Innlent

Á móti lækkun kosningaaldurs

Unnur Þormóðsdóttir  er formaður bæjarráðs Hveragerðis.
Unnur Þormóðsdóttir er formaður bæjarráðs Hveragerðis. vísir/magnús hlynur
„Við í Hveragerði teljum að líta verði á málið í heild sinni. Ef 16 ára börn eiga að mega kjósa, á þá lögræðisaldur ekki að vera 16 ár líka?“ segir Unnur Þormóðsdóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar, um hugmyndir um lækkun kosningaaldurs úr 18 ára aldri í 16 ár.

„Ef 16 ára barn má taka sæti í sveitarstjórn þá þarf það nú eiginlega að vera fjárráða,“ segir Unnur jafnframt. Bæjarráðið segir í bókun að nauðsynlegt sé að þeir sem taki þátt í sveitarstjórnarmálum hafi lagalegu stöðu til að taka ákvarðanir fyrir hönd sveitarfélagsins, en séu ekki ófjárráða og heyri undir lög um barnavernd og forræði foreldra.




Tengdar fréttir

Vilja lækka kosningaaldur

Fyrir alþingi liggur frumvarp um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×