Asíuríki bregðast illa við verndartollum Trump Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2018 20:18 Trump var stoltur af því að hafa skrifað undir ákvörðun um verndartollana í gær. Hann hefur lýst stefnu sinni sem svo að hann setji Bandaríkin í fyrsta sæti. Ákvörðunin gæti þó leitt til þess að þúsundir starfa í sólarorkuiðnaði glatist. Vísir/AFP Kínverjar og Suður-Kóreumenn segjast ætla að leita réttar síns vegna ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um að leggja háa verndartolla á innfluttar sólarsellur og þvottavélar. Tollarnir koma harðast niður á þjóðunum tveimur en þeir geta í sumum tilfellum náð 50%. Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að leggja verndartollana á eftir að ráðgjafar hans í viðskiptamálum komust að þeirri niðurstöðu að innflutningur á ódýrum sólarsellum og þvottavélum skaðaði innlenda framleiðslu í gær. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að Suður-Kórea ætli að kvarta til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Kínverskir ráðamenn telja tollana ganga of langt og ætla að verja hagsmuni sína á vettvangi stofnunarinnar. Suður-kóresk tæknifyrirtæki eins og Samsung og LG fordæma tollana. Í yfirlýsingu kallaði Samsung tollana „skatt á alla neytendur sem vilja kaupa þvottavélar“. Samtök bandaríska sólarorkuiðnaðarins telja að 23.000 störf muni glatast í Bandaríkjunum vegna verndartollanna. Bandarískir framleiðir sólarsellna geti ekki annað eftirspurn og því verði minna að gera fyrir fyrirtæki sem setja sellurnar upp og selja þjónustu í kringum þær. Umhverfisverndarsinnar vara við því að tollarnir muni hægja á skipti Bandaríkjamanna úr jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega orkugjafa. Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Spá 43% vexti í endurnýjanlegum orkugjöfum til 2022 Vöxtur endurnýjanlegra raforkugjafa stefnir í að vera hraðari en Alþjóðaorkumálastofnunin spáði. 4. október 2017 17:41 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Kínverjar og Suður-Kóreumenn segjast ætla að leita réttar síns vegna ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um að leggja háa verndartolla á innfluttar sólarsellur og þvottavélar. Tollarnir koma harðast niður á þjóðunum tveimur en þeir geta í sumum tilfellum náð 50%. Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að leggja verndartollana á eftir að ráðgjafar hans í viðskiptamálum komust að þeirri niðurstöðu að innflutningur á ódýrum sólarsellum og þvottavélum skaðaði innlenda framleiðslu í gær. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að Suður-Kórea ætli að kvarta til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Kínverskir ráðamenn telja tollana ganga of langt og ætla að verja hagsmuni sína á vettvangi stofnunarinnar. Suður-kóresk tæknifyrirtæki eins og Samsung og LG fordæma tollana. Í yfirlýsingu kallaði Samsung tollana „skatt á alla neytendur sem vilja kaupa þvottavélar“. Samtök bandaríska sólarorkuiðnaðarins telja að 23.000 störf muni glatast í Bandaríkjunum vegna verndartollanna. Bandarískir framleiðir sólarsellna geti ekki annað eftirspurn og því verði minna að gera fyrir fyrirtæki sem setja sellurnar upp og selja þjónustu í kringum þær. Umhverfisverndarsinnar vara við því að tollarnir muni hægja á skipti Bandaríkjamanna úr jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega orkugjafa.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Spá 43% vexti í endurnýjanlegum orkugjöfum til 2022 Vöxtur endurnýjanlegra raforkugjafa stefnir í að vera hraðari en Alþjóðaorkumálastofnunin spáði. 4. október 2017 17:41 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12
Spá 43% vexti í endurnýjanlegum orkugjöfum til 2022 Vöxtur endurnýjanlegra raforkugjafa stefnir í að vera hraðari en Alþjóðaorkumálastofnunin spáði. 4. október 2017 17:41