Fara í samkeppni við Eldum rétt með samstarfi við íþróttafélögin Daníel Freyr Birkisson skrifar 16. janúar 2018 14:26 Það á að hafa gaman í eldhúsinu að mati Jóns Arnars. mynd/einn, tveir og elda „Það á að hafa gaman í eldhúsinu,“ segir Jón Arnar Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Einn, tveir og elda sem er nýtt fyrirtæki á hinum svokallaða máltíðamarkaði. Vefsíða fyrirtækisins er komin í loftið og nú geta þeir sem leiðigjarnt þykir að fara út í verslun að vinnudegi loknum, eða einfaldlega skortir hugmyndaflugið í eldamennskunni, skráð sig og fengið senda heim eða sótt pakka með hráefnum til eldunar. Í boði verða þrjár tegundir af pökkum – klassíski pakkinn, heilsupakkinn og gestapakkinn. Samtals eru uppskriftirnar ellefu í hverri viku og breytist úrvalið á milli vikna. Jón Arnar segir fyrirtækið hafa fengið til liðs við sig þaulreynda matgæðinga úr þjóðfélaginu og munu uppskriftir frá þeim birtast í hverri viku. Í fyrstu vikunni býðst viðskiptavinum að elda eftir uppskriftum Gunnars Más Kamban og Jóa Fel. Einn, tveir og elda mun þá leggja ríka áherslu á notkun íslenskra hráefna í eldamennskunni að sögn Jóns Arnars. „Við munum reyna að nota það sem er best hverju sinni. Þá munum við eingöngu bjóða viðskiptavinum upp á íslenskt kjöt en einnig verður reynt eftir fremsta megni að notast við íslenskt grænmeti og fisk.“Fara í samstarf með íþróttafélögunumHann segir fyrirtækið hafa viljað geta boðið upp á fleiri en einn afhendingarstað svo viðskiptavinir þyrftu ekki allir að sækja pöntun sína á sama staðinn. Þannig hafi sú hugmynd komið upp snemma í undirbúningsferlinu að fara í samstarf með íþróttafélögum í hverju hverfi fyrir sig. „Við erum nú þegar í samstarfi með HK, Aftureldingu og KR. Við erum einnig að bæta við nýjum félögum koll af kolli og er stefnt að því að þau verði átta til tíu talsins þegar fram líða stundir“. Þá muni hvert og eitt félag fá 5 prósent hlut af hverri vöru sem afhent er. Þó verður einnig hægt að fá vöruna senda upp að dyrum gegn gjaldi. Einn, tveir og elda er annað fyrirtækið inn á máltíðamarkaðinn en fyrir er Eldum rétt sem stofnað var árið 2014. Það er því óhætt að gera ráð fyrir því að samkeppni muni ríkja þeirra á milli á markaði sem stækkað hefur gífurlega undanfarin ár. Að sögn Jóns Arnars eru sífellt fleiri sem grípa með sér kassa með hráefnum og elda heima til þess að sleppa við að þurfa að fara út í verslun að vinnudegi loknum. Matur Neytendur Tengdar fréttir Krónan ætlar í samkeppni við Eldum rétt á næsta ári Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. 13. desember 2017 07:30 Eigandi 10-11 kaupir helmingshlut í Eldum rétt Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, hefur undirritað kaupsamning um kaup á 50 prósent hlutafjár í Eldum rétt ehf. 15. desember 2017 13:49 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Það á að hafa gaman í eldhúsinu,“ segir Jón Arnar Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Einn, tveir og elda sem er nýtt fyrirtæki á hinum svokallaða máltíðamarkaði. Vefsíða fyrirtækisins er komin í loftið og nú geta þeir sem leiðigjarnt þykir að fara út í verslun að vinnudegi loknum, eða einfaldlega skortir hugmyndaflugið í eldamennskunni, skráð sig og fengið senda heim eða sótt pakka með hráefnum til eldunar. Í boði verða þrjár tegundir af pökkum – klassíski pakkinn, heilsupakkinn og gestapakkinn. Samtals eru uppskriftirnar ellefu í hverri viku og breytist úrvalið á milli vikna. Jón Arnar segir fyrirtækið hafa fengið til liðs við sig þaulreynda matgæðinga úr þjóðfélaginu og munu uppskriftir frá þeim birtast í hverri viku. Í fyrstu vikunni býðst viðskiptavinum að elda eftir uppskriftum Gunnars Más Kamban og Jóa Fel. Einn, tveir og elda mun þá leggja ríka áherslu á notkun íslenskra hráefna í eldamennskunni að sögn Jóns Arnars. „Við munum reyna að nota það sem er best hverju sinni. Þá munum við eingöngu bjóða viðskiptavinum upp á íslenskt kjöt en einnig verður reynt eftir fremsta megni að notast við íslenskt grænmeti og fisk.“Fara í samstarf með íþróttafélögunumHann segir fyrirtækið hafa viljað geta boðið upp á fleiri en einn afhendingarstað svo viðskiptavinir þyrftu ekki allir að sækja pöntun sína á sama staðinn. Þannig hafi sú hugmynd komið upp snemma í undirbúningsferlinu að fara í samstarf með íþróttafélögum í hverju hverfi fyrir sig. „Við erum nú þegar í samstarfi með HK, Aftureldingu og KR. Við erum einnig að bæta við nýjum félögum koll af kolli og er stefnt að því að þau verði átta til tíu talsins þegar fram líða stundir“. Þá muni hvert og eitt félag fá 5 prósent hlut af hverri vöru sem afhent er. Þó verður einnig hægt að fá vöruna senda upp að dyrum gegn gjaldi. Einn, tveir og elda er annað fyrirtækið inn á máltíðamarkaðinn en fyrir er Eldum rétt sem stofnað var árið 2014. Það er því óhætt að gera ráð fyrir því að samkeppni muni ríkja þeirra á milli á markaði sem stækkað hefur gífurlega undanfarin ár. Að sögn Jóns Arnars eru sífellt fleiri sem grípa með sér kassa með hráefnum og elda heima til þess að sleppa við að þurfa að fara út í verslun að vinnudegi loknum.
Matur Neytendur Tengdar fréttir Krónan ætlar í samkeppni við Eldum rétt á næsta ári Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. 13. desember 2017 07:30 Eigandi 10-11 kaupir helmingshlut í Eldum rétt Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, hefur undirritað kaupsamning um kaup á 50 prósent hlutafjár í Eldum rétt ehf. 15. desember 2017 13:49 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Krónan ætlar í samkeppni við Eldum rétt á næsta ári Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. 13. desember 2017 07:30
Eigandi 10-11 kaupir helmingshlut í Eldum rétt Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, hefur undirritað kaupsamning um kaup á 50 prósent hlutafjár í Eldum rétt ehf. 15. desember 2017 13:49