Janus Daði: Höfðum bullandi trú á sigri Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2018 21:44 „Þetta er hundfúlt. Við komum í leikinn til að vinna og við höfðum bullandi trú á því eins og mér fannst við sýna alveg frá byrjun. Þetta gekk ekki í dag,“ sagði Janus Daði Smárason, sem skoraði þrjú mörk í sjö marka tapi gegn Króatíu á Evrópumótinu í kvöld, þegar Henry Birgir Gunnarsson hitti hann að máli að leik loknum. Aðeins munaði einu marki á liðunum í hálfleik eftir fína frammistöðu Íslands í fyrri hálfleiknum fyrir framan troðfulla höll í Split. „Mér fannst við vera góðir og vinna fyrir því. Við vorum þéttir varnarlega, ákveðnir sóknarlega og skipulagðir. Mér fannst við síðan spila upp á fín færi í byrjun seinni hálfleiks. Það vantaði þessa seinustu sendingu eða síðasta skot til að klára sóknirnar. Þegar þeir komast á lagið þá fer þetta hratt úr höndunum á okkur," bætti Janus Daði við en Króatarnir breyttu stöðunni úr 14-14 í 23-16 í upphafi síðari hálfleiks. Stemmningin í höllinni í Split var mögnuð enda Króatar á heimavelli og ætla sér stóra hluti í keppninni. „Þetta var ógeðslega gaman og maður nýtur sín í botn á vellinum. Ég er ánægður með að ég fékk að spila mikið í dag og fannst ég njóta þess að spila.“ Eftir fínan fyrri háfleik fór eflaust um einhverja heimamenn í stúkunni og Janus jánkaði því þegar hann var spurður hvort það væri ekki gaman að þagga aðeins niður í áhorfendum. „Það er alltaf kúl. Svo er ég með liðsfélagana á bekknum sem bakka mann upp við hvert tækifæri. Þetta var mjög gaman en það þýðir ekkert að svekkja sig og við þurfum að nota þetta í eitthvað gott. Við þurfum að bæta okkur með hverjum leiknum og það er markmiðið.“ Janus sagðist engar áhyggjur hafa af því að tapið í kvöld hefði slæm áhrif á liðið fyrir leikinn mikilvæga gegn Serbum. „Þetta eru allt svo miklir fagmenn og margir sem hafa gert þetta svo oft að það þýðir ekkert. Þetta gekk ekki í dag og við svekkjum okkur aðeins inni í klefa en svo erum við bara klárir í næsta leik.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sport Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Fleiri fréttir Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
„Þetta er hundfúlt. Við komum í leikinn til að vinna og við höfðum bullandi trú á því eins og mér fannst við sýna alveg frá byrjun. Þetta gekk ekki í dag,“ sagði Janus Daði Smárason, sem skoraði þrjú mörk í sjö marka tapi gegn Króatíu á Evrópumótinu í kvöld, þegar Henry Birgir Gunnarsson hitti hann að máli að leik loknum. Aðeins munaði einu marki á liðunum í hálfleik eftir fína frammistöðu Íslands í fyrri hálfleiknum fyrir framan troðfulla höll í Split. „Mér fannst við vera góðir og vinna fyrir því. Við vorum þéttir varnarlega, ákveðnir sóknarlega og skipulagðir. Mér fannst við síðan spila upp á fín færi í byrjun seinni hálfleiks. Það vantaði þessa seinustu sendingu eða síðasta skot til að klára sóknirnar. Þegar þeir komast á lagið þá fer þetta hratt úr höndunum á okkur," bætti Janus Daði við en Króatarnir breyttu stöðunni úr 14-14 í 23-16 í upphafi síðari hálfleiks. Stemmningin í höllinni í Split var mögnuð enda Króatar á heimavelli og ætla sér stóra hluti í keppninni. „Þetta var ógeðslega gaman og maður nýtur sín í botn á vellinum. Ég er ánægður með að ég fékk að spila mikið í dag og fannst ég njóta þess að spila.“ Eftir fínan fyrri háfleik fór eflaust um einhverja heimamenn í stúkunni og Janus jánkaði því þegar hann var spurður hvort það væri ekki gaman að þagga aðeins niður í áhorfendum. „Það er alltaf kúl. Svo er ég með liðsfélagana á bekknum sem bakka mann upp við hvert tækifæri. Þetta var mjög gaman en það þýðir ekkert að svekkja sig og við þurfum að nota þetta í eitthvað gott. Við þurfum að bæta okkur með hverjum leiknum og það er markmiðið.“ Janus sagðist engar áhyggjur hafa af því að tapið í kvöld hefði slæm áhrif á liðið fyrir leikinn mikilvæga gegn Serbum. „Þetta eru allt svo miklir fagmenn og margir sem hafa gert þetta svo oft að það þýðir ekkert. Þetta gekk ekki í dag og við svekkjum okkur aðeins inni í klefa en svo erum við bara klárir í næsta leik.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sport Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Fleiri fréttir Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn