Kaupverðið á ríflega helmingshlut í Stoðum, en nánast eina eign þess er 8,87 prósenta hlutur í Refresco Gerber, gæti því verið um sjö til átta milljarðar króna. Hlutur Stoða í Refresco var bókfærður á 12,7 milljarða í árslok 2016 en gengi bréfa félagsins hefur hækkað í verði um meira en tuttugu prósent í þessum mánuði. Eignarhlutur Stoða í Refresco Gerber er í gegnum eignarhaldsfélagið Ferskur Holding sem er jafnframt stærsti einstaki hluthafi drykkjarvöruframleiðandans með liðlega 14,5 prósenta hlut. Auk Stoða er Ferskur Holding í eigu Kaupþings og félags í eigu Arion banka og Þorsteins M. Jónssonar, fyrrverandi aðaleigenda Vífilfells og stjórnarmanns í FL Group. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Íslenskir fjárfestar ásamt tryggingafélaginu TM hafa keypt rúmlega fimmtíu prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Stoðum, áður FL Group, af Glitni HoldCo og erlendum fjármálastofnunum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fyrir kaupin var Glitnir stærsti hluthafi Stoða með 40 prósent en helsta eign félagsins er 8,87 prósenta hlutur í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Gerber sem er skráður á markað í Hollandi. Auk TM samanstendur kaupendahópurinn af félögum á vegum Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra FL Group, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Magnúsi Ármanni Jónssyni, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni í FL Group. Jón hefur setið í stjórn Refresco frá árinu 2009.Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri FL Group, er á meðal kaupenda að hlutnum í Stoðum en hann hefur setið í stjórn Refresco Gerber frá árinu 2009.Ekki fást upplýsingar um hvað greitt var fyrir hlutinn en miðað við núverandi gengi bréfa Refresco Gerber er markaðsvirði þess um 170 milljarðar króna. Kaupverðið á ríflega helmingshlut í Stoðum, en nánast eina eign þess er 8,87 prósenta hlutur í Refresco Gerber, gæti því verið um sjö til átta milljarðar króna. Hlutur Stoða í Refresco var bókfærður á 12,7 milljarða í árslok 2016 en gengi bréfa félagsins hefur hækkað í verði um meira en tuttugu prósent í þessum mánuði. Eignarhlutur Stoða í Refresco Gerber er í gegnum eignarhaldsfélagið Ferskur Holding sem er jafnframt stærsti einstaki hluthafi drykkjarvöruframleiðandans með liðlega 14,5 prósenta hlut. Auk Stoða er Ferskur Holding í eigu Kaupþings og félags í eigu Arion banka og Þorsteins M. Jónssonar, fyrrverandi aðaleigenda Vífilfells og stjórnarmanns í FL Group. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira