Asíuríki bregðast illa við verndartollum Trump Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2018 20:18 Trump var stoltur af því að hafa skrifað undir ákvörðun um verndartollana í gær. Hann hefur lýst stefnu sinni sem svo að hann setji Bandaríkin í fyrsta sæti. Ákvörðunin gæti þó leitt til þess að þúsundir starfa í sólarorkuiðnaði glatist. Vísir/AFP Kínverjar og Suður-Kóreumenn segjast ætla að leita réttar síns vegna ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um að leggja háa verndartolla á innfluttar sólarsellur og þvottavélar. Tollarnir koma harðast niður á þjóðunum tveimur en þeir geta í sumum tilfellum náð 50%. Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að leggja verndartollana á eftir að ráðgjafar hans í viðskiptamálum komust að þeirri niðurstöðu að innflutningur á ódýrum sólarsellum og þvottavélum skaðaði innlenda framleiðslu í gær. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að Suður-Kórea ætli að kvarta til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Kínverskir ráðamenn telja tollana ganga of langt og ætla að verja hagsmuni sína á vettvangi stofnunarinnar. Suður-kóresk tæknifyrirtæki eins og Samsung og LG fordæma tollana. Í yfirlýsingu kallaði Samsung tollana „skatt á alla neytendur sem vilja kaupa þvottavélar“. Samtök bandaríska sólarorkuiðnaðarins telja að 23.000 störf muni glatast í Bandaríkjunum vegna verndartollanna. Bandarískir framleiðir sólarsellna geti ekki annað eftirspurn og því verði minna að gera fyrir fyrirtæki sem setja sellurnar upp og selja þjónustu í kringum þær. Umhverfisverndarsinnar vara við því að tollarnir muni hægja á skipti Bandaríkjamanna úr jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega orkugjafa. Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Spá 43% vexti í endurnýjanlegum orkugjöfum til 2022 Vöxtur endurnýjanlegra raforkugjafa stefnir í að vera hraðari en Alþjóðaorkumálastofnunin spáði. 4. október 2017 17:41 Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Kínverjar og Suður-Kóreumenn segjast ætla að leita réttar síns vegna ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um að leggja háa verndartolla á innfluttar sólarsellur og þvottavélar. Tollarnir koma harðast niður á þjóðunum tveimur en þeir geta í sumum tilfellum náð 50%. Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að leggja verndartollana á eftir að ráðgjafar hans í viðskiptamálum komust að þeirri niðurstöðu að innflutningur á ódýrum sólarsellum og þvottavélum skaðaði innlenda framleiðslu í gær. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að Suður-Kórea ætli að kvarta til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Kínverskir ráðamenn telja tollana ganga of langt og ætla að verja hagsmuni sína á vettvangi stofnunarinnar. Suður-kóresk tæknifyrirtæki eins og Samsung og LG fordæma tollana. Í yfirlýsingu kallaði Samsung tollana „skatt á alla neytendur sem vilja kaupa þvottavélar“. Samtök bandaríska sólarorkuiðnaðarins telja að 23.000 störf muni glatast í Bandaríkjunum vegna verndartollanna. Bandarískir framleiðir sólarsellna geti ekki annað eftirspurn og því verði minna að gera fyrir fyrirtæki sem setja sellurnar upp og selja þjónustu í kringum þær. Umhverfisverndarsinnar vara við því að tollarnir muni hægja á skipti Bandaríkjamanna úr jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega orkugjafa.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Spá 43% vexti í endurnýjanlegum orkugjöfum til 2022 Vöxtur endurnýjanlegra raforkugjafa stefnir í að vera hraðari en Alþjóðaorkumálastofnunin spáði. 4. október 2017 17:41 Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12
Spá 43% vexti í endurnýjanlegum orkugjöfum til 2022 Vöxtur endurnýjanlegra raforkugjafa stefnir í að vera hraðari en Alþjóðaorkumálastofnunin spáði. 4. október 2017 17:41