Asíuríki bregðast illa við verndartollum Trump Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2018 20:18 Trump var stoltur af því að hafa skrifað undir ákvörðun um verndartollana í gær. Hann hefur lýst stefnu sinni sem svo að hann setji Bandaríkin í fyrsta sæti. Ákvörðunin gæti þó leitt til þess að þúsundir starfa í sólarorkuiðnaði glatist. Vísir/AFP Kínverjar og Suður-Kóreumenn segjast ætla að leita réttar síns vegna ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um að leggja háa verndartolla á innfluttar sólarsellur og þvottavélar. Tollarnir koma harðast niður á þjóðunum tveimur en þeir geta í sumum tilfellum náð 50%. Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að leggja verndartollana á eftir að ráðgjafar hans í viðskiptamálum komust að þeirri niðurstöðu að innflutningur á ódýrum sólarsellum og þvottavélum skaðaði innlenda framleiðslu í gær. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að Suður-Kórea ætli að kvarta til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Kínverskir ráðamenn telja tollana ganga of langt og ætla að verja hagsmuni sína á vettvangi stofnunarinnar. Suður-kóresk tæknifyrirtæki eins og Samsung og LG fordæma tollana. Í yfirlýsingu kallaði Samsung tollana „skatt á alla neytendur sem vilja kaupa þvottavélar“. Samtök bandaríska sólarorkuiðnaðarins telja að 23.000 störf muni glatast í Bandaríkjunum vegna verndartollanna. Bandarískir framleiðir sólarsellna geti ekki annað eftirspurn og því verði minna að gera fyrir fyrirtæki sem setja sellurnar upp og selja þjónustu í kringum þær. Umhverfisverndarsinnar vara við því að tollarnir muni hægja á skipti Bandaríkjamanna úr jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega orkugjafa. Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Spá 43% vexti í endurnýjanlegum orkugjöfum til 2022 Vöxtur endurnýjanlegra raforkugjafa stefnir í að vera hraðari en Alþjóðaorkumálastofnunin spáði. 4. október 2017 17:41 Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Kínverjar og Suður-Kóreumenn segjast ætla að leita réttar síns vegna ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um að leggja háa verndartolla á innfluttar sólarsellur og þvottavélar. Tollarnir koma harðast niður á þjóðunum tveimur en þeir geta í sumum tilfellum náð 50%. Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að leggja verndartollana á eftir að ráðgjafar hans í viðskiptamálum komust að þeirri niðurstöðu að innflutningur á ódýrum sólarsellum og þvottavélum skaðaði innlenda framleiðslu í gær. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að Suður-Kórea ætli að kvarta til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Kínverskir ráðamenn telja tollana ganga of langt og ætla að verja hagsmuni sína á vettvangi stofnunarinnar. Suður-kóresk tæknifyrirtæki eins og Samsung og LG fordæma tollana. Í yfirlýsingu kallaði Samsung tollana „skatt á alla neytendur sem vilja kaupa þvottavélar“. Samtök bandaríska sólarorkuiðnaðarins telja að 23.000 störf muni glatast í Bandaríkjunum vegna verndartollanna. Bandarískir framleiðir sólarsellna geti ekki annað eftirspurn og því verði minna að gera fyrir fyrirtæki sem setja sellurnar upp og selja þjónustu í kringum þær. Umhverfisverndarsinnar vara við því að tollarnir muni hægja á skipti Bandaríkjamanna úr jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega orkugjafa.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Spá 43% vexti í endurnýjanlegum orkugjöfum til 2022 Vöxtur endurnýjanlegra raforkugjafa stefnir í að vera hraðari en Alþjóðaorkumálastofnunin spáði. 4. október 2017 17:41 Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12
Spá 43% vexti í endurnýjanlegum orkugjöfum til 2022 Vöxtur endurnýjanlegra raforkugjafa stefnir í að vera hraðari en Alþjóðaorkumálastofnunin spáði. 4. október 2017 17:41