Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2018 17:00 Viðvarandi þurrkur í methita síðustu ára hefur þurrkað upp vatnsból Höfðaborgar í Suður-Afríku. Síðustu þrjú árin eru þau hlýjustu frá upphafi mælinga. Vísir/AFP Lækkun meðalhita jarðar í fyrra sem var viðbúin eftir metárin á undan sem voru knúin af El niño var verulega minni en sérfræðingur Veðurstofu Íslands gerði ráð fyrir. Áratugshlýnun hefur orðið frá síðasta metári sem naut ekki aðstoðar El niño-sveiflunnar. Tvær bandarískar vísindastofnanir kynntu tölur sínar um meðalhita jarðar fyrir árið 2017 í gær. Samkvæmt bandarísku geimvísindastofnunni NASA var árið það annað hlýjasta frá upphafi en það þriðja samkvæmt aðferð Haf- og loftslagsstofnunarinnar NOAA. Eins og búist var við var árið 2017 um 0,1°C svalara en metárin 2015 og 2016. Þau ár var veðurfyrirbrigðið El niño í fullum gangi í Kyrrahafi og jók á undirliggjandi hlýnun af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. El niño er fasi ENSO-sveiflunnar svonefndu í vindafari og sjávarhita í austanverðu Kyrrahafinu í hitabeltinu. Hann getur keyrt upp meðalhita á jörðinni, jafnvel um allt að hálfa gráðu frá svalasta punkti á undan til þess hlýjasta á hápunkti sveiflunnar. El niño-viðburðurinn sem lauk árið 2016 var talinn sérlega öflugur.Aðeins um helmingur af kólnun sem búast hefði mátt við Árin 1997 til 1998 var El niño-hlýnun í Kyrrahafi sérstaklega öflug og skilaði það sér í hnattrænum methita þessi ár. Eftir þau tók það hnattræna hlýnun af völdum manna um áratug að jafna hitametið sem var sett þá. Þeir sem þræta fyrir vísindalega þekkingu á orsökum loftslagsbreytinga hafa reglulega notað þau ár sem viðmið til þess að fullyrða ranglega að hlé hafi orðið á hlýnun jarðar. Á milli 1998 og 1999 lækkaði meðalhiti jarðar um hér um bil 0,2°C. Kólnunin eftir El niño-árin nú er hins vegar aðeins um 0,1°C. „Það kemur helst á óvart að hún sé ekki meiri. Þetta er svona helmingurinn af því sem ég hefði búist við,“ segir Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.Halldór Björnsson segir að það kæmi honum ekki á óvart að áfram kólnaði á jörðinni miðað við metárin 2015 og 2016 í takt við fyrri niðursveiflur eftir El niño.VísirÞetta gefur honum tilefni til að ætla að kólnun miðað við árin 2015 og 2016 haldi áfram í ár. Ómögulegt sé hins vegar að segja til um hvort að það verði í eitt ár eða fleiri. Hnattræn hlýnun af völdum manna geri það að verkum að sífellt verði ólíklegra að slík hlutfallsleg kólnun haldi áfram lengi.Miklu hlýrra en síðasta metár án El niño Tölurnar um meðalhita jarðar nú eru ekki síst merkilegar þegar þær eru bornar saman við árið 2014, síðasta árið þar sem áhrifa El niño gætti ekki. Það ár var það hlýjasta frá upphafi mælinga á sínum tíma. „Það ár var metár á sínum tíma. Við erum núna miklu hlýrri á hnattræna vísu en þá. Við erum alveg 0,17°C heitari í NASA-tölunum en árið 2014 og 0,17°C eru um það bil sú hlýnun sem þú býst við á áratug vegna aukinna gróðurhúsalofttegunda,“ segir Halldór. La niña, svalari fasi ENSO-sveiflunnar, fylgir gjarnan í kjölfarið á El niño. Halldór segir hins vegar að enn bóli ekkert á henni þó að ýmsar væringar hafi verið í Kyrrahafinu. „Spágeta okkar fyrir El niño/La niña er mjög takmörkuð. Ár fram í tímann er það eiginlega alveg gagnslaust,“ segir hann. Fréttaskýringar Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Drykkjarvatn að klárast í Höfðaborg eftir áralangan þurrk Þurrkur hefur þjakað Höfðaborg í þrjú ár og eru vatnsbirgðir borgarinnar að þrotum komnar. 