Innlent

Lokanir vegna veðurs: Fjöldi verkefna vegna ófærðar á Mosfellsheiði

Frá starfi björgunarsveitarmanna á Mosfellsheiði í dag.
Frá starfi björgunarsveitarmanna á Mosfellsheiði í dag. Slysavarnafélagið Landsbjörg
Ágætlega hefur gengið að koma ökumönnum og farþegum þeirra bíla sem voru í vanda á Mosfellsheiði í dag og er röð bíla á leiðinni niður af heiðinni í fylgt með bílum björgunarsveita. Nokkrir bílar voru skildir eftir og verða Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði enn lokaðar þangað til annað verður ákveðið.

Þá eru vegirnir um H
ellisheiði og Þrengslin einnig lokaðir og er sömuleiðis vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaður vegna snjóflóðahættu.

Nokkrir bílar voru skildir eftir og verða Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði enn lokaðar þangað til annað verður ákveðið.Slysavarnafélagið Landsbjörg
Hálka eða hálkublettir og skafrenningur eru á velflestum vegum á Suður- Suðvesturlandi.

Vesturland: Hálka, snjóþekja og skafrenningur mjög víða. Þæfingur er á Svínadal.

Vestfirðir: Víða þungfært eða ófært, strekkingsvindur, ofanhríð og blint. Búið er að opna í Súgandafjörð - og eins bæði Mikladal og Hálfdán en þar er þó þæfingur.

Ágætlega gekk að koma ökumönnum og farþegum þeirra bíla sem voru í vanda á Mosfellsheiði í dagSlysavarnafélagið Landsbjörg
Norðurland: Hríðarveður og hálka og snjóþekja á flestum vegum.

Austurland: Greiðfært á láglendi en hálka eða hálkublettir á fjallvegum.  Breiðdalsheiði og Öxi eru opnar.

Suðausturland: Greiðfært suður í Öræfi en sums staðar nokkur hálka þaðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×