Lofar lagasetningu til að sporna við fölskum fréttum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2018 23:30 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, vill sporna við útbreiðslu falsfrétta í kringum kosningar í landinu. vísir/getty Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur lofað lagasetningu til að sporna við fölsum fréttum á internetinu í aðdraganda kosninga í landinu. Þetta kom fram í nýársræðu hans til blaðamanna í Élysée-höllinni í kvöld þar sem forsetinn sagðist vilja nýja löggjöf fyrir samfélagsmiðla í kringum kosningar til þess að vernda lýðræðið. Macron sagði að þess yrði ekki langt að bíða að frumvarp um þetta liti dagsins ljós en meginmarkmið laganna væri að sporna við útbreiðslu falskra frétta sem fara hratt um internetið, ekki síst í krafti samfélagsmiðla á borð við Facebook. Ný löggjöf um vefsíður myndi fela í sér meiri kröfur um gagnsæi vegna kostaðs efnis. Vefsíðurnar þyrftu þannig að gefa það upp hver eða hverjir væru fjárhagslegir bakhjarlar þeirra auk þess sem hámark yrði sett á upphæðir kostað efni. Hvað varðar falskar fréttir sem birtast svo í kringum kosningar þá gætu einhvers konar neyðarlög leyft yfirvöldum að fjarlægja efnið eða jafnvel loka fyrir vefsíðuna sem birti það. „Ef við viljum vernda frjálslynd lýðræðisríki þá verðum við að vera sterk og hafa skýrar reglur,“ sagði Macron. Þá sagði hann að franska fjölmiðlaeftirlitið yrði eflt svo það gæti barist gegn hvers kyns tilraunum erlendra sjónvarpsstöðva til að stuðla að óstöðugleika. Macron hafði betur í frönsku forsetakosningunum í fyrra gegn Marine Le Pen. Í aðdraganda kosninganna varð hann sjálfur fyrir barðinu á fölskum fréttaflutningi þar sem því var haldið fram að hann ætti reikninga á aflandseyjum. Þá þurfti hann að neita sögusögnum að hann héldi fram hjá konunni sinni með karlmanni sem hann ætti í ástarsambandi við. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00 Blaðamenn senda skilaboð til Trump: „Við erum ekki óvinurinn“ Rjómi blaða- og fjölmiðlamanna var samankominn á árlegum hátíðarkvöldverði þeirra í Washington í gær. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lét ekki sjá sig en blaðamenn sendu honum skýr skilaboð. 30. apríl 2017 14:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur lofað lagasetningu til að sporna við fölsum fréttum á internetinu í aðdraganda kosninga í landinu. Þetta kom fram í nýársræðu hans til blaðamanna í Élysée-höllinni í kvöld þar sem forsetinn sagðist vilja nýja löggjöf fyrir samfélagsmiðla í kringum kosningar til þess að vernda lýðræðið. Macron sagði að þess yrði ekki langt að bíða að frumvarp um þetta liti dagsins ljós en meginmarkmið laganna væri að sporna við útbreiðslu falskra frétta sem fara hratt um internetið, ekki síst í krafti samfélagsmiðla á borð við Facebook. Ný löggjöf um vefsíður myndi fela í sér meiri kröfur um gagnsæi vegna kostaðs efnis. Vefsíðurnar þyrftu þannig að gefa það upp hver eða hverjir væru fjárhagslegir bakhjarlar þeirra auk þess sem hámark yrði sett á upphæðir kostað efni. Hvað varðar falskar fréttir sem birtast svo í kringum kosningar þá gætu einhvers konar neyðarlög leyft yfirvöldum að fjarlægja efnið eða jafnvel loka fyrir vefsíðuna sem birti það. „Ef við viljum vernda frjálslynd lýðræðisríki þá verðum við að vera sterk og hafa skýrar reglur,“ sagði Macron. Þá sagði hann að franska fjölmiðlaeftirlitið yrði eflt svo það gæti barist gegn hvers kyns tilraunum erlendra sjónvarpsstöðva til að stuðla að óstöðugleika. Macron hafði betur í frönsku forsetakosningunum í fyrra gegn Marine Le Pen. Í aðdraganda kosninganna varð hann sjálfur fyrir barðinu á fölskum fréttaflutningi þar sem því var haldið fram að hann ætti reikninga á aflandseyjum. Þá þurfti hann að neita sögusögnum að hann héldi fram hjá konunni sinni með karlmanni sem hann ætti í ástarsambandi við.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00 Blaðamenn senda skilaboð til Trump: „Við erum ekki óvinurinn“ Rjómi blaða- og fjölmiðlamanna var samankominn á árlegum hátíðarkvöldverði þeirra í Washington í gær. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lét ekki sjá sig en blaðamenn sendu honum skýr skilaboð. 30. apríl 2017 14:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00
Blaðamenn senda skilaboð til Trump: „Við erum ekki óvinurinn“ Rjómi blaða- og fjölmiðlamanna var samankominn á árlegum hátíðarkvöldverði þeirra í Washington í gær. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lét ekki sjá sig en blaðamenn sendu honum skýr skilaboð. 30. apríl 2017 14:30