Janus Daði: Höfðum bullandi trú á sigri Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2018 21:44 „Þetta er hundfúlt. Við komum í leikinn til að vinna og við höfðum bullandi trú á því eins og mér fannst við sýna alveg frá byrjun. Þetta gekk ekki í dag,“ sagði Janus Daði Smárason, sem skoraði þrjú mörk í sjö marka tapi gegn Króatíu á Evrópumótinu í kvöld, þegar Henry Birgir Gunnarsson hitti hann að máli að leik loknum. Aðeins munaði einu marki á liðunum í hálfleik eftir fína frammistöðu Íslands í fyrri hálfleiknum fyrir framan troðfulla höll í Split. „Mér fannst við vera góðir og vinna fyrir því. Við vorum þéttir varnarlega, ákveðnir sóknarlega og skipulagðir. Mér fannst við síðan spila upp á fín færi í byrjun seinni hálfleiks. Það vantaði þessa seinustu sendingu eða síðasta skot til að klára sóknirnar. Þegar þeir komast á lagið þá fer þetta hratt úr höndunum á okkur," bætti Janus Daði við en Króatarnir breyttu stöðunni úr 14-14 í 23-16 í upphafi síðari hálfleiks. Stemmningin í höllinni í Split var mögnuð enda Króatar á heimavelli og ætla sér stóra hluti í keppninni. „Þetta var ógeðslega gaman og maður nýtur sín í botn á vellinum. Ég er ánægður með að ég fékk að spila mikið í dag og fannst ég njóta þess að spila.“ Eftir fínan fyrri háfleik fór eflaust um einhverja heimamenn í stúkunni og Janus jánkaði því þegar hann var spurður hvort það væri ekki gaman að þagga aðeins niður í áhorfendum. „Það er alltaf kúl. Svo er ég með liðsfélagana á bekknum sem bakka mann upp við hvert tækifæri. Þetta var mjög gaman en það þýðir ekkert að svekkja sig og við þurfum að nota þetta í eitthvað gott. Við þurfum að bæta okkur með hverjum leiknum og það er markmiðið.“ Janus sagðist engar áhyggjur hafa af því að tapið í kvöld hefði slæm áhrif á liðið fyrir leikinn mikilvæga gegn Serbum. „Þetta eru allt svo miklir fagmenn og margir sem hafa gert þetta svo oft að það þýðir ekkert. Þetta gekk ekki í dag og við svekkjum okkur aðeins inni í klefa en svo erum við bara klárir í næsta leik.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Sjá meira
„Þetta er hundfúlt. Við komum í leikinn til að vinna og við höfðum bullandi trú á því eins og mér fannst við sýna alveg frá byrjun. Þetta gekk ekki í dag,“ sagði Janus Daði Smárason, sem skoraði þrjú mörk í sjö marka tapi gegn Króatíu á Evrópumótinu í kvöld, þegar Henry Birgir Gunnarsson hitti hann að máli að leik loknum. Aðeins munaði einu marki á liðunum í hálfleik eftir fína frammistöðu Íslands í fyrri hálfleiknum fyrir framan troðfulla höll í Split. „Mér fannst við vera góðir og vinna fyrir því. Við vorum þéttir varnarlega, ákveðnir sóknarlega og skipulagðir. Mér fannst við síðan spila upp á fín færi í byrjun seinni hálfleiks. Það vantaði þessa seinustu sendingu eða síðasta skot til að klára sóknirnar. Þegar þeir komast á lagið þá fer þetta hratt úr höndunum á okkur," bætti Janus Daði við en Króatarnir breyttu stöðunni úr 14-14 í 23-16 í upphafi síðari hálfleiks. Stemmningin í höllinni í Split var mögnuð enda Króatar á heimavelli og ætla sér stóra hluti í keppninni. „Þetta var ógeðslega gaman og maður nýtur sín í botn á vellinum. Ég er ánægður með að ég fékk að spila mikið í dag og fannst ég njóta þess að spila.“ Eftir fínan fyrri háfleik fór eflaust um einhverja heimamenn í stúkunni og Janus jánkaði því þegar hann var spurður hvort það væri ekki gaman að þagga aðeins niður í áhorfendum. „Það er alltaf kúl. Svo er ég með liðsfélagana á bekknum sem bakka mann upp við hvert tækifæri. Þetta var mjög gaman en það þýðir ekkert að svekkja sig og við þurfum að nota þetta í eitthvað gott. Við þurfum að bæta okkur með hverjum leiknum og það er markmiðið.“ Janus sagðist engar áhyggjur hafa af því að tapið í kvöld hefði slæm áhrif á liðið fyrir leikinn mikilvæga gegn Serbum. „Þetta eru allt svo miklir fagmenn og margir sem hafa gert þetta svo oft að það þýðir ekkert. Þetta gekk ekki í dag og við svekkjum okkur aðeins inni í klefa en svo erum við bara klárir í næsta leik.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Sjá meira