16. janúar 2018 11:30 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Lækkun meðalhita jarðar í fyrra sem var viðbúin eftir metárin á undan sem voru knúin af El niño var verulega minni en sérfræðingur Veðurstofu Íslands gerði ráð fyrir. Áratugshlýnun hefur orðið frá síðasta metári sem naut ekki aðstoðar El niño-sveiflunnar. Tvær bandarískar vísindastofnanir kynntu tölur sínar um meðalhita jarðar fyrir árið 2017 í gær. Samkvæmt bandarísku geimvísindastofnunni NASA var árið það annað hlýjasta frá upphafi en það þriðja samkvæmt aðferð Haf- og loftslagsstofnunarinnar NOAA. Eins og búist var við var árið 2017 um 0,1°C svalara en metárin 2015 og 2016. Þau ár var veðurfyrirbrigðið El niño í fullum gangi í Kyrrahafi og jók á undirliggjandi hlýnun af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. El niño er fasi ENSO-sveiflunnar svonefndu í vindafari og sjávarhita í austanverðu Kyrrahafinu í hitabeltinu. Hann getur keyrt upp meðalhita á jörðinni, jafnvel um allt að hálfa gráðu frá svalasta punkti á undan til þess hlýjasta á hápunkti sveiflunnar. El niño-viðburðurinn sem lauk árið 2016 var talinn sérlega öflugur.Aðeins um helmingur af kólnun sem búast hefði mátt við Árin 1997 til 1998 var El niño-hlýnun í Kyrrahafi sérstaklega öflug og skilaði það sér í hnattrænum methita þessi ár. Eftir þau tók það hnattræna hlýnun af völdum manna um áratug að jafna hitametið sem var sett þá. Þeir sem þræta fyrir vísindalega þekkingu á orsökum loftslagsbreytinga hafa reglulega notað þau ár sem viðmið til þess að fullyrða ranglega að hlé hafi orðið á hlýnun jarðar. Á milli 1998 og 1999 lækkaði meðalhiti jarðar um hér um bil 0,2°C. Kólnunin eftir El niño-árin nú er hins vegar aðeins um 0,1°C. „Það kemur helst á óvart að hún sé ekki meiri. Þetta er svona helmingurinn af því sem ég hefði búist við,“ segir Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.Halldór Björnsson segir að það kæmi honum ekki á óvart að áfram kólnaði á jörðinni miðað við metárin 2015 og 2016 í takt við fyrri niðursveiflur eftir El niño.VísirÞetta gefur honum tilefni til að ætla að kólnun miðað við árin 2015 og 2016 haldi áfram í ár. Ómögulegt sé hins vegar að segja til um hvort að það verði í eitt ár eða fleiri. Hnattræn hlýnun af völdum manna geri það að verkum að sífellt verði ólíklegra að slík hlutfallsleg kólnun haldi áfram lengi.Miklu hlýrra en síðasta metár án El niño Tölurnar um meðalhita jarðar nú eru ekki síst merkilegar þegar þær eru bornar saman við árið 2014, síðasta árið þar sem áhrifa El niño gætti ekki. Það ár var það hlýjasta frá upphafi mælinga á sínum tíma. „Það ár var metár á sínum tíma. Við erum núna miklu hlýrri á hnattræna vísu en þá. Við erum alveg 0,17°C heitari í NASA-tölunum en árið 2014 og 0,17°C eru um það bil sú hlýnun sem þú býst við á áratug vegna aukinna gróðurhúsalofttegunda,“ segir Halldór. La niña, svalari fasi ENSO-sveiflunnar, fylgir gjarnan í kjölfarið á El niño. Halldór segir hins vegar að enn bóli ekkert á henni þó að ýmsar væringar hafi verið í Kyrrahafinu. „Spágeta okkar fyrir El niño/La niña er mjög takmörkuð. Ár fram í tímann er það eiginlega alveg gagnslaust,“ segir hann.
Fréttaskýringar Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Drykkjarvatn að klárast í Höfðaborg eftir áralangan þurrk Þurrkur hefur þjakað Höfðaborg í þrjú ár og eru vatnsbirgðir borgarinnar að þrotum komnar. 16. janúar 2018 11:30 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02
2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49
Drykkjarvatn að klárast í Höfðaborg eftir áralangan þurrk Þurrkur hefur þjakað Höfðaborg í þrjú ár og eru vatnsbirgðir borgarinnar að þrotum komnar. 16. janúar 2018 11:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